Ofurtunglið verður ekkert kvikmyndatungl Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 13. nóvember 2016 13:30 Tunglið er fallegt og heillandi. Stundum er það stórt, stundum er það lítið, stundum er það eins og appelsína og stundum eins og banani. Vísir heyrði í Sævari Helga Bragasyni, formanni Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, varðandi ofurtunglið sem mun birtast landsmönnum á morgun. Á vef Guardian er sagt að tunglið verði það stærsta í 68 ár og þeir sem ekki eru komnir á eftirlaunaaldur munu aldrei hafa séð jafn stórt og bjart tungl. Vísir bar þetta undir Sævar sem segir að fólk muni ekki sjá mikinn mun á ofurtunglinu og fulla tunglinu sem verður t.a.m. í næsta mánuði. „Þetta er eins og munurinn á 15 tommu og 16 tommu pítsu. Maður sér muninn ef þær eru hlið við hlið.“ segir Sævar og bendir á að tunglið verði ekki eins og ofurtunglin sem við sjáum í kvikmyndunum. „Þetta er eitthvað sem gerist á hverju einasta ári en núna hefur fullt tungl, eins og það er á morgun, ekki verið nær okkur síðan í janúar 1948. Þá verður það 48 km nær okkur heldur en það var þá. Munurinn á minnsta og fjarlægasta fulla tungli ársins og svo stærsta og nálægasta er svo hverfandi lítill að það tekur enginn eftir muninum.“ Vísir hafði samband við veðurfræðing sem sagði að það verði skýjað á landinu annað kvöld en þó nokkrar glufur verða einnig. Þá verður skyggni best á norður og austurlandi. Sævar Helgi bendir samt sem áður á að tunglið sé alltaf fallegt og hvetur hann landsmenn til að líta sem oftast til tunglisins og njóta þess að horfa á það. Hægt er að lesa grein um ofurtunglið eftir Sævar á vefsíðu Stjörnuskoðunarfélagsins. Veður Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Hæðir og lægðir baráttunnar Hröð atburðarás eftir myndbirtingu af þjófi með hafnaboltakylfu Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira
Tunglið er fallegt og heillandi. Stundum er það stórt, stundum er það lítið, stundum er það eins og appelsína og stundum eins og banani. Vísir heyrði í Sævari Helga Bragasyni, formanni Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, varðandi ofurtunglið sem mun birtast landsmönnum á morgun. Á vef Guardian er sagt að tunglið verði það stærsta í 68 ár og þeir sem ekki eru komnir á eftirlaunaaldur munu aldrei hafa séð jafn stórt og bjart tungl. Vísir bar þetta undir Sævar sem segir að fólk muni ekki sjá mikinn mun á ofurtunglinu og fulla tunglinu sem verður t.a.m. í næsta mánuði. „Þetta er eins og munurinn á 15 tommu og 16 tommu pítsu. Maður sér muninn ef þær eru hlið við hlið.“ segir Sævar og bendir á að tunglið verði ekki eins og ofurtunglin sem við sjáum í kvikmyndunum. „Þetta er eitthvað sem gerist á hverju einasta ári en núna hefur fullt tungl, eins og það er á morgun, ekki verið nær okkur síðan í janúar 1948. Þá verður það 48 km nær okkur heldur en það var þá. Munurinn á minnsta og fjarlægasta fulla tungli ársins og svo stærsta og nálægasta er svo hverfandi lítill að það tekur enginn eftir muninum.“ Vísir hafði samband við veðurfræðing sem sagði að það verði skýjað á landinu annað kvöld en þó nokkrar glufur verða einnig. Þá verður skyggni best á norður og austurlandi. Sævar Helgi bendir samt sem áður á að tunglið sé alltaf fallegt og hvetur hann landsmenn til að líta sem oftast til tunglisins og njóta þess að horfa á það. Hægt er að lesa grein um ofurtunglið eftir Sævar á vefsíðu Stjörnuskoðunarfélagsins.
Veður Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Hæðir og lægðir baráttunnar Hröð atburðarás eftir myndbirtingu af þjófi með hafnaboltakylfu Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira