Katrín: Könnum málefnanlegan grundvöll samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn Lillý Valgerður Pétursdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 29. nóvember 2016 13:18 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að viðræður Sjálfstæðisflokksins og VG sem framundan eru um myndun ríkisstjórnar snúist fyrst og fremst um að kanna hvort að grundvöllur sé fyrir ríkisstjórnarsamstarfi á milli flokkanna. „Í raun og veru er það eina sem liggur fyrir að við förum yfir hvort það sé einhver málefnalegur grundvöllur fyrir samstarfi þessara tveggja flokka,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín leiddi viðræður VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar um myndun fimm flokka ríkisstjórnar sem sigldu í strand í síðustu viku. Hún segir að VG hafi rætt við flest alla flokka nema Sjálfstæðisflokkinn og því sé vert að kanna þessa leið. „Það liggur fyrir að það hafa kannski ekki mikil samtöl hins vegar verið á milli þessara tveggja flokka þannig að við erum alveg til í það,“ segir Katrín. Samtals hafa Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn 31 þingmann og þurfa því annan flokk með sér til að geta myndað ríkisstjórn. Katrín segir ekki tímabært að ræða strax hvaða flokkur eða flokkar það yrðu. Fyrst þurfi að kanna hvort að þessir tveir flokkar geti náð saman um málefnin.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ræddi Katrín við Sjálfstæðisflokkinn um mögulegt samstarf áður en hún skilaði inn stjórnarmyndunarumboði sínu í síðustu viku. Þær viðræður strönduðu á því að ekki kom til greina að Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Mánuður er nú liðinn frá þingkosningunum en Katrín er virðist ekki vera mjög stressuð yfir því að ekki er enn búið að mynda ríkisstjórn. „Ég held að í sjálfu sér höfum við séð lengri tíma líða frá kosningunum til stjórnarmyndunar þannig að ég er ekki vitund stressuð yfir þessu.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag um mögulegt samstarf flokkanna. 29. nóvember 2016 11:16 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar Engin tíðindi af stjórnarmyndun hafa borist síðan um helgina. 29. nóvember 2016 10:41 Forseti Íslands upplýstur um viðræður VG og Sjálfstæðisflokks Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er upplýstur um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum. 29. nóvember 2016 11:52 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að viðræður Sjálfstæðisflokksins og VG sem framundan eru um myndun ríkisstjórnar snúist fyrst og fremst um að kanna hvort að grundvöllur sé fyrir ríkisstjórnarsamstarfi á milli flokkanna. „Í raun og veru er það eina sem liggur fyrir að við förum yfir hvort það sé einhver málefnalegur grundvöllur fyrir samstarfi þessara tveggja flokka,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín leiddi viðræður VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar um myndun fimm flokka ríkisstjórnar sem sigldu í strand í síðustu viku. Hún segir að VG hafi rætt við flest alla flokka nema Sjálfstæðisflokkinn og því sé vert að kanna þessa leið. „Það liggur fyrir að það hafa kannski ekki mikil samtöl hins vegar verið á milli þessara tveggja flokka þannig að við erum alveg til í það,“ segir Katrín. Samtals hafa Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn 31 þingmann og þurfa því annan flokk með sér til að geta myndað ríkisstjórn. Katrín segir ekki tímabært að ræða strax hvaða flokkur eða flokkar það yrðu. Fyrst þurfi að kanna hvort að þessir tveir flokkar geti náð saman um málefnin.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ræddi Katrín við Sjálfstæðisflokkinn um mögulegt samstarf áður en hún skilaði inn stjórnarmyndunarumboði sínu í síðustu viku. Þær viðræður strönduðu á því að ekki kom til greina að Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Mánuður er nú liðinn frá þingkosningunum en Katrín er virðist ekki vera mjög stressuð yfir því að ekki er enn búið að mynda ríkisstjórn. „Ég held að í sjálfu sér höfum við séð lengri tíma líða frá kosningunum til stjórnarmyndunar þannig að ég er ekki vitund stressuð yfir þessu.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag um mögulegt samstarf flokkanna. 29. nóvember 2016 11:16 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar Engin tíðindi af stjórnarmyndun hafa borist síðan um helgina. 29. nóvember 2016 10:41 Forseti Íslands upplýstur um viðræður VG og Sjálfstæðisflokks Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er upplýstur um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum. 29. nóvember 2016 11:52 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Sjá meira
Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag um mögulegt samstarf flokkanna. 29. nóvember 2016 11:16
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar Engin tíðindi af stjórnarmyndun hafa borist síðan um helgina. 29. nóvember 2016 10:41
Forseti Íslands upplýstur um viðræður VG og Sjálfstæðisflokks Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er upplýstur um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum. 29. nóvember 2016 11:52