Minna um útstrikanir nú en árið 2013 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Samanburður milli kosninganna nú og 2013. grafík/guðmundur snær Kjósendur Framsóknarflokksins breyttu listum flokksins oftast í kosningunum sem fram fóru síðastliðinn laugardag. Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar gerðu fæstar breytingar. Minna var um útstrikanir og breytingar á kjörseðlum í þingkosningunum nú en í kosningunum árið 2013. „Það hefur verið spurt um útstrikanir og endurröðun í íslensku kosningarannsókninni undanfarin ár en niðurstöðurnar ekki greindar frekar,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Of fáir svarendur könnunarinnar hafa breytt röðuninni til að hægt sé að skoða niðurstöðurnar. 5.944 kjósendur, 3,32 prósent gildra atkvæða, breyttu framboðslista með því að strika yfir frambjóðanda eða endurraða frambjóðendum í þingkosningunum síðastliðinn laugardag. Í þessari samantekt er litið til allra lista framboða sem náðu manni inn á þing. Í kosningunum 2013 breyttu 6.922 röð á lista eða 4,15 prósent. Árið 2013 voru það kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem oftast breyttu röðun á lista en nú voru Framsóknarmenn mest í því. Síðast var mest um breytingar í Reykjavík norður en nú var það í Norðausturkjördæmi sem breytingablýanturinn var mest á lofti.Eva Heiða HönnudóttirEngar rannsóknir eru til um það hvort flokksbundnir einstaklingar eða aðrir eru líklegri til að strika út eða raða lista upp á nýtt. „En þetta er nokkuð borðleggjandi. Ef þú kannt illa við frambjóðandann þá strikar þú hann út,“ segir Eva Heiða. Augljóst er að átökin í Framsóknarflokknum vikurnar og mánuðina fyrir kosningar hafa haft áhrif. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Eygló Harðardóttir voru öll strikuð oft út af kjósendum flokksins. Formaður og varaformaður flokksins, þau Sigurður Ingi Jóhannsson og Lilja Alfreðsdóttir, sluppu hins vegar vel. Sé horft á lista annarra framboða var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir strikuð oftast út af kjósendum Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Athyglisvert er að bera saman útstrikanir Sjálfstæðisflokksins þá og nú. 2013 var einna oftast strikað yfir Bjarna Benediktsson en mun færri gerðu það nú. Svipaða sögu er að segja af þingmönnum flokksins þeim Ásmundi Friðrikssyni og Óla Birni Kárasyni. Óvinsældir Vilhjálms Bjarnasonar aukast hins vegar milli kosninga. „Útstrikanirnar í Sjálfstæðisflokknum nú virðast ekki beinast að ákveðinni persónu líkt og raunin er í Framsóknarflokknum,“ segir Eva Heiða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Hefur sárnað nokkuð hversu hart var gengið fram við að reyna að koma mér frá“ Sigmundur Davíð Gunnlaugssons segir ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. 2. nóvember 2016 19:05 Kjósendur óvægnir í útstrikunum á Sigmundi 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins strikuðu yfir nafn oddvitans. 1. nóvember 2016 22:19 Þessir frambjóðendur voru oftast strikaðir út Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skipa efstu þrjú sætin. 2. nóvember 2016 16:07 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira
Kjósendur Framsóknarflokksins breyttu listum flokksins oftast í kosningunum sem fram fóru síðastliðinn laugardag. Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar gerðu fæstar breytingar. Minna var um útstrikanir og breytingar á kjörseðlum í þingkosningunum nú en í kosningunum árið 2013. „Það hefur verið spurt um útstrikanir og endurröðun í íslensku kosningarannsókninni undanfarin ár en niðurstöðurnar ekki greindar frekar,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Of fáir svarendur könnunarinnar hafa breytt röðuninni til að hægt sé að skoða niðurstöðurnar. 5.944 kjósendur, 3,32 prósent gildra atkvæða, breyttu framboðslista með því að strika yfir frambjóðanda eða endurraða frambjóðendum í þingkosningunum síðastliðinn laugardag. Í þessari samantekt er litið til allra lista framboða sem náðu manni inn á þing. Í kosningunum 2013 breyttu 6.922 röð á lista eða 4,15 prósent. Árið 2013 voru það kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem oftast breyttu röðun á lista en nú voru Framsóknarmenn mest í því. Síðast var mest um breytingar í Reykjavík norður en nú var það í Norðausturkjördæmi sem breytingablýanturinn var mest á lofti.Eva Heiða HönnudóttirEngar rannsóknir eru til um það hvort flokksbundnir einstaklingar eða aðrir eru líklegri til að strika út eða raða lista upp á nýtt. „En þetta er nokkuð borðleggjandi. Ef þú kannt illa við frambjóðandann þá strikar þú hann út,“ segir Eva Heiða. Augljóst er að átökin í Framsóknarflokknum vikurnar og mánuðina fyrir kosningar hafa haft áhrif. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Eygló Harðardóttir voru öll strikuð oft út af kjósendum flokksins. Formaður og varaformaður flokksins, þau Sigurður Ingi Jóhannsson og Lilja Alfreðsdóttir, sluppu hins vegar vel. Sé horft á lista annarra framboða var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir strikuð oftast út af kjósendum Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Athyglisvert er að bera saman útstrikanir Sjálfstæðisflokksins þá og nú. 2013 var einna oftast strikað yfir Bjarna Benediktsson en mun færri gerðu það nú. Svipaða sögu er að segja af þingmönnum flokksins þeim Ásmundi Friðrikssyni og Óla Birni Kárasyni. Óvinsældir Vilhjálms Bjarnasonar aukast hins vegar milli kosninga. „Útstrikanirnar í Sjálfstæðisflokknum nú virðast ekki beinast að ákveðinni persónu líkt og raunin er í Framsóknarflokknum,“ segir Eva Heiða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Hefur sárnað nokkuð hversu hart var gengið fram við að reyna að koma mér frá“ Sigmundur Davíð Gunnlaugssons segir ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. 2. nóvember 2016 19:05 Kjósendur óvægnir í útstrikunum á Sigmundi 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins strikuðu yfir nafn oddvitans. 1. nóvember 2016 22:19 Þessir frambjóðendur voru oftast strikaðir út Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skipa efstu þrjú sætin. 2. nóvember 2016 16:07 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira
„Hefur sárnað nokkuð hversu hart var gengið fram við að reyna að koma mér frá“ Sigmundur Davíð Gunnlaugssons segir ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. 2. nóvember 2016 19:05
Kjósendur óvægnir í útstrikunum á Sigmundi 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins strikuðu yfir nafn oddvitans. 1. nóvember 2016 22:19
Þessir frambjóðendur voru oftast strikaðir út Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skipa efstu þrjú sætin. 2. nóvember 2016 16:07