Bjarni Benediktsson fær umboðið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 11:23 Guðni á blaðamannafundinum. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti á blaðamannafundi nú fyrir skömmu að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, fái umboð til stjórnarmyndunar. Bjarna verður hins vegar gert að skila forseta skýrslu um framvindu mála í næstu viku, og tekin verður ákvörðun um framhaldið í kjölfarið.Þessi kostur vænlegastur til árangurs „Niðurstaðan núna er að fela formanni Sjálfstæðisflokks umboð til myndunar ríkisstjórnar sem njóti stuðnings meirihluta á Alþingi. Sjálfstæðisflokkur er stærstur flokka á þingi með tæplega 30 prósent stuðning í nýliðnum alþingiskosningum. Ljóst er í stöðunni að þessi kostur er vænlegastur til árangurs. Það er greinilegt síðustu daga að þetta er vænlegasta leiðin til myndunar ríkisstjórnar eins og sakir standa,“ sagði Guðni á fundinum. Guðni sagði að engar skýrar línur hefðu myndast þegar hann ræddi við forystufólk flokkanna á sunnudag. Hann hafi því talað við formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Viðreisnar á mánudag, en að Bjarni hafi verið vænlegasti kosturinn, enda Sjálfstæðisflokkur stærsti flokkurinn á þingi. „Það er greinilegt síðustu daga að þetta er vænlegasta leiðin til myndunar ríkisstjórnar eins og sakir standa. Umboð til stjórnarmyndunar þarf að vera byggt á traustum grunni og líkur á að afhending þess leiði til árangurs. Umboðinu er ekki ráðstafað eins og verðlaunagrip eða ráðstafað sjálfvirkt. Við miðuðum við það við formaður Sjálfsætðisflokks, sem ræddum saman fyrir stundu, að um helgina eða í næstu viku verði komið í ljós hvernig miði og að hann gefi mér skýrslu um það og við tökum svo ákvörðun í því framhaldi um næstu skref,“ bætti hann við.Afhending umboðsins formsatriði Guðni tók fram að þrátt fyrir að hefðin sé sú að forseti afhendi stjórnarmyndunarumboð, sé það ekki lögformleg athöfn. „Stundum er þetta formsatriði. Þá hefur það gerst að leiðtogar stjórnmálaflokka hafa komið sér saman um stjórnarmyndun. Stundum er þessi afhending stjórnarmyndunarumboðs upphaf flókins ferils þar sem niðurstaða liggur ekki fyrir,“ sagði hann. Kosningar 2016 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti á blaðamannafundi nú fyrir skömmu að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, fái umboð til stjórnarmyndunar. Bjarna verður hins vegar gert að skila forseta skýrslu um framvindu mála í næstu viku, og tekin verður ákvörðun um framhaldið í kjölfarið.Þessi kostur vænlegastur til árangurs „Niðurstaðan núna er að fela formanni Sjálfstæðisflokks umboð til myndunar ríkisstjórnar sem njóti stuðnings meirihluta á Alþingi. Sjálfstæðisflokkur er stærstur flokka á þingi með tæplega 30 prósent stuðning í nýliðnum alþingiskosningum. Ljóst er í stöðunni að þessi kostur er vænlegastur til árangurs. Það er greinilegt síðustu daga að þetta er vænlegasta leiðin til myndunar ríkisstjórnar eins og sakir standa,“ sagði Guðni á fundinum. Guðni sagði að engar skýrar línur hefðu myndast þegar hann ræddi við forystufólk flokkanna á sunnudag. Hann hafi því talað við formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Viðreisnar á mánudag, en að Bjarni hafi verið vænlegasti kosturinn, enda Sjálfstæðisflokkur stærsti flokkurinn á þingi. „Það er greinilegt síðustu daga að þetta er vænlegasta leiðin til myndunar ríkisstjórnar eins og sakir standa. Umboð til stjórnarmyndunar þarf að vera byggt á traustum grunni og líkur á að afhending þess leiði til árangurs. Umboðinu er ekki ráðstafað eins og verðlaunagrip eða ráðstafað sjálfvirkt. Við miðuðum við það við formaður Sjálfsætðisflokks, sem ræddum saman fyrir stundu, að um helgina eða í næstu viku verði komið í ljós hvernig miði og að hann gefi mér skýrslu um það og við tökum svo ákvörðun í því framhaldi um næstu skref,“ bætti hann við.Afhending umboðsins formsatriði Guðni tók fram að þrátt fyrir að hefðin sé sú að forseti afhendi stjórnarmyndunarumboð, sé það ekki lögformleg athöfn. „Stundum er þetta formsatriði. Þá hefur það gerst að leiðtogar stjórnmálaflokka hafa komið sér saman um stjórnarmyndun. Stundum er þessi afhending stjórnarmyndunarumboðs upphaf flókins ferils þar sem niðurstaða liggur ekki fyrir,“ sagði hann.
Kosningar 2016 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Sjá meira