Betri sameinuð Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Eftir að Arnarhváll, húsnæði fjármálaráðuneytisins, var tekið í gegn þá minna vistarverurnar meira á nútímalega lögmannsstofu eða banka en skrifstofur ráðuneytis. Smekklegur, bjartur en ríkmannlegur bragur á húsnæðinu skapar þessi hughrif. Endurbætur á húsnæðinu voru löngu tímabærar og kannski viðeigandi fyrir mikilvægasta ráðuneytið. Ríkisfjármálin eru upphaf og endir alls því ábyrg stefna í ríkisfjármálum er grunnforsenda tilvistar velferðarkerfisins. Bjarni Benediktsson sem haldið hefur um stjórnartaumana í fjármálaráðuneytinu gæti verið að fara að skipta um starfsvettvang. Flokkur hans fékk tæp 30 prósent í alþingiskosningunum þrátt fyrir klofningsframboð. Það var rétt ákvörðun hjá forseta Íslands að afhenda Bjarna fyrstum umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Stóra spurningin er, hvernig ætlar Bjarni að sætta þau 59 prósent þjóðarinnar sem kusu ekki ríkisstjórnarflokkana? Hvernig ætlar hann að sameina þjóðina og vera leiðtogi hennar allrar en ekki bara forsætisráðherra þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn? Bjarni hefur sjálfur talað um mikilvægi þess að mynda ríkisstjórn sem hefur sterkan meirihluta. Í þessu ljósi verður ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar að teljast ósennileg þar sem einn þingmaður hefur líf hennar í hendi sér. Ef Framsókn verður tekin með inn í þetta faðmlag blasir við að forystumenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verða gagnrýndir fyrir ístöðuleysi. Í þessu ljósi er formanni Sjálfstæðisflokksins vandi á höndum. Vera kann að hann verði hreinlega að skilja Framsókn eftir í stjórnarandstöðu til að skapa nauðsynlega sátt í samfélaginu. Þá verður hann að reyna til þrautar að mynda 3-4 flokka ríkisstjórn með þátttöku Vinstri grænna. Enginn ágreiningur er um stærstu og mikilvægustu málin. Með niðurgreiðslu skulda og lækkun á vaxtabyrði ríkissjóðs skapast svigrúm til aukinna útgjalda til heilbrigðismála. Þá þarf að fjárfesta í vegakerfinu og hækka útgjöld í þeim málaflokki í 1,5-2 prósent af vergri landsframleiðslu en á undanförnum árum hefur þetta hlutfall verið 0,8 prósent eins og ástand vega landsins er til vitnis um. Atvinnuvegir eins og sjávarútvegur og ferðaþjónusta þurfa að fá að blómstra áfram og skapa verðmæti fyrir íslenskt samfélag án inngripa ríkisvaldsins. Á sama tíma þarf endurgjaldið fyrir auðlindanýtinguna að endurspegla væntingar almennings. Kjósendur hljóta að gera þá kröfu til formanns Sjálfstæðisflokksins að hann standi undir traustinu. Að hann hafi pólitískt innsæi og dómgreind til að mynda starfhæfa ríkisstjórn með breiðri skírskotun. Leiðsögn úr leiðara þessa blaðs hrekkur þá skammt enda ber formaður Sjálfstæðisflokksins væntingar tugþúsunda á herðum sér. Næst þegar Bjarni Benediktsson situr inni á bjartri og fallegri skrifstofu sinni í Arnarhváli ætti hann að skrifa eftirfarandi niður á blað: Hvernig get ég orðið forsætisráðherra þeirra 59 prósenta þjóðarinnar sem kusu ekki ríkisstjórnarflokkana tvo? Þegar hann veit svarið og það byggist á vel ígrunduðum rökum og staðreyndum, verður ástæða til enn meiri bjartsýni í íslensku samfélagi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun
Eftir að Arnarhváll, húsnæði fjármálaráðuneytisins, var tekið í gegn þá minna vistarverurnar meira á nútímalega lögmannsstofu eða banka en skrifstofur ráðuneytis. Smekklegur, bjartur en ríkmannlegur bragur á húsnæðinu skapar þessi hughrif. Endurbætur á húsnæðinu voru löngu tímabærar og kannski viðeigandi fyrir mikilvægasta ráðuneytið. Ríkisfjármálin eru upphaf og endir alls því ábyrg stefna í ríkisfjármálum er grunnforsenda tilvistar velferðarkerfisins. Bjarni Benediktsson sem haldið hefur um stjórnartaumana í fjármálaráðuneytinu gæti verið að fara að skipta um starfsvettvang. Flokkur hans fékk tæp 30 prósent í alþingiskosningunum þrátt fyrir klofningsframboð. Það var rétt ákvörðun hjá forseta Íslands að afhenda Bjarna fyrstum umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Stóra spurningin er, hvernig ætlar Bjarni að sætta þau 59 prósent þjóðarinnar sem kusu ekki ríkisstjórnarflokkana? Hvernig ætlar hann að sameina þjóðina og vera leiðtogi hennar allrar en ekki bara forsætisráðherra þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn? Bjarni hefur sjálfur talað um mikilvægi þess að mynda ríkisstjórn sem hefur sterkan meirihluta. Í þessu ljósi verður ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar að teljast ósennileg þar sem einn þingmaður hefur líf hennar í hendi sér. Ef Framsókn verður tekin með inn í þetta faðmlag blasir við að forystumenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verða gagnrýndir fyrir ístöðuleysi. Í þessu ljósi er formanni Sjálfstæðisflokksins vandi á höndum. Vera kann að hann verði hreinlega að skilja Framsókn eftir í stjórnarandstöðu til að skapa nauðsynlega sátt í samfélaginu. Þá verður hann að reyna til þrautar að mynda 3-4 flokka ríkisstjórn með þátttöku Vinstri grænna. Enginn ágreiningur er um stærstu og mikilvægustu málin. Með niðurgreiðslu skulda og lækkun á vaxtabyrði ríkissjóðs skapast svigrúm til aukinna útgjalda til heilbrigðismála. Þá þarf að fjárfesta í vegakerfinu og hækka útgjöld í þeim málaflokki í 1,5-2 prósent af vergri landsframleiðslu en á undanförnum árum hefur þetta hlutfall verið 0,8 prósent eins og ástand vega landsins er til vitnis um. Atvinnuvegir eins og sjávarútvegur og ferðaþjónusta þurfa að fá að blómstra áfram og skapa verðmæti fyrir íslenskt samfélag án inngripa ríkisvaldsins. Á sama tíma þarf endurgjaldið fyrir auðlindanýtinguna að endurspegla væntingar almennings. Kjósendur hljóta að gera þá kröfu til formanns Sjálfstæðisflokksins að hann standi undir traustinu. Að hann hafi pólitískt innsæi og dómgreind til að mynda starfhæfa ríkisstjórn með breiðri skírskotun. Leiðsögn úr leiðara þessa blaðs hrekkur þá skammt enda ber formaður Sjálfstæðisflokksins væntingar tugþúsunda á herðum sér. Næst þegar Bjarni Benediktsson situr inni á bjartri og fallegri skrifstofu sinni í Arnarhváli ætti hann að skrifa eftirfarandi niður á blað: Hvernig get ég orðið forsætisráðherra þeirra 59 prósenta þjóðarinnar sem kusu ekki ríkisstjórnarflokkana tvo? Þegar hann veit svarið og það byggist á vel ígrunduðum rökum og staðreyndum, verður ástæða til enn meiri bjartsýni í íslensku samfélagi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun