Stytt kjörtímabil forsenda breytinga Hjörtur Hjartarson skrifar 16. nóvember 2016 07:00 „Við skuldbindum okkur hér með til þess að gera stjórnarskrárumbætur, sem grundvallast á drögum stjórnlagaráðs, að forgangsmáli á nýju þingi.“ Allir stjórnarandstöðuflokkarnir sem Píratar hóuðu saman nú fyrir kosningar hafa gefið kjósendum þetta fyrirheit. Þá hljóta þeir að reikna með stuttu kjörtímabili eins og Píratar hafa lagt til. Ástæðan er tvíþætt: Í fyrsta lagi kveður stjórnarskráin frá 1944 á um að rjúfa skuli þing um leið og breytingar á stjórnarskrá eru samþykktar. Í öðru lagi er óraunhæft, og mikið óráð, að ætla að geyma fram til loka kjörtímabils að samþykkja nýja stjórnarskrá. Það væri að spila upp í hendurnar andstæðingum breytinga og gefa þeim óverðskuldað færi á að grafa áfram undan nýju stjórnarskránni og einnig stjórnarsamstarfinu. Allt kjörtímabilið myndi einkennast af ósvífinni stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vegna þessa eina máls. Þeir myndu ólmast gegn öllum málum eins og þeim væri borgað fyrir það. Við vitum það af biturri reynslu. Jafnframt því að setja nýja stjórnarskrá á oddinn þarf að hefja af krafti umbótastarf á öðrum sviðum, svo sem í heilbrigðiskerfinu og almannatryggingakerfinu. Þeim breytingum yrði síðan haldið áfram eftir að ríkisstjórn umbótaflokkanna hefði endurnýjað umboð sitt og ný stjórnarskrá tekið gildi. Flokkar sem ná þessu stórmáli í gegn þurfa ekki að óttast kjósendur. Auk þess er ný stjórnarskrá forsenda og upphafsstef lífsnauðsynlegra umbóta. Ef andstæðingum nýju stjórnarskrárinnar tekst enn að koma í veg fyrir að vilji kjósenda sé virtur, þá er það ekki aðeins þungt áfall fyrir lýðræði í landinu heldur yrði öllum umbótum í þágu almennings kippt til baka á augabragði um leið og tækifæri gæfist. Það vitum við líka af biturri reynslu. Stjórnarskrá í samræmi við vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 lá fyrir fullbúin af hálfu Alþingis undir lok síðasta kjörtímabils. Alþingi þarf aðeins að ganga frá nýrri og rækilegri greinargerð með frumvarpinu. Síðan að samþykkja frumvarpið og rjúfa þing og boða til kosninga. Um leið mætti gera ráðstafanir til að hefja endurskoðunarferli strax. En frekara fikt stjórnmálaflokkanna í stjórnarskrá fólksins, eins og gerðist á yfirstandandi kjörtímabili, er fullreynt, og það fyrir löngu. Varla þarf að óttast að lagt verði út í þá ófæru enn einu sinni. Forsenda varanlegra breytinga og umbóta er sú að umbótaflokkarnir hangi ekki skilyrðislaust á nýfengnum völdum eftir komandi kosningar heldur sýni hugrekki og stjórnvisku. Það munu kjósendur kunna að meta. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Hjörtur Hjartarson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
„Við skuldbindum okkur hér með til þess að gera stjórnarskrárumbætur, sem grundvallast á drögum stjórnlagaráðs, að forgangsmáli á nýju þingi.“ Allir stjórnarandstöðuflokkarnir sem Píratar hóuðu saman nú fyrir kosningar hafa gefið kjósendum þetta fyrirheit. Þá hljóta þeir að reikna með stuttu kjörtímabili eins og Píratar hafa lagt til. Ástæðan er tvíþætt: Í fyrsta lagi kveður stjórnarskráin frá 1944 á um að rjúfa skuli þing um leið og breytingar á stjórnarskrá eru samþykktar. Í öðru lagi er óraunhæft, og mikið óráð, að ætla að geyma fram til loka kjörtímabils að samþykkja nýja stjórnarskrá. Það væri að spila upp í hendurnar andstæðingum breytinga og gefa þeim óverðskuldað færi á að grafa áfram undan nýju stjórnarskránni og einnig stjórnarsamstarfinu. Allt kjörtímabilið myndi einkennast af ósvífinni stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vegna þessa eina máls. Þeir myndu ólmast gegn öllum málum eins og þeim væri borgað fyrir það. Við vitum það af biturri reynslu. Jafnframt því að setja nýja stjórnarskrá á oddinn þarf að hefja af krafti umbótastarf á öðrum sviðum, svo sem í heilbrigðiskerfinu og almannatryggingakerfinu. Þeim breytingum yrði síðan haldið áfram eftir að ríkisstjórn umbótaflokkanna hefði endurnýjað umboð sitt og ný stjórnarskrá tekið gildi. Flokkar sem ná þessu stórmáli í gegn þurfa ekki að óttast kjósendur. Auk þess er ný stjórnarskrá forsenda og upphafsstef lífsnauðsynlegra umbóta. Ef andstæðingum nýju stjórnarskrárinnar tekst enn að koma í veg fyrir að vilji kjósenda sé virtur, þá er það ekki aðeins þungt áfall fyrir lýðræði í landinu heldur yrði öllum umbótum í þágu almennings kippt til baka á augabragði um leið og tækifæri gæfist. Það vitum við líka af biturri reynslu. Stjórnarskrá í samræmi við vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 lá fyrir fullbúin af hálfu Alþingis undir lok síðasta kjörtímabils. Alþingi þarf aðeins að ganga frá nýrri og rækilegri greinargerð með frumvarpinu. Síðan að samþykkja frumvarpið og rjúfa þing og boða til kosninga. Um leið mætti gera ráðstafanir til að hefja endurskoðunarferli strax. En frekara fikt stjórnmálaflokkanna í stjórnarskrá fólksins, eins og gerðist á yfirstandandi kjörtímabili, er fullreynt, og það fyrir löngu. Varla þarf að óttast að lagt verði út í þá ófæru enn einu sinni. Forsenda varanlegra breytinga og umbóta er sú að umbótaflokkarnir hangi ekki skilyrðislaust á nýfengnum völdum eftir komandi kosningar heldur sýni hugrekki og stjórnvisku. Það munu kjósendur kunna að meta. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun