Steingrímur J.: Alger þvættingur að fyrir liggi samkomulag VG og Sjálfstæðisflokks Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2016 22:27 Steingrímur J. segir þetta rangt, uppspuna frá rótum og lygi. visir/eyþór/stefán „Mér virðist að heimild fyrir þessari frétt sé nafnlaus slúðurvefur. Þetta er einfaldlega rangt, uppspuni og lygi frá rótum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, oddviti VG í Norðausturkjördæmi. Steingrímur er að tala um fullyrðingar Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar, þess efnis að fyrir lægi einhvers konar samkomulag milli VG og Sjálfstæðisflokks um myndun ríkisstjórnar að loknum kosningum. Vísir greindi frá þessu nú fyrr í kvöld, reyndi að ná tali af Steingrími þá til að bera þetta undir hann en hafði ekki erindi sem erfiði – stanslaust var á tali hjá Steingrími, enda hann í önnum: Níu dagar til kosninga. „Á þessum ágæta fundi í Grímsey, þar sem stór hluti fullorðinna íbúa sem staddur var í eyjunni mætti, voru engin orð viðhöfð af minni hálfu um ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Ég talaði á nákvæmlega sömu nótum um stöðuna í stjórnmálunum að þessu leyti eins og formaður okkar Katrín Jakobsdóttir og við öll höfum gert. Það sem við viljum er að mynda vinstri stjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur,“ segir Steingrímur sem furðar sig mjög á því að staðhæfingar sem þessar séu settar fram. Í Facebook-pistli Benedikts, þar sem hann segir þetta samkomulag VG og Sjálfstæðisflokks fyrirliggjandi er tengt í frásögn af vefmiðlinum Vegginn sem lætur sig kosningarnar miklu varða, en þar eru skrif nafnlaus. „Já, mér finnst umhugsunarefni að formenn stjórnmálasamtaka, sem væntanlega ætlast til þess að þeir séu teknir alvarlega, eins og Benedikt Jóhannesson, hlaupi upp með þvætting af þessu tagi. Þegar frumheimildin er jafn augljóslega ómarktæk eins og hér ber raun vitni.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Benedikt Jóhannesson segir Steingrím J. Sigfússon hafa haldið þessu fram í Grímsey. 20. október 2016 21:38 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Mér virðist að heimild fyrir þessari frétt sé nafnlaus slúðurvefur. Þetta er einfaldlega rangt, uppspuni og lygi frá rótum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, oddviti VG í Norðausturkjördæmi. Steingrímur er að tala um fullyrðingar Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar, þess efnis að fyrir lægi einhvers konar samkomulag milli VG og Sjálfstæðisflokks um myndun ríkisstjórnar að loknum kosningum. Vísir greindi frá þessu nú fyrr í kvöld, reyndi að ná tali af Steingrími þá til að bera þetta undir hann en hafði ekki erindi sem erfiði – stanslaust var á tali hjá Steingrími, enda hann í önnum: Níu dagar til kosninga. „Á þessum ágæta fundi í Grímsey, þar sem stór hluti fullorðinna íbúa sem staddur var í eyjunni mætti, voru engin orð viðhöfð af minni hálfu um ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Ég talaði á nákvæmlega sömu nótum um stöðuna í stjórnmálunum að þessu leyti eins og formaður okkar Katrín Jakobsdóttir og við öll höfum gert. Það sem við viljum er að mynda vinstri stjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur,“ segir Steingrímur sem furðar sig mjög á því að staðhæfingar sem þessar séu settar fram. Í Facebook-pistli Benedikts, þar sem hann segir þetta samkomulag VG og Sjálfstæðisflokks fyrirliggjandi er tengt í frásögn af vefmiðlinum Vegginn sem lætur sig kosningarnar miklu varða, en þar eru skrif nafnlaus. „Já, mér finnst umhugsunarefni að formenn stjórnmálasamtaka, sem væntanlega ætlast til þess að þeir séu teknir alvarlega, eins og Benedikt Jóhannesson, hlaupi upp með þvætting af þessu tagi. Þegar frumheimildin er jafn augljóslega ómarktæk eins og hér ber raun vitni.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Benedikt Jóhannesson segir Steingrím J. Sigfússon hafa haldið þessu fram í Grímsey. 20. október 2016 21:38 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Benedikt Jóhannesson segir Steingrím J. Sigfússon hafa haldið þessu fram í Grímsey. 20. október 2016 21:38