Atvinnulífið og vextirnir Hafliði Helgason skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Margir innan fjármálakerfisins og í atvinnulífinu urðu fyrir vonbrigðum þegar Seðlabankinn hélt stýrivöxtum sínum óbreyttum. Mat Seðlabankans sjálfs er að hann sé í hlutlausum gír. Vaxtamunur milli Íslands og annarra landa er sögulega mjög hár. Hann hefur að jafnaði verið um þrjú prósent, en er nær fimm prósentum nú. Þetta er augljóslega erfiður biti að kyngja fyrir atvinnulífið. Þegar við bætist hækkun launakostnaðar og hátt raungengi, þá reynist það útflutnings- og samkeppnisgreinum þungur baggi. Því verður ekki á móti mælt að vaxtamunurinn skýrist af því að hagvöxtur hér er mun meiri en í nágrannalöndunum. Það er líka skiljanlegt að Seðlabankinn stígi varlega til jarðar þegar horft er til nokkurra óvissuþátta svo sem kjarasamninga í kjölfar ákvörðunar kjararáðs og svo því hvaða stefna verður rekin í ríkisfjármálum þegar tekist hefur að mynda ríkisstjórn. Kostnaður fyrirtækja skiptist gróflega í þrennt: launakostnað, hráefniskostnað og fjármagnskostnað. Hlutföllin eru mismunandi eftir eðli rekstrar. Hráefniskostnað er erfitt að hafa áhrif á nema með stærðarhagkvæmni og magnkaupum. Þar standa fyrirtæki í litlu hagkerfi eins og Íslandi ekkert sérstaklega vel að vígi, auk þess sem í mörgum tilvikum bætist við flutningskostnaður vegna fjarlægðar frá stórum mörkuðum. Eftir miklar launahækkanir, hátt raungengi og háa vexti er launa- og fjármagnskostnaður í hæstu hæðum. Þetta þýðir að samkeppnishæfnin verður lítil og keppinautar sem búa við lægri launakostnað og lægri vexti standa sem þessu nemur betur að vígi. Þegar við þetta bætist að lítil mynt getur orðið sjálfstæður sveifluvaldur og gert fyrirtækjum erfitt fyrir að gera raunhæfar áætlanir, þá er erfitt að finna kosti þess að reka hér fyrirtæki sem hægt væri að reka annars staðar. Það er því ekki að ófyrirsynju að Samtök atvinnulífsins kalla eftir umræðu stjórnmála og Seðlabanka um vexti og Viðskiptaráð haldi fund um stjórn peningamála. Þetta eru úrlausnarefni sem mikilvægt er að takast á við á næstu árum. Seðlabankastjóri hefur réttilega bent á að dæmin sanna að ekki skipti máli hvort horft er á fastgengi eða verðbólgumarkmið. Illa útfærð stefna og lausatök í ríkisfjármálum munu alltaf leiða til vondrar niðurstöðu. Hitt er svo að samtal um peningamálastefnu, til dæmis um myntráð eins og Viðreisn hefur lagt til, myndi kalla á umræður um hvað þyrfti til þess að slíkt kerfi fengi staðist. Augljósa svarið við því er að ró væri á vinnumarkaði og nærtækast er að að horfa til norræna Salek-módelsins. Hitt er auðvitað öguð ríkisfjármál. Til þess að þetta náist þarf þroskaðri orðræðu en við eigum að venjast, byggða á staðreyndum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun
Margir innan fjármálakerfisins og í atvinnulífinu urðu fyrir vonbrigðum þegar Seðlabankinn hélt stýrivöxtum sínum óbreyttum. Mat Seðlabankans sjálfs er að hann sé í hlutlausum gír. Vaxtamunur milli Íslands og annarra landa er sögulega mjög hár. Hann hefur að jafnaði verið um þrjú prósent, en er nær fimm prósentum nú. Þetta er augljóslega erfiður biti að kyngja fyrir atvinnulífið. Þegar við bætist hækkun launakostnaðar og hátt raungengi, þá reynist það útflutnings- og samkeppnisgreinum þungur baggi. Því verður ekki á móti mælt að vaxtamunurinn skýrist af því að hagvöxtur hér er mun meiri en í nágrannalöndunum. Það er líka skiljanlegt að Seðlabankinn stígi varlega til jarðar þegar horft er til nokkurra óvissuþátta svo sem kjarasamninga í kjölfar ákvörðunar kjararáðs og svo því hvaða stefna verður rekin í ríkisfjármálum þegar tekist hefur að mynda ríkisstjórn. Kostnaður fyrirtækja skiptist gróflega í þrennt: launakostnað, hráefniskostnað og fjármagnskostnað. Hlutföllin eru mismunandi eftir eðli rekstrar. Hráefniskostnað er erfitt að hafa áhrif á nema með stærðarhagkvæmni og magnkaupum. Þar standa fyrirtæki í litlu hagkerfi eins og Íslandi ekkert sérstaklega vel að vígi, auk þess sem í mörgum tilvikum bætist við flutningskostnaður vegna fjarlægðar frá stórum mörkuðum. Eftir miklar launahækkanir, hátt raungengi og háa vexti er launa- og fjármagnskostnaður í hæstu hæðum. Þetta þýðir að samkeppnishæfnin verður lítil og keppinautar sem búa við lægri launakostnað og lægri vexti standa sem þessu nemur betur að vígi. Þegar við þetta bætist að lítil mynt getur orðið sjálfstæður sveifluvaldur og gert fyrirtækjum erfitt fyrir að gera raunhæfar áætlanir, þá er erfitt að finna kosti þess að reka hér fyrirtæki sem hægt væri að reka annars staðar. Það er því ekki að ófyrirsynju að Samtök atvinnulífsins kalla eftir umræðu stjórnmála og Seðlabanka um vexti og Viðskiptaráð haldi fund um stjórn peningamála. Þetta eru úrlausnarefni sem mikilvægt er að takast á við á næstu árum. Seðlabankastjóri hefur réttilega bent á að dæmin sanna að ekki skipti máli hvort horft er á fastgengi eða verðbólgumarkmið. Illa útfærð stefna og lausatök í ríkisfjármálum munu alltaf leiða til vondrar niðurstöðu. Hitt er svo að samtal um peningamálastefnu, til dæmis um myntráð eins og Viðreisn hefur lagt til, myndi kalla á umræður um hvað þyrfti til þess að slíkt kerfi fengi staðist. Augljósa svarið við því er að ró væri á vinnumarkaði og nærtækast er að að horfa til norræna Salek-módelsins. Hitt er auðvitað öguð ríkisfjármál. Til þess að þetta náist þarf þroskaðri orðræðu en við eigum að venjast, byggða á staðreyndum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun