Segja samkynhneigða íþróttamenn standa sig betur ef þeir koma út úr skápnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2016 09:00 Menn hafa spilað með regnbogareimar í ensku úrvalsdeildinni til stuðnings samkynhneigðum en enginn leikmaður í deildinni er kominn út úr skápnum. vísir/getty Þrír breskir samkynhneigðir íþróttamenn, fyrrverandi og núverandi, töluðu um samkynhneigð íþróttum á sérstökum fundi á breska þinginu á dögunum en allir voru þeir sammála um að búa þarf til umhverfi þar sem íþróttamönnum líður betur með að koma út úr skápnum. Það mun, að þeirra sögn, gera íþróttamennina betri. Sprettgöngumaðurinn og Ólympíufarinn Tom Bosworth, fyrrverandi NBA-leikmaðurinn John Amaechi og enska landsliðskonan Lianne Sanderson voru þau sem ræddu við bresku þingmennina. Amaechi sagði eitrað andrúmsloft vera í íþróttaheminum og hvatti þingmennina til að þyngja refsingar þegar kemur að mismunun vegna kynhneigðar í íþróttaheiminum.Trúa ekki á stuðning Amaechi, sem spilaði með Orlando Magic og Utah Jazz á sínum ferli. sagðist hafa verið í sambandi við samkynhneigða fótboltamenn sem þora ekki að vera þeir sjálfir. „Fótboltinn hefur peningana og úrræðin til að gera það sem hann vill en viljandi er ekkert gert. Ég hef talað við leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sem trúa því ekki að félagið þeirra myndi styðja þá ef þeir koma út úr skápnum,“ sagði Amaechi. Göngugarpurinn Bosworth bætti við að ef íþróttamaður er samkynhneigður og þorir ekki að koma út úr skápnum getur hann aldrei fullnýtt hæfileika sína.Fótboltinn mikilvægastur „Ef íþróttamaður er bara að nota eitt prósent minna af orku sinni til að passa sig á að vera ekki sá sem hann er getur það verið munurinn á milli þess að vear góður og frábær,“ sagði Boswort. Hann tók undir með Amaechi er varðar fótboltann. Bosworth segir hann svo stóran að hann verði að leiða þessa baráttu. „Fótboltinn er íþróttin sem ber mest á. Ef hlutirnir breytast það þá breytist allt,“ sagði Bosworth. Enska landsliðskonana Lianne Sanderson, sem er samkynhneigð eins og Bosworth og Amaechi, tók undir orð karlanna um fótboltann. Hún sagði að ef einn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni kæmi út úr skápnum myndu fleiri fylgja í kjölfarið. Íslenski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Þrír breskir samkynhneigðir íþróttamenn, fyrrverandi og núverandi, töluðu um samkynhneigð íþróttum á sérstökum fundi á breska þinginu á dögunum en allir voru þeir sammála um að búa þarf til umhverfi þar sem íþróttamönnum líður betur með að koma út úr skápnum. Það mun, að þeirra sögn, gera íþróttamennina betri. Sprettgöngumaðurinn og Ólympíufarinn Tom Bosworth, fyrrverandi NBA-leikmaðurinn John Amaechi og enska landsliðskonan Lianne Sanderson voru þau sem ræddu við bresku þingmennina. Amaechi sagði eitrað andrúmsloft vera í íþróttaheminum og hvatti þingmennina til að þyngja refsingar þegar kemur að mismunun vegna kynhneigðar í íþróttaheiminum.Trúa ekki á stuðning Amaechi, sem spilaði með Orlando Magic og Utah Jazz á sínum ferli. sagðist hafa verið í sambandi við samkynhneigða fótboltamenn sem þora ekki að vera þeir sjálfir. „Fótboltinn hefur peningana og úrræðin til að gera það sem hann vill en viljandi er ekkert gert. Ég hef talað við leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sem trúa því ekki að félagið þeirra myndi styðja þá ef þeir koma út úr skápnum,“ sagði Amaechi. Göngugarpurinn Bosworth bætti við að ef íþróttamaður er samkynhneigður og þorir ekki að koma út úr skápnum getur hann aldrei fullnýtt hæfileika sína.Fótboltinn mikilvægastur „Ef íþróttamaður er bara að nota eitt prósent minna af orku sinni til að passa sig á að vera ekki sá sem hann er getur það verið munurinn á milli þess að vear góður og frábær,“ sagði Boswort. Hann tók undir með Amaechi er varðar fótboltann. Bosworth segir hann svo stóran að hann verði að leiða þessa baráttu. „Fótboltinn er íþróttin sem ber mest á. Ef hlutirnir breytast það þá breytist allt,“ sagði Bosworth. Enska landsliðskonana Lianne Sanderson, sem er samkynhneigð eins og Bosworth og Amaechi, tók undir orð karlanna um fótboltann. Hún sagði að ef einn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni kæmi út úr skápnum myndu fleiri fylgja í kjölfarið.
Íslenski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira