Fjögur sæti í forgjöf Þorvaldur Gylfason skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Fráfarandi stjórnarandstöðuflokkar fengu samtals 43% atkvæða í alþingiskosningunum um daginn og 43% þingsæta (27 af 63). Það er eins og vera ber. Fráfarandi stjórnarflokkar fengu samtals 40% atkvæða og 46% þingsæta (29 af 63). Það er ranglátt. Ranglætið hefst af því að halda áfram að kjósa eftir kosningalögum sem 2/3 hlutar kjósenda höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 2012. Þar lýstu 2/3 hlutar kjósenda stuðningi við nýtt stjórnarskrárákvæði um jafnt vægi atkvæða, en þeir höfðu aldrei fyrr í sögu landsins fengið færi á að svara þeirri spurningu beint og milliliðalaust. Hér er hún lifandi komin ein helzta skýringin á því hvers vegna fráfarandi ríkisstjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, vilja halda í misvægi atkvæðisréttarins og gleyma nýju stjórnarskránni. Vandinn er ekki bundinn við Framsókn eins og sumir sjálfstæðismenn og aðrir virðast halda. Þessir tveir flokkar fá nú fjögur þingsæti í forgjöf skv. gildandi kosningalögum séu dauð atkvæði Flokks fólksins, Dögunar o.fl. talin með atkvæðum andstæðinga fráfarandi stjórnarflokka. Sjálfstæðisflokkurinn fær 33% þingsætanna (21 af 63) út á 29% fylgi sem ætti að réttu lagi að skila 18 þingsætum. Framsókn fær 13% þingsætanna (8 of 63) út á 11,5% fylgi sem ætti að réttu lagi að skila sjö þingsætum. Þetta gerir fjögur sæti í forgjöf samanlagt.Tvöföld slagsíða Þeir sem hafa undirtökin á Alþingi hafa sett landinu kosningalög handa sjálfum sér. Þeir hafa tryggt sér tvöfaldan ávinning. Enn í dag er tvöfaldur munur á vægi atkvæða sunnan og norðan Hvalfjarðarganga. Við bætist að reikningsreglan sem notuð er til að útdeila þingsætum hyglar stórum flokkum á kostnað minni flokka. Þessi regla, kennd við belgíska lögfræðinginn Victor d'Hondt, hefur jafnan sveigt úthlutun þingsæta í þágu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og þannig lagzt ofan á misvægi atkvæða eftir búsetu eins og ég lýsti í bók minni Tveir heimar (2005, bls. 215-223). Skoðum tölur. Frá 1995 hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn fengið að jafnaði rösklega tvö þingsæti í forgjöf í kosningum til Alþingis. Þetta er auðvelt að reikna með því að bera saman kjörfylgi og þingstyrk þessara flokka. Þessir tveir flokkar fengu tvö sæti í forgjöf 1995, tæplega eitt sæti 1999, tæp tvö 2003 og 2007, tæpt eitt 2009 (þá var Samfylkingin næststærsti flokkurinn, ekki Framsókn), sex sæti 2013 og fjögur 2016. Forgjöfin ræðst í breytilegum hlutföllum af misvægi atkvæða, hlutdrægni úthlutunarreglunnar í þágu stórra flokka og 5% þröskuldinum, þ.e. kröfunni um 5% lágmarksfylgi á landsvísu, sem bitnar einnig á litlum flokkum. Í kosningunum 2013 fengu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn 51% atkvæða og 60% þingsæta (38 af 63). Að réttu lagi hefði 51% fylgi átt að veita þeim 51% þingsæta (32 af 63) ef við hugsum okkur að dauð atkvæði (12% af heildinni) hefðu ella verið greidd andstæðingum þessara flokka. Sem sagt: sex sæta forgjöf. Hefðu þessir flokkar treyst sér til að mynda ríkisstjórn 2013 með 32 þingmenn í sínum röðum frekar en 38? Hefði slík stjórn þraukað fram yfir Panama-hneykslið í vor leið? Hver veit? Líku máli gegnir um kosningarnar um daginn. Þar fengu Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð samtals 47% atkvæða og 51% þingsæta (32 af 63). Þessir flokkar hugleiða nú myndun meirihlutastjórnar á Alþingi með minni hluta kjósenda að baki sér.„Vægi atkvæða verði jafnt“Jafnt vægi atkvæða er eitt brýnasta hagsmunamál Íslendinga og hefur svo verið allar götur síðan Brynjólfur Pétursson lögfræðingur, einn Fjölnismanna, mælti fyrstur fyrir jöfnum atkvæðisrétti 1849. Hannes Hafstein ráðherra 1904-1909 varaði við afleiðingum ójafns atkvæðisréttar. Æ síðan hafa verið uppi háværar kröfur um nauðsyn þess að jafna atkvæðisréttinn, síðast á þjóðfundinum 2010 og í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Í ályktun þjóðfundarins 2010 segir: „Vægi atkvæða verði jafnt.“ Takið eftir: Ekki jafnara, heldur jafnt. Alþingi hefur lagfært kosningalögin smám saman, t.d. 1942 og 1959, en þó aðeins að hluta. Misvægi atkvæðisréttarins hefur kallað óheilbrigða slagsíðu yfir lögin og landsstjórnina þar eð það felur í sér frávik frá lýðræði og mylur undir þá sem sitja að völdum með fá atkvæði að baki sér, iðulega í óþökk kjósenda. Misvægið grefur undan trausti og þá um leið undan velferð fólksins í landinu.Mannréttindakrafa Krafan um jafnt vægi atkvæða er mannréttindakrafa. Erlendir kosningaeftirlitsmenn hafa mörg undangengin ár mælt með löngu tímabærum leiðréttingum á kjördæmaskipaninni með skírskotun til algildra mannréttinda. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sem sinnir m.a. kosningaeftirliti í álfunni telur af jafnréttisástæðum að misvægi atkvæða skuli ekki vera meira en 10% og alls ekki meira en 15% nema sérstaklega standi á. Þar eð nú hafa verið haldnar tvennar alþingiskosningar eftir lögum sem kjósendur höfnuðu afdráttarlaust 2012 gæti Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna þurft að láta málið til sín taka ef nýtt Alþingi lætur undir höfuð leggjast að staðfesta nýju stjórnarskrána. Þetta stafar af því að tvö af mikilvægustu ákvæðum frumvarpsins, kosningaákvæðið og ákvæðið um auðlindir í þjóðareigu, varða mannréttindi. Alþingi getur ekki verið þekkt fyrir að halda áfram að hindra framgang alþjóðlega viðurkenndra mannréttinda. Alþjóðasamfélagið lítur slík brot alvarlegri augum nú en áður.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Fráfarandi stjórnarandstöðuflokkar fengu samtals 43% atkvæða í alþingiskosningunum um daginn og 43% þingsæta (27 af 63). Það er eins og vera ber. Fráfarandi stjórnarflokkar fengu samtals 40% atkvæða og 46% þingsæta (29 af 63). Það er ranglátt. Ranglætið hefst af því að halda áfram að kjósa eftir kosningalögum sem 2/3 hlutar kjósenda höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 2012. Þar lýstu 2/3 hlutar kjósenda stuðningi við nýtt stjórnarskrárákvæði um jafnt vægi atkvæða, en þeir höfðu aldrei fyrr í sögu landsins fengið færi á að svara þeirri spurningu beint og milliliðalaust. Hér er hún lifandi komin ein helzta skýringin á því hvers vegna fráfarandi ríkisstjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, vilja halda í misvægi atkvæðisréttarins og gleyma nýju stjórnarskránni. Vandinn er ekki bundinn við Framsókn eins og sumir sjálfstæðismenn og aðrir virðast halda. Þessir tveir flokkar fá nú fjögur þingsæti í forgjöf skv. gildandi kosningalögum séu dauð atkvæði Flokks fólksins, Dögunar o.fl. talin með atkvæðum andstæðinga fráfarandi stjórnarflokka. Sjálfstæðisflokkurinn fær 33% þingsætanna (21 af 63) út á 29% fylgi sem ætti að réttu lagi að skila 18 þingsætum. Framsókn fær 13% þingsætanna (8 of 63) út á 11,5% fylgi sem ætti að réttu lagi að skila sjö þingsætum. Þetta gerir fjögur sæti í forgjöf samanlagt.Tvöföld slagsíða Þeir sem hafa undirtökin á Alþingi hafa sett landinu kosningalög handa sjálfum sér. Þeir hafa tryggt sér tvöfaldan ávinning. Enn í dag er tvöfaldur munur á vægi atkvæða sunnan og norðan Hvalfjarðarganga. Við bætist að reikningsreglan sem notuð er til að útdeila þingsætum hyglar stórum flokkum á kostnað minni flokka. Þessi regla, kennd við belgíska lögfræðinginn Victor d'Hondt, hefur jafnan sveigt úthlutun þingsæta í þágu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og þannig lagzt ofan á misvægi atkvæða eftir búsetu eins og ég lýsti í bók minni Tveir heimar (2005, bls. 215-223). Skoðum tölur. Frá 1995 hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn fengið að jafnaði rösklega tvö þingsæti í forgjöf í kosningum til Alþingis. Þetta er auðvelt að reikna með því að bera saman kjörfylgi og þingstyrk þessara flokka. Þessir tveir flokkar fengu tvö sæti í forgjöf 1995, tæplega eitt sæti 1999, tæp tvö 2003 og 2007, tæpt eitt 2009 (þá var Samfylkingin næststærsti flokkurinn, ekki Framsókn), sex sæti 2013 og fjögur 2016. Forgjöfin ræðst í breytilegum hlutföllum af misvægi atkvæða, hlutdrægni úthlutunarreglunnar í þágu stórra flokka og 5% þröskuldinum, þ.e. kröfunni um 5% lágmarksfylgi á landsvísu, sem bitnar einnig á litlum flokkum. Í kosningunum 2013 fengu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn 51% atkvæða og 60% þingsæta (38 af 63). Að réttu lagi hefði 51% fylgi átt að veita þeim 51% þingsæta (32 af 63) ef við hugsum okkur að dauð atkvæði (12% af heildinni) hefðu ella verið greidd andstæðingum þessara flokka. Sem sagt: sex sæta forgjöf. Hefðu þessir flokkar treyst sér til að mynda ríkisstjórn 2013 með 32 þingmenn í sínum röðum frekar en 38? Hefði slík stjórn þraukað fram yfir Panama-hneykslið í vor leið? Hver veit? Líku máli gegnir um kosningarnar um daginn. Þar fengu Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð samtals 47% atkvæða og 51% þingsæta (32 af 63). Þessir flokkar hugleiða nú myndun meirihlutastjórnar á Alþingi með minni hluta kjósenda að baki sér.„Vægi atkvæða verði jafnt“Jafnt vægi atkvæða er eitt brýnasta hagsmunamál Íslendinga og hefur svo verið allar götur síðan Brynjólfur Pétursson lögfræðingur, einn Fjölnismanna, mælti fyrstur fyrir jöfnum atkvæðisrétti 1849. Hannes Hafstein ráðherra 1904-1909 varaði við afleiðingum ójafns atkvæðisréttar. Æ síðan hafa verið uppi háværar kröfur um nauðsyn þess að jafna atkvæðisréttinn, síðast á þjóðfundinum 2010 og í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Í ályktun þjóðfundarins 2010 segir: „Vægi atkvæða verði jafnt.“ Takið eftir: Ekki jafnara, heldur jafnt. Alþingi hefur lagfært kosningalögin smám saman, t.d. 1942 og 1959, en þó aðeins að hluta. Misvægi atkvæðisréttarins hefur kallað óheilbrigða slagsíðu yfir lögin og landsstjórnina þar eð það felur í sér frávik frá lýðræði og mylur undir þá sem sitja að völdum með fá atkvæði að baki sér, iðulega í óþökk kjósenda. Misvægið grefur undan trausti og þá um leið undan velferð fólksins í landinu.Mannréttindakrafa Krafan um jafnt vægi atkvæða er mannréttindakrafa. Erlendir kosningaeftirlitsmenn hafa mörg undangengin ár mælt með löngu tímabærum leiðréttingum á kjördæmaskipaninni með skírskotun til algildra mannréttinda. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sem sinnir m.a. kosningaeftirliti í álfunni telur af jafnréttisástæðum að misvægi atkvæða skuli ekki vera meira en 10% og alls ekki meira en 15% nema sérstaklega standi á. Þar eð nú hafa verið haldnar tvennar alþingiskosningar eftir lögum sem kjósendur höfnuðu afdráttarlaust 2012 gæti Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna þurft að láta málið til sín taka ef nýtt Alþingi lætur undir höfuð leggjast að staðfesta nýju stjórnarskrána. Þetta stafar af því að tvö af mikilvægustu ákvæðum frumvarpsins, kosningaákvæðið og ákvæðið um auðlindir í þjóðareigu, varða mannréttindi. Alþingi getur ekki verið þekkt fyrir að halda áfram að hindra framgang alþjóðlega viðurkenndra mannréttinda. Alþjóðasamfélagið lítur slík brot alvarlegri augum nú en áður.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun