Mannhatur að vopni Hildur Björnsdóttir skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Vonbrigðin voru mörgum mikil. Einhverjir fylltust hræðslu – urðu óttaslegnir og vonlitlir. Það sem fæsta hafði órað fyrir var orðið að veruleika. Nýr maður myndi taka við einu valdamesta embætti heims. Niðurstöður forsetakosninga Bandaríkjanna eru áhugaverðar fyrir margar sakir. Þær má greina frá fjölmörgum sjónarhornum. Það sem helst vekur óhug er þó sennilega eitt. Í kosningabaráttu sinni beitti Trump fjölmörgum brögðum. Með kosningaloforðum sínum svipti hann hulunni af ógnarstórum hópi þögulla kjósenda. Hann opnaði umræðu sem yfirleitt var þögguð. Hann varð talsmaður fólks sem sjaldan átti sér málsvara. Hann talaði fyrir mannhatri, vonandi gegn betri vitund, en svo víðtæku mannhatri að langflestar tegundir fordóma fundu samastað í herferð hans. Umræða nútímans er slík að tilteknum skoðunum er ávallt mætt með þöggun. Þær þykja ekki umræðu verðar. Með kjöri Trumps fékk hópur þögulla kjósenda sinn fulltrúa – fólk með skoðanir sem áður mátti ekki viðra. Í flestum rökræðum er enginn sannleikur. Bara mismunandi skoðanir. Ólík sjónarmið. Öll jafn rétthá með nákvæmlega sama vægi. Það á þó ekki við um tilefnislaust hatur gegn saklausu fólki. Slíkar skoðanir eiga aldrei rétt á sér. Valdsmenn mega aldrei hafa mannhatur að vopni. Það er skaðlegt fordæmi og hættuleg fyrirmynd. Vissulega má finna niðurstöðum kosninganna fjölmargar skýringar. Sú ógnvænlegasta hlýtur að vera mannhatrið. Fordómarnir og fáfræðin. Hatrið virðist eiga rætur svo víða að nauðsynlegt verður að uppræta. Það verður ekki gert með þöggun. Nú þarf að taka umræðuna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Vonbrigðin voru mörgum mikil. Einhverjir fylltust hræðslu – urðu óttaslegnir og vonlitlir. Það sem fæsta hafði órað fyrir var orðið að veruleika. Nýr maður myndi taka við einu valdamesta embætti heims. Niðurstöður forsetakosninga Bandaríkjanna eru áhugaverðar fyrir margar sakir. Þær má greina frá fjölmörgum sjónarhornum. Það sem helst vekur óhug er þó sennilega eitt. Í kosningabaráttu sinni beitti Trump fjölmörgum brögðum. Með kosningaloforðum sínum svipti hann hulunni af ógnarstórum hópi þögulla kjósenda. Hann opnaði umræðu sem yfirleitt var þögguð. Hann varð talsmaður fólks sem sjaldan átti sér málsvara. Hann talaði fyrir mannhatri, vonandi gegn betri vitund, en svo víðtæku mannhatri að langflestar tegundir fordóma fundu samastað í herferð hans. Umræða nútímans er slík að tilteknum skoðunum er ávallt mætt með þöggun. Þær þykja ekki umræðu verðar. Með kjöri Trumps fékk hópur þögulla kjósenda sinn fulltrúa – fólk með skoðanir sem áður mátti ekki viðra. Í flestum rökræðum er enginn sannleikur. Bara mismunandi skoðanir. Ólík sjónarmið. Öll jafn rétthá með nákvæmlega sama vægi. Það á þó ekki við um tilefnislaust hatur gegn saklausu fólki. Slíkar skoðanir eiga aldrei rétt á sér. Valdsmenn mega aldrei hafa mannhatur að vopni. Það er skaðlegt fordæmi og hættuleg fyrirmynd. Vissulega má finna niðurstöðum kosninganna fjölmargar skýringar. Sú ógnvænlegasta hlýtur að vera mannhatrið. Fordómarnir og fáfræðin. Hatrið virðist eiga rætur svo víða að nauðsynlegt verður að uppræta. Það verður ekki gert með þöggun. Nú þarf að taka umræðuna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun