Hér varð náttúrlega hrun Þórlindur Kjartansson skrifar 21. október 2016 00:00 Sumarið 2004 var ég svo heppinn vera boðið á ráðstefnu í borginni Zadar í Króatíu. Ráðstefnuna sótti ungt fólk af miðju- og hægrivæng stjórnmálanna frá ýmsum löndum Evrópu. Eins og nærri má geta var ráðstefnuhaldið sjálft fremur tíðindasnautt. Tilgangurinn var fyrst og fremst að gefa fólki tækifæri til þess að kynnast, tala saman og læra hvert af öðru. Raunverulegur árangur í þeim efnum næst vitaskuld ekki í ráðstefnusalnum í dagsbirtu heldur yfir mat, drykk og gleðskap þegar kvölda tekur. Íslendingar hafa á svona ráðstefnum orð á sér fyrir að standa flestum öðrum þjóðum framar í næturgleðinni og eru jafnan meðal vinsælustu spjall- og drykkjufélaga. Á þessari ráðstefnu varð undantekning á því. Króatísku gestgjafarnir og sendinefndin frá Serbíu voru nefnilega rúmlega jafnokar Íslendinganna. Þetta voru mestallt ungir menn. Af þeim geislaði hreysti, lífskraftur og karlmennska. Þeir vöktu lengst, drukku mest, hlógu hæst og voru líflegastir og skemmtilegastir af öllum. Ekki nóg með yfirburði þeirra að næturlagi heldur voru þeir líka mættir fyrstir manna í morgunmat alla daga og í ofanálag skínandi úthvíldir og ferskir eins og þeir væru að leika í Cheerios auglýsingu. Á meðan við hin drauguðumst með herkjum, verkjum og harmkvælum fram úr rúminu voru þeir tilbúnir í hvað sem er. Einn daginn var farið með fyrra fallinu í skoðunarferð. Rútuferðin var frekar erfið fyrir flesta ráðstefnugesti, sem vögguðu fram og til baka í sætum sínum í fullkominni sjálfsvorkunn. Ekki hjálpaði að Serbarnir og Króatarnir virtust algjörlega ónæmir fyrir þessum þjáningum. Þeir héldu áfram að hlæja hátt og syngja dátt á meðan flest okkar hinna börðumst við afleiðingar gærkvöldsins; veltiveik, þunn og þunglynd brunandi eftir holóttum og hlykkjóttum króatískum sveitavegum.Stutt frá heimsins vígaslóð Þegar við loksins stoppuðum var okkur hleypt út á lítið engi. Þar var okkur sagt að skoða nokkrar sundurskotnar byggingar, en níu árum fyrr lauk hörmulegu stríði milli Serba og Króata. Ferska loftið var kærkomið og ekki síður tækifærið til þess að rölta smá spöl frá hinum æpandi hressleika heimamanna. Þrátt fyrir heilsuleysið var ekki laust við að maður yrði snortinn af því að sjá það sem við blasti. Rústir húsanna voru alsettar litlum götum eftir byssukúlur og stórum götum eftir fallbyssuskot. Eyðileggingarmáttur stríðsins var áþreifanlegur, en samt einhvern veginn ótrúlega fjarlægur á þessum friðsæla sumardegi. Eftir að hafa rölt svolitla stund snéri ég aftur í átt að rútunni—aðeins tilbúnari til þess að takast á við daginn. Þá blasti við mér óvænt sjón. Allir ungu mennirnir frá Króatíu og Serbíu—þessar táknmyndir óheflaðrar karlmennsku og lífsþróttar—stóðu saman í hring eins og amerískt íþróttalið. Þeir höfðu vafið höndunum um axlir hver annars og stóðu eins þétt og þeir gátu. Þegar þeir losuðu takið á félögum sínum og snéru sér út úr hringnum og aftur inn í veröldina blöstu við tárvot og grátbólgin andlit. Á meðan ég hafði farið og skoðað hinar framandi og áhugaverðu menjar um löngu liðið stríð höfðu þessir ungu menn staðið saman og grátið yfir vinum, bræðrum, systrum og foreldrum sem höfðu barist, særst, fallið og drepið í stríðinu sem hafði mótað alla þeirra barnæsku. Þegar við komum aftur í rútuna var stemningin öðruvísi—í smá stund. Eftir nokkrar mínútur voru þeir allir farnir að tala, hlæja og syngja, eins og ekkert hefði í skorist. Við hin vorum líklega að einhverju leyti hætt að vorkenna sjálfum okkur og höfðum öðlast aðeins meiri skilning á því hvaða afleiðingar það hefur þegar samfélög hrynja raunverulega.Hrun og spilling Nú styttist í kosningar á Íslandi. Sumir flokkarnir leggja mikla áherslu á að þörf sé á algjörri uppstokkun á íslensku samfélagi. Hér varð nefnilega hrun er sagt—hér er spilling, misskipting og margvíslegt óréttlæti. En það sem við köllum hrun á Íslandi var auðvitað ekkert í líkingu við stríðsátök, hungursneyðir eða aðrar slíkar hörmungar. Það var nógu slæmt samt. Þótt það sé kannski full mikið að tala um allsherjarhrun; þá má með sanni segja að þjóðin hafi hlaupið svo hratt, að hún hrasaði og datt. Líklega situr fastast í okkur að sjálfsmyndin okkar hrundi; bæði margra einstaklinga og þjóðarsálarinnar. Mörgum finnst að þeir hafi verið hafðir að fífli og sumir (þar á meðal undirritaður) skammast sín fyrir að hafa bláeygir tekið þátt í—og leyft sér að trúa á—fjármálatöfrana sem áttu að gera stóran hluta þjóðarinnar að stóreignafólki. En nánari athugun leiðir þó í ljós að Íslendingar upplifðu það sama og aðrar þjóðir í kringum okkur. Það sem skildi okkur frá flestum var annars vegar að hér sárvantaði reynslu af alþjóðlegum bankaviðskiptum; og hins vegar að í krafti eigin gjaldmiðils tókst okkur að soga gríðarlegt magn peninga til landsins sem einhvern veginn þurftu að standa undir séríslensku vaxtastigi. Flest annað við bankahrunið á Íslandi er kunnugleg saga sem er þekkt víða um heim. En þetta hrun sjálfsmyndarinnar er álíka heimóttarlegt og drambið sem fylgdi vexti bankanna. Það er nefnilega alls ekki hægt að slá því föstu að Ísland sé fátækara heldur en það hefði verið ef bólan hefði aldrei þanist út og sprungið. Fiskurinn í sjónum yfirgaf okkur ekki og útlendingum er skítsama um hrunið. Ísland hefur aldrei verið vinsælla og líklega hefur orðið til umtalsverð gagnleg þekking á alþjóðlegum viðskiptum sem getur hjálpað til við verðmætasköpun í traustari rekstri.Ófullkomið en ekki alslæmt Bankahrunið og sú spilling sem er til staðar á Íslandi eru hvorki vísbendingar um að regluverk samfélagsins sé ónýtt eða að Íslendingar séu verri en annað fólk. Hvort tveggja er einfaldlega til marks um að Íslendingar eru ófullkomið fólk eins og allir jarðarbúar. Heitstrengingar sumra flokka fyrir kosningarnar eru því undarlegar. Þeir stjórnmálamenn sem lofa allsherjar kerfisbyltingum, uppstokkun á stjórnkerfi og réttarkerfinu, eru að leika sér að eldinum. Það að umturna Íslandi til að lagfæra þau viðráðanlegu vandamál sem við búum við er eins og að fara með sleggju um heimili sitt til þess að ráða niðurlögum músar. Vonandi munu þeir sem hljóta til þess umboð eftir næstu kosningar bera gæfu til þess að beina kröftum sínum og völdum til þess að gera skynsamlegar lagfæringar á samfélaginu í stað óþarfrar og glæfralegrar uppstokkunar. Þótt Ísland sé alls ekki fullkomið—þá er það langt frá því að vera alslæmt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Sumarið 2004 var ég svo heppinn vera boðið á ráðstefnu í borginni Zadar í Króatíu. Ráðstefnuna sótti ungt fólk af miðju- og hægrivæng stjórnmálanna frá ýmsum löndum Evrópu. Eins og nærri má geta var ráðstefnuhaldið sjálft fremur tíðindasnautt. Tilgangurinn var fyrst og fremst að gefa fólki tækifæri til þess að kynnast, tala saman og læra hvert af öðru. