Nestisbox 2.1 Ívar Halldórsson skrifar 7. nóvember 2016 10:04 Barnakosningarnar yljuðu mér um kosninga-hjartarætur í kosningasjónvarpinu um daginn. Það var frábært að sjá upplýsingaþyrsta krakka rýna í pólitíkina og mynda sér skoðun á því hverjir væru, að þeirra mati, best til þess fallnir að stýra þjóðarskútunni okkar. En betur má ef duga skal. Persónulega hefur mér fundist áhugi og skilningur komandi kynslóðar á stjórnmálum vera af skornum skammti í þjóðfélagi okkar. Meira að segja margt fólk sem komið er á eða yfir tvítugsaldurinn hefur nánast engan skilning á stefnu stjórnmálaflokkanna. Það veldur manni einnig óneitanlega áhyggjum þegar fólk á tvítugsaldri veit ekki hver forsætisráðherra, fjármálaráðherra eða forseti Íslands er. Öxlum er gjarnan yppt og áhuginn í of mörgum tilfellum nánast enginn. Áhuginn kemur auðvitað ekki með aldrinum einum og sér. Það þarf markvisst að fræða unga fólkið um mikilvægi þess að kjósa rétt - að það er ekki sama hverjir fá umboð til að taka stóru ákvarðanirnar fyrir þjóð okkar. Mér þætti skynsamlegt að sjá grunnskólana taka meiri þátt í að styrkja stoðir þjóðfélagslegrar og pólitískrar meðvitundar komandi kynslóða. Hlutverk grunnskóla er að undirbúa einstaklinga undir lífið. Lestur, reikningur, saga og líffræði eru mikilvægir múrsteinar í þekkingarvegginn. En að mínu mati þarf að styrkja þennan vegg enn betur. Skilningur ungs fólks á innlendum stjórnmálum er gífurlega mikilvægur. Um leið og það fær kosningarétt þarf þetta unga fólk að geta kosið með festu þann flokk sem það telur geta mótað besta farveginn fyrir þá þekkingu sem það hefur þegar aflað sér í undirstöðunámi. Grunnskólar þurfa að tryggja börnum okkar gott og fjölbreytt vegarnesti fyrir lífið hér á landi. Klárlega hljóta uppfærð undirstöðuatriði í íslenskum stjórnmálum að vera ómissandi í nestisboxið. Ég er viss um að þátttaka í kosningum yrði betri ef betur væri haldið á spöðunum í þessum efnum. Menntamálaráðuneytið mætti kannski halda fund um hvort tímabært sé að uppfæra nestisbox grunnskólabarna, og menntskælinga, þegar kemur að grunnþekkingu á íslenskum stjórnmálum. Þá er eitt annað sem mætti að mínu mati kenna unga fólkinu okkar í grunnskólum; en það er hvernig á að sækja um starf. Maður verður var við að þverskurður umsækjenda er lítið upplýstur um hvernig á að bera sig að í atvinnuviðtali. Illa útfylltar umsóknir eru afhendar af ungu fólki sem mætir niðurlútt inn á skrifstofu starfsmannastjóra; ógreitt í skítugum fötum og jafnvel með headphone í eyrunum í atvinnuviðtalinu sjálfu. Því miður er það orðið mun sjaldgæfara nú á dögum en áður var að sjá snyrtilegar, vel lyktandi og sjálfsöruggar ungar manneskjur sækja um störf með faglega ferilskrá í farteskinu. Unga fólkið byrjar snemma að taka þátt í atvinnulífinu. Margir ungir einstaklingar fá sér vinnu samhliða námi í grunnskóla eða menntaskóla. En það virðist þó ekki hafa fengið þann stuðning sem það í raun þyrfti til að geta fetað sín fyrstu skref með reisn inn á braut atvinnulífsins. Það er að mínu mati kominn tími til að uppfæra veganestisboxið hjá ungu kynslóðinni og búa arftaka okkar betur undir íslenskt þjóðlíf. Allir þeir sem áttu þátt í að gera barnakosningarnar að veruleika í kosningarsjónvarpinu um daginn eiga svo sannarlega hrós skilið! Þetta er vonandi forsmekkur á frekari farsæld í þessum efnum. Vonandi verður Nestisbox 2.1 kynnt til leiks fljótlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Halldór 16.11.2024 Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Halldór 16.11.2024 skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Barnakosningarnar yljuðu mér um kosninga-hjartarætur í kosningasjónvarpinu um daginn. Það var frábært að sjá upplýsingaþyrsta krakka rýna í pólitíkina og mynda sér skoðun á því hverjir væru, að þeirra mati, best til þess fallnir að stýra þjóðarskútunni okkar. En betur má ef duga skal. Persónulega hefur mér fundist áhugi og skilningur komandi kynslóðar á stjórnmálum vera af skornum skammti í þjóðfélagi okkar. Meira að segja margt fólk sem komið er á eða yfir tvítugsaldurinn hefur nánast engan skilning á stefnu stjórnmálaflokkanna. Það veldur manni einnig óneitanlega áhyggjum þegar fólk á tvítugsaldri veit ekki hver forsætisráðherra, fjármálaráðherra eða forseti Íslands er. Öxlum er gjarnan yppt og áhuginn í of mörgum tilfellum nánast enginn. Áhuginn kemur auðvitað ekki með aldrinum einum og sér. Það þarf markvisst að fræða unga fólkið um mikilvægi þess að kjósa rétt - að það er ekki sama hverjir fá umboð til að taka stóru ákvarðanirnar fyrir þjóð okkar. Mér þætti skynsamlegt að sjá grunnskólana taka meiri þátt í að styrkja stoðir þjóðfélagslegrar og pólitískrar meðvitundar komandi kynslóða. Hlutverk grunnskóla er að undirbúa einstaklinga undir lífið. Lestur, reikningur, saga og líffræði eru mikilvægir múrsteinar í þekkingarvegginn. En að mínu mati þarf að styrkja þennan vegg enn betur. Skilningur ungs fólks á innlendum stjórnmálum er gífurlega mikilvægur. Um leið og það fær kosningarétt þarf þetta unga fólk að geta kosið með festu þann flokk sem það telur geta mótað besta farveginn fyrir þá þekkingu sem það hefur þegar aflað sér í undirstöðunámi. Grunnskólar þurfa að tryggja börnum okkar gott og fjölbreytt vegarnesti fyrir lífið hér á landi. Klárlega hljóta uppfærð undirstöðuatriði í íslenskum stjórnmálum að vera ómissandi í nestisboxið. Ég er viss um að þátttaka í kosningum yrði betri ef betur væri haldið á spöðunum í þessum efnum. Menntamálaráðuneytið mætti kannski halda fund um hvort tímabært sé að uppfæra nestisbox grunnskólabarna, og menntskælinga, þegar kemur að grunnþekkingu á íslenskum stjórnmálum. Þá er eitt annað sem mætti að mínu mati kenna unga fólkinu okkar í grunnskólum; en það er hvernig á að sækja um starf. Maður verður var við að þverskurður umsækjenda er lítið upplýstur um hvernig á að bera sig að í atvinnuviðtali. Illa útfylltar umsóknir eru afhendar af ungu fólki sem mætir niðurlútt inn á skrifstofu starfsmannastjóra; ógreitt í skítugum fötum og jafnvel með headphone í eyrunum í atvinnuviðtalinu sjálfu. Því miður er það orðið mun sjaldgæfara nú á dögum en áður var að sjá snyrtilegar, vel lyktandi og sjálfsöruggar ungar manneskjur sækja um störf með faglega ferilskrá í farteskinu. Unga fólkið byrjar snemma að taka þátt í atvinnulífinu. Margir ungir einstaklingar fá sér vinnu samhliða námi í grunnskóla eða menntaskóla. En það virðist þó ekki hafa fengið þann stuðning sem það í raun þyrfti til að geta fetað sín fyrstu skref með reisn inn á braut atvinnulífsins. Það er að mínu mati kominn tími til að uppfæra veganestisboxið hjá ungu kynslóðinni og búa arftaka okkar betur undir íslenskt þjóðlíf. Allir þeir sem áttu þátt í að gera barnakosningarnar að veruleika í kosningarsjónvarpinu um daginn eiga svo sannarlega hrós skilið! Þetta er vonandi forsmekkur á frekari farsæld í þessum efnum. Vonandi verður Nestisbox 2.1 kynnt til leiks fljótlega.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun