Kári: Dómgæslan eins og hún var fyrir 15-20 árum Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2016 15:21 Kári Garðarsson þjálfari Gróttu var gagnrýninn á dómarana eftir tapið gegn Stjörnunni í dag. Vísir/Ernir Kári Garðarsson þjálfari Gróttu var svekktur eftir að hans stúlkur biðu lægri hlut gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna í handknattleik. Grótta situr í 6.sæti deildarinnar eftir tapið. „Að sjálfsögðu er þetta sárt. Þetta var leikur þar sem við gátum tekið punkt eða jafnvel tvo punkta. Því miður féll þetta ekki fyrir okkur á lokakaflanum og þær náðu þessum eins marks sigri,“ sagði Kári þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Við förum með rosa mörg færi, klikkum á vítakasti og hraðaupphlaupum. Ég hefði viljað séð okkur nýta færin mun betur.“ Grótta byrjaði leikinn afar vel og komst í 6-2 forystu. Stjarnan kom hins vegar til baka og heimastúlkur áttu í erfiðleikum í sókninni. „Mér fannst ýmislegt ganga á á þeim tíma sem var mjög athyglisvert. Dómgæslan á þeim tímapunkti var eiginlega hlægileg. Ég á eiginlega ekki orð yfir því að það séu settir dómarar af þessu kaliberi á leik í efstu deild.“ „Þessi lið mættust í leikjum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra sem dæmi má nefna og mér fannst ýmislegt sem hallaði á okkur í dómgæslunni,“ sagði Kári, afar ósáttur með þá Sigurgeir Sigurgeirsson og Ægi Örn Sigurgeirsson sem dæmdu leikinn í dag. „Þetta jafnast kannski út en þetta fór út í tóma steypu. Dómgæslan hérna í dag er eins og hún var fyrir 15-20 árum. Það eru brot sem eiga ekki að sjást, aukaköst dæmd þegar ekkert á að dæma og svo skrefaruglið. Ég hef bara ekki séð annað eins.“ Íslandsmeistaralið Gróttu hefur byrjaði mótið illa og er einungis með þrjá sigra úr tíu leikjum. Aðeins fjögur efstu lið deildarinnar fara í úrslitakeppnina og ljóst að Grótta þarf að taka sig á þegar deildin hefst á ný eftir áramót ætli þær sér að reyna að verja titilinn sem þær hafa unnið síðustu tvö árin. „Við verðum að bíða og sjá. Það hefur verið stígandi í þessu hjá okkur undanfarið og við náð tveimur sigrum í deild og einum í bikar. Nú tekur við leikjafrí fram í janúar og við þurfum að byggja okkur upp og koma enn grimmari til baka því það er stutt í að við förum að berjast þarna uppi.“ „Við erum enn að hugsa um að forða okkur frá þessu fallsæti, það er markmið númer eitt,“ sagði Kári Garðarsson þjálfari Gróttu að lokum og bætti við að hann ætti ekki von á að styrkja liðið fyrir átökin eftir áramótin. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
Kári Garðarsson þjálfari Gróttu var svekktur eftir að hans stúlkur biðu lægri hlut gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna í handknattleik. Grótta situr í 6.sæti deildarinnar eftir tapið. „Að sjálfsögðu er þetta sárt. Þetta var leikur þar sem við gátum tekið punkt eða jafnvel tvo punkta. Því miður féll þetta ekki fyrir okkur á lokakaflanum og þær náðu þessum eins marks sigri,“ sagði Kári þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Við förum með rosa mörg færi, klikkum á vítakasti og hraðaupphlaupum. Ég hefði viljað séð okkur nýta færin mun betur.“ Grótta byrjaði leikinn afar vel og komst í 6-2 forystu. Stjarnan kom hins vegar til baka og heimastúlkur áttu í erfiðleikum í sókninni. „Mér fannst ýmislegt ganga á á þeim tíma sem var mjög athyglisvert. Dómgæslan á þeim tímapunkti var eiginlega hlægileg. Ég á eiginlega ekki orð yfir því að það séu settir dómarar af þessu kaliberi á leik í efstu deild.“ „Þessi lið mættust í leikjum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra sem dæmi má nefna og mér fannst ýmislegt sem hallaði á okkur í dómgæslunni,“ sagði Kári, afar ósáttur með þá Sigurgeir Sigurgeirsson og Ægi Örn Sigurgeirsson sem dæmdu leikinn í dag. „Þetta jafnast kannski út en þetta fór út í tóma steypu. Dómgæslan hérna í dag er eins og hún var fyrir 15-20 árum. Það eru brot sem eiga ekki að sjást, aukaköst dæmd þegar ekkert á að dæma og svo skrefaruglið. Ég hef bara ekki séð annað eins.“ Íslandsmeistaralið Gróttu hefur byrjaði mótið illa og er einungis með þrjá sigra úr tíu leikjum. Aðeins fjögur efstu lið deildarinnar fara í úrslitakeppnina og ljóst að Grótta þarf að taka sig á þegar deildin hefst á ný eftir áramót ætli þær sér að reyna að verja titilinn sem þær hafa unnið síðustu tvö árin. „Við verðum að bíða og sjá. Það hefur verið stígandi í þessu hjá okkur undanfarið og við náð tveimur sigrum í deild og einum í bikar. Nú tekur við leikjafrí fram í janúar og við þurfum að byggja okkur upp og koma enn grimmari til baka því það er stutt í að við förum að berjast þarna uppi.“ „Við erum enn að hugsa um að forða okkur frá þessu fallsæti, það er markmið númer eitt,“ sagði Kári Garðarsson þjálfari Gróttu að lokum og bætti við að hann ætti ekki von á að styrkja liðið fyrir átökin eftir áramótin.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira