Hjörvar vill að Viðar Örn fái tækifærið á móti Króötum | Möguleikarnir í stöðunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2016 19:09 Menn velta því fyrir sér hvort Viðar Örn Kjartansson fái loksins tækifæri í framlínu íslenska landsliðsins í fótbolta þegar liðið mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 um næstu helgi. Mikill forföll eru meðal framlínumanna íslenska liðsins en hvorki Kolbeinn Sigþórsson eða Alfreð Finnbogason geta tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og þá varð Björn Bergmann Sigurðarson einnig að draga sig út úr íslenska hópnum. Viðar Örn Kjartansson ætti að vera næstur í röðinni en þessi leikmaður Maccabi Tel Aviv í Ísrael hefur þurft að verja varamannabekkinn hjá íslenska landsliðinu í undankeppninni til þessa. „Kolbeinn Sigþórsson hefur ekkert verið með í þessari undankeppni og nú er liðið án Alfreðs Finnbogasonar sem hefur skorað í fyrstu þremur leikjunum í þessari undankeppni. Eðlilegast væri að Viðar myndi byrja,“ sagði Hjörvar Hafliðason, knattspyrnuspekingur 365 miðla aðspurður um framherjastöðu íslenska landsliðsins í sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Öll varnarlínan okkar virðist vera heil og miðjan sömuleiðis. Það væri því eðlilegast að Viðar kæmi inn fyrir Alfreð,“ sagði Hjörvar. „Það er kominn tími til að Viðar fái tækifærið en það eru líka til aðrar útfærslur á þessu. Það er hægt að setja Jóhann Berg Guðmundsson fram og þá færi Theódór Elmar Bjarnason út á hægri væng. Theódór Elmar hefur verið fyrsti maður af bekk hjá Heimi,“ sagði Hjörvar. „Menn hafa sömuleiðis rætt það að færa Gylfa Þór Sigurðsson fram i og setja Birki Bjarnason inn á miðjuna með Aroni Einari Gunnarssyni. Annaðhvort Theódór Elmar Bjarnason eða Arnór Ingvi Traustson yrðu þá úti vinstra megin,“ sagði Hjörvar. „Það myndi líklega veikja liðið ef Gylfi færi fram því hann var mjög góður í síðustu landsleikjum og þá sérstaklega í leiknum á móti Finnum,“ sagði Hjörvar. „Við erum alltaf að tala um hver eigi að vera frammi með Jóni Daða Böðvarssyni. Við megum ekki gleyma því að Jóni Daða hefur gengið afleitlega að skora að undanförnu. Ég man varla eftir því hvenær hann skoraði síðast með Úlfunum. Hann byrjar en við þurfum að hafa markaskorara frammi með honum og ég held að vinur hans frá Selfossi væri kjörinn í það. Það væri gaman að sjá Viðar fá tækifærið,“ sagði Hjörvar. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Menn velta því fyrir sér hvort Viðar Örn Kjartansson fái loksins tækifæri í framlínu íslenska landsliðsins í fótbolta þegar liðið mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 um næstu helgi. Mikill forföll eru meðal framlínumanna íslenska liðsins en hvorki Kolbeinn Sigþórsson eða Alfreð Finnbogason geta tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og þá varð Björn Bergmann Sigurðarson einnig að draga sig út úr íslenska hópnum. Viðar Örn Kjartansson ætti að vera næstur í röðinni en þessi leikmaður Maccabi Tel Aviv í Ísrael hefur þurft að verja varamannabekkinn hjá íslenska landsliðinu í undankeppninni til þessa. „Kolbeinn Sigþórsson hefur ekkert verið með í þessari undankeppni og nú er liðið án Alfreðs Finnbogasonar sem hefur skorað í fyrstu þremur leikjunum í þessari undankeppni. Eðlilegast væri að Viðar myndi byrja,“ sagði Hjörvar Hafliðason, knattspyrnuspekingur 365 miðla aðspurður um framherjastöðu íslenska landsliðsins í sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Öll varnarlínan okkar virðist vera heil og miðjan sömuleiðis. Það væri því eðlilegast að Viðar kæmi inn fyrir Alfreð,“ sagði Hjörvar. „Það er kominn tími til að Viðar fái tækifærið en það eru líka til aðrar útfærslur á þessu. Það er hægt að setja Jóhann Berg Guðmundsson fram og þá færi Theódór Elmar Bjarnason út á hægri væng. Theódór Elmar hefur verið fyrsti maður af bekk hjá Heimi,“ sagði Hjörvar. „Menn hafa sömuleiðis rætt það að færa Gylfa Þór Sigurðsson fram i og setja Birki Bjarnason inn á miðjuna með Aroni Einari Gunnarssyni. Annaðhvort Theódór Elmar Bjarnason eða Arnór Ingvi Traustson yrðu þá úti vinstra megin,“ sagði Hjörvar. „Það myndi líklega veikja liðið ef Gylfi færi fram því hann var mjög góður í síðustu landsleikjum og þá sérstaklega í leiknum á móti Finnum,“ sagði Hjörvar. „Við erum alltaf að tala um hver eigi að vera frammi með Jóni Daða Böðvarssyni. Við megum ekki gleyma því að Jóni Daða hefur gengið afleitlega að skora að undanförnu. Ég man varla eftir því hvenær hann skoraði síðast með Úlfunum. Hann byrjar en við þurfum að hafa markaskorara frammi með honum og ég held að vinur hans frá Selfossi væri kjörinn í það. Það væri gaman að sjá Viðar fá tækifærið,“ sagði Hjörvar. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira