Gæðarúmföt á damask.is 11. nóvember 2016 12:00 Björn Þór Heiðdal er mikill áhugamaður um gæðarúmföt og selur slík í Þvottahúsi A. Smith á Bergstaðastræti 52. Mynd/GVA Björn Þór Heiðdal er þriðji ættliðurinn í þvottahúsinu A. Smith sem stofnað var árið 1946 og er því sjötíu ára í ár. Þar hefur síðustu ár verið hægt að kaupa gæðasængurföt en Björn leggur mikinn metnað í að bjóða upp á það allra besta, en á sem bestu verði. „Við erum meira fyrir að vera með þúsund þræði heldur en þúsund prósent álagningu,“ segir Björn glettinn en hann hefur síðustu fimmtán árin flutt inn gæðasængurföt frá Ítalíu og Asíu. „Allra bestu rúmfötin eru frá Ítalíu og eru 600 til 1.000 þræðir en við bjóðum einnig upp á áprentuð damask-rúmföt sem eru 300-400 þræðir.“Ítalska merkið Quagliotti framleiðir sængurföt af miklum gæðum.Afi Björns, Adolf Smith, stofnaði þvottahúsið A. Smith á Bergstaðastræti 52 árið 1946 og þar stendur það enn í dag. A. Smith er enn þvottahús í grunninn en fyrir um fimmtán árum fór Björn að flytja inn og selja gæðarúmföt. „Ég fékk áhuga á þessu enda alltaf með rúmföt í höndunum í þvottahúsinu sem voru af misjöfnum gæðum. Mér fannst enginn vera að sinna því almennilega að flytja inn gæðarúmföt og ákvað því að fara í það sjálfur,“ segir Björn. Hann fann fljótlega ítalska framleiðandann Quagliotti sem meðal annars selur rúmföt á Ritz-hótelið í París, til Hollywood-stjarna og bresku kóngafjölskyldunnar. Hann hefur einnig flutt inn sængurföt frá Asíu, sér í lagi fyrir hótelin en Björn selur bæði hótelum og einstaklingum. „Hér í búðinni er mikið úrval, fólk getur valið á milli fjörutíu til fimmtíu ólíkra tegunda og við erum alltaf að breikka úrvalið,“ segir Björn en hann flytur einnig inn gott efni frá Ítalíu sem hann lætur sauma rúmföt úr hér heima. „Þannig getur fólk sérpantað stærðir.“ Gæði skipta Björn höfuðmáli. „Ég spyr aldrei hvað sé ódýrt, bara hvað sé það besta. Sumir sætta sig kannski við 200 þræði en ég vil það flottasta.“ Björn segir sængurfötin fremur áhugamál en bissness í sínum huga og því reyni hann að hafa álagningu í lágmarki. „Verðið fyrir rúmfötin er því ekki hátt miðað við gæðin,“ segir Björn sem telur fólk hugsa allt of lítið um það í hverju það sefur. „Fólk virðist spara við sig þegar kemur að rúmfötum en þeir sem kynnast almennilegum gæðum snúa ekki til baka.“ Nánari upplýsingar má finna á damask.is Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fleiri fréttir Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins Sjá meira
Björn Þór Heiðdal er þriðji ættliðurinn í þvottahúsinu A. Smith sem stofnað var árið 1946 og er því sjötíu ára í ár. Þar hefur síðustu ár verið hægt að kaupa gæðasængurföt en Björn leggur mikinn metnað í að bjóða upp á það allra besta, en á sem bestu verði. „Við erum meira fyrir að vera með þúsund þræði heldur en þúsund prósent álagningu,“ segir Björn glettinn en hann hefur síðustu fimmtán árin flutt inn gæðasængurföt frá Ítalíu og Asíu. „Allra bestu rúmfötin eru frá Ítalíu og eru 600 til 1.000 þræðir en við bjóðum einnig upp á áprentuð damask-rúmföt sem eru 300-400 þræðir.“Ítalska merkið Quagliotti framleiðir sængurföt af miklum gæðum.Afi Björns, Adolf Smith, stofnaði þvottahúsið A. Smith á Bergstaðastræti 52 árið 1946 og þar stendur það enn í dag. A. Smith er enn þvottahús í grunninn en fyrir um fimmtán árum fór Björn að flytja inn og selja gæðarúmföt. „Ég fékk áhuga á þessu enda alltaf með rúmföt í höndunum í þvottahúsinu sem voru af misjöfnum gæðum. Mér fannst enginn vera að sinna því almennilega að flytja inn gæðarúmföt og ákvað því að fara í það sjálfur,“ segir Björn. Hann fann fljótlega ítalska framleiðandann Quagliotti sem meðal annars selur rúmföt á Ritz-hótelið í París, til Hollywood-stjarna og bresku kóngafjölskyldunnar. Hann hefur einnig flutt inn sængurföt frá Asíu, sér í lagi fyrir hótelin en Björn selur bæði hótelum og einstaklingum. „Hér í búðinni er mikið úrval, fólk getur valið á milli fjörutíu til fimmtíu ólíkra tegunda og við erum alltaf að breikka úrvalið,“ segir Björn en hann flytur einnig inn gott efni frá Ítalíu sem hann lætur sauma rúmföt úr hér heima. „Þannig getur fólk sérpantað stærðir.“ Gæði skipta Björn höfuðmáli. „Ég spyr aldrei hvað sé ódýrt, bara hvað sé það besta. Sumir sætta sig kannski við 200 þræði en ég vil það flottasta.“ Björn segir sængurfötin fremur áhugamál en bissness í sínum huga og því reyni hann að hafa álagningu í lágmarki. „Verðið fyrir rúmfötin er því ekki hátt miðað við gæðin,“ segir Björn sem telur fólk hugsa allt of lítið um það í hverju það sefur. „Fólk virðist spara við sig þegar kemur að rúmfötum en þeir sem kynnast almennilegum gæðum snúa ekki til baka.“ Nánari upplýsingar má finna á damask.is
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fleiri fréttir Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins Sjá meira