Baráttukonan Heiða fjalldalabóndi Gunnþóra Gunnardóttir skrifar 12. nóvember 2016 09:30 "Ég er hreystibolti nú þó ég hafi verið horgemsi sem barn og sjálfsmyndin styrktist þegar ég fann kraftinn aukast.“ Mynd/Steinunn Sigurðardóttir Bókin Heiða – fjalldalabóndinn – kemur út í vikunni hjá bókaforlaginu Bjarti. Hún er skrifuð af Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi í orðastað Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu og er einstakt innlit í líf hlédrægrar baráttukonu. Þegar slegið er á þráðinn til Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur, er hún nýkomin úr hálskirtlatöku. Hún heldur til hjá Fanneyju, systur sinni í Hveragerði, fyrstu tvo dagana og er, út úr leiðindum, bæði búin að þrífa hjá henni og gera við bílinn!Heiða ólst upp á Ljótarstöðum og lýsti því á hagyrðingamóti hvernig fjölskyldan hjálpaðist að við uppeldið.Hjá mömmu ung ég lærði að væri ljótt á fólk að gónaog líka af hverju í stafrófinu ypsilon er haft.Fanney systir kenndi mér að halda á hamri og prjónaog hjá honum pabba lærði ég að bölva og rífa kjaft.Nú er Heiða orðin aðalsöguhetja í bók og segir það skrítna tilfinningu. Sú bók heitir einfaldlega Heiða - fjalldalabóndinn.„Það var þannig að Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur bað um að fá að skrifa þessa bók um líf mitt og virkjunarslaginn. Ég er dálítið fljótfær og segi yfirleitt bara já þegar einhver verkefni eru annars vegar. „Þú verður að leiða listann í sveitarstjórn,“ „já, ókey,“; „er ekki í lagi að ég skrifi bók um þennan virkjunarslag sem þú fórst í?“ „Jú, jú, allt í lagi.“ Svo hugsa ég á eftir, hvað er ég nú búin að koma mér í?Ég er ekkert áfjáð í að tala um sjálfa mig en ég stend einörð gegn stórum virkjunaráformum í sveitinni minni, náttúrunnar og bændanna vegna, og ef það kostar að ég þurfi að fara í viðtöl, skrifa í blöðin, taka þátt í málþingum, jafnvel láta skrifa um mig heila bók þá bara geri ég það.“En nú er bókin um miklu meira en stríðið gegn virkjuninni. Hún fjallar um líf þitt til þessa og þær áskoranir sem þú tekst daglega á við sem einyrki með 500 fjár. Um vonbiðlana, fyrirsætustörfin, skáldskapinn og sönginn og dansinn í dráttarvélinni.„Já, til að gera grein fyrir málstaðnum og baráttunni þurfti líka að gera persónunni skil og aðstæðum hennar. Það er þrennt sem mér er hugleiknast, það er náttúran, íslenskur landbúnaður og jafnrétti því ég er grjótharður femínisti. Bókin tekur á þessu þrennu. Svo er auðvitað allt mögulegt sem flýtur með, ferskeytlur og húmor, enda kann Steinunn vel til verka.“Skaftá er nú komin í verndarflokk og mikið þarf að gerast á Alþingi til að það breytist. Heiða er Sigríður í Brattholti okkar tíma. Hún var önnur á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í nýliðnum kosningum og lendir inn á þing ef Ari Trausti þarf að bregða sér af bæ.Vinnuferli bókarinnar tók eitt ár og Heiða segir það hafa verið ánægjulegt.„Steinunn býr úti í Strassborg en er búin að koma margar ferðir til að safna efni, mest í viðtalsformi. Þó hún passaði að þvælast ekki fyrir þá kom hún oft út og fylgdist með mér í verkum. Ef ég hafði stundir yfir daginn var ég inni að spjalla við hana, við unnum líka oft í bílnum ef ég var eitthvað á ferðinni og svo á kvöldin.“Það kemur á óvart í bókinni hvað Heiða lýsir sér sem pasturslitlum krakka með lítið sjálfstraust, sá skörungur og dugnaðarforkur sem hún er í dag. Lét sig þó hafa það að taka þátt í módelstörfum sem ung stúlka. Hjálpaði það henni kannski að vinna á óframfærninni?