Viðskipti innlent

WOW air flýgur til Brussel

Sunna Kristín Hilmarsóttir skrifar
Skúli Mogensen er forstjóri WOW air.
Skúli Mogensen er forstjóri WOW air. Vísir/Villhelm
WOW air hóf í dag sölu á flugsætum til Brussel en þann 2. júní næstkomandi mun flugfélagið hefja áætlunarflug til borgarinnar.

Í tilkynningu frá WOW kemur fram að flogið verði til Brussel fjórum sinnum í viku allan ársins hring, það er á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Brussel er höfuðborg Belgíu og jafnframt fjölmennasta borg landsins með 1,2 milljónir íbúa.

„Það er með mikilli ánægju sem við kynnum til leiks nýjan áfangastað innan Evrópu. Brussel sameinar allt það besta sem Evrópa hefur upp á að bjóða. Borgin státar af auðgugri menningararfleið og mikilli grósku í matargerð. Við munum að sjálfsögðu bjóða lægsta flugverðið til Brussel eins og til annarra okkar áfangastaða,“ er haft eftir Skúla Mogensen forstjóra og stofnanda WOW air í tilkynningu fyrirtækisins.

Með því að bæta við áætlunarflugi til Brussel verða áfangastaðir WOW 31 talsins, 23 innan Evrópu og átta í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×