„Já, örugglega. Allt sem ekki drepur mann það herðir mann. Ég glími samt alltaf við feimni en hef lært að fela hana betur. Ég er hreystibolti nú þó ég hafi verið horgemsi sem barn og sjálfsmyndin styrktist þegar ég fann kraftinn aukast.“Heiða vann nokkur ár sem héraðslögga og í bókinni segir hún á litríkan hátt frá þátttöku sinni í því að róa niður bandbrjálaða mótorhjólamenn á balli á Klaustri, frásögnin endar svo fallega að sá óðasti slítur upp morgunfrú úr nálægu beði og réttir henni.Ljótarstaðir eru ofarlega í landinu og Heiða viðurkennir að veturnir geti verið langir og snjóþungir. „En ég á traktor og snjósleða svo ég glími ekki við einangrun. Jörðin er landstór og góð fyrir sauðfé. Hefur kosti og galla eins og aðrir staðir.“Heiða í eldhúsinu sínu – sem móðir hennar sinnir að mestu.Mynd/Þorsteinn HaukssonMeðal þess sem Heiða hefur afrekað á heimavelli er að taka íbúðarhúsið í gegn.„Ég hef gaman af að smíða og leggja parkett og flísar. Get gert flest, það snýst bara um að byrja á því og líka að leyfa sér missmíðar. Fyrsta gólfið sem ég flísalagði var ekki vel lagt, en mér þykir vænt um það samt. Ég veit líka af göllum úti í fjárhúsi. Aðalatriðið er að prófa sig áfram og fara ekki í panikk þó útkoman sé ekki fullkomin í byrjun.“Heiða er lestrarhestur og í nýju bókinni lýsir hún því að hana hafi oft langað að vera þær söguhetjur sem hún las um„Ég hef virkt ímyndunarafl og get auðveldlega búið til heim inni í hausnum á mér og spilað einhverja dagdrauma. Hef alltaf gert það,“ segir hún hlæjandi.Nú þarf hún ekki að þykjast vera persóna í bók lengur. Það er nú aldeilis áfangi. Bókmenntir Höfundatal Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Bókin Heiða – fjalldalabóndinn – kemur út í vikunni hjá bókaforlaginu Bjarti. Hún er skrifuð af Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi í orðastað Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu og er einstakt innlit í líf hlédrægrar baráttukonu. Þegar slegið er á þráðinn til Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur, er hún nýkomin úr hálskirtlatöku. Hún heldur til hjá Fanneyju, systur sinni í Hveragerði, fyrstu tvo dagana og er, út úr leiðindum, bæði búin að þrífa hjá henni og gera við bílinn!Heiða ólst upp á Ljótarstöðum og lýsti því á hagyrðingamóti hvernig fjölskyldan hjálpaðist að við uppeldið.Hjá mömmu ung ég lærði að væri ljótt á fólk að gónaog líka af hverju í stafrófinu ypsilon er haft.Fanney systir kenndi mér að halda á hamri og prjónaog hjá honum pabba lærði ég að bölva og rífa kjaft.Nú er Heiða orðin aðalsöguhetja í bók og segir það skrítna tilfinningu. Sú bók heitir einfaldlega Heiða - fjalldalabóndinn.„Það var þannig að Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur bað um að fá að skrifa þessa bók um líf mitt og virkjunarslaginn. Ég er dálítið fljótfær og segi yfirleitt bara já þegar einhver verkefni eru annars vegar. „Þú verður að leiða listann í sveitarstjórn,“ „já, ókey,“; „er ekki í lagi að ég skrifi bók um þennan virkjunarslag sem þú fórst í?“ „Jú, jú, allt í lagi.“ Svo hugsa ég á eftir, hvað er ég nú búin að koma mér í?Ég er ekkert áfjáð í að tala um sjálfa mig en ég stend einörð gegn stórum virkjunaráformum í sveitinni minni, náttúrunnar og bændanna vegna, og ef það kostar að ég þurfi að fara í viðtöl, skrifa í blöðin, taka þátt í málþingum, jafnvel láta skrifa um mig heila bók þá bara geri ég það.“En nú er bókin um miklu meira en stríðið gegn virkjuninni. Hún fjallar um líf þitt til þessa og þær áskoranir sem þú tekst daglega á við sem einyrki með 500 fjár. Um vonbiðlana, fyrirsætustörfin, skáldskapinn og sönginn og dansinn í dráttarvélinni.„Já, til að gera grein fyrir málstaðnum og baráttunni þurfti líka að gera persónunni skil og aðstæðum hennar. Það er þrennt sem mér er hugleiknast, það er náttúran, íslenskur landbúnaður og jafnrétti því ég er grjótharður femínisti. Bókin tekur á þessu þrennu. Svo er auðvitað allt mögulegt sem flýtur með, ferskeytlur og húmor, enda kann Steinunn vel til verka.“Skaftá er nú komin í verndarflokk og mikið þarf að gerast á Alþingi til að það breytist. Heiða er Sigríður í Brattholti okkar tíma. Hún var önnur á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í nýliðnum kosningum og lendir inn á þing ef Ari Trausti þarf að bregða sér af bæ.Vinnuferli bókarinnar tók eitt ár og Heiða segir það hafa verið ánægjulegt.„Steinunn býr úti í Strassborg en er búin að koma margar ferðir til að safna efni, mest í viðtalsformi. Þó hún passaði að þvælast ekki fyrir þá kom hún oft út og fylgdist með mér í verkum. Ef ég hafði stundir yfir daginn var ég inni að spjalla við hana, við unnum líka oft í bílnum ef ég var eitthvað á ferðinni og svo á kvöldin.“Það kemur á óvart í bókinni hvað Heiða lýsir sér sem pasturslitlum krakka með lítið sjálfstraust, sá skörungur og dugnaðarforkur sem hún er í dag. Lét sig þó hafa það að taka þátt í módelstörfum sem ung stúlka. Hjálpaði það henni kannski að vinna á óframfærninni?„Já, örugglega. Allt sem ekki drepur mann það herðir mann. Ég glími samt alltaf við feimni en hef lært að fela hana betur. Ég er hreystibolti nú þó ég hafi verið horgemsi sem barn og sjálfsmyndin styrktist þegar ég fann kraftinn aukast.“Heiða vann nokkur ár sem héraðslögga og í bókinni segir hún á litríkan hátt frá þátttöku sinni í því að róa niður bandbrjálaða mótorhjólamenn á balli á Klaustri, frásögnin endar svo fallega að sá óðasti slítur upp morgunfrú úr nálægu beði og réttir henni.Ljótarstaðir eru ofarlega í landinu og Heiða viðurkennir að veturnir geti verið langir og snjóþungir. „En ég á traktor og snjósleða svo ég glími ekki við einangrun. Jörðin er landstór og góð fyrir sauðfé. Hefur kosti og galla eins og aðrir staðir.“Heiða í eldhúsinu sínu – sem móðir hennar sinnir að mestu.Mynd/Þorsteinn HaukssonMeðal þess sem Heiða hefur afrekað á heimavelli er að taka íbúðarhúsið í gegn.„Ég hef gaman af að smíða og leggja parkett og flísar. Get gert flest, það snýst bara um að byrja á því og líka að leyfa sér missmíðar. Fyrsta gólfið sem ég flísalagði var ekki vel lagt, en mér þykir vænt um það samt. Ég veit líka af göllum úti í fjárhúsi. Aðalatriðið er að prófa sig áfram og fara ekki í panikk þó útkoman sé ekki fullkomin í byrjun.“Heiða er lestrarhestur og í nýju bókinni lýsir hún því að hana hafi oft langað að vera þær söguhetjur sem hún las um„Ég hef virkt ímyndunarafl og get auðveldlega búið til heim inni í hausnum á mér og spilað einhverja dagdrauma. Hef alltaf gert það,“ segir hún hlæjandi.Nú þarf hún ekki að þykjast vera persóna í bók lengur. Það er nú aldeilis áfangi.
Bókmenntir Höfundatal Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira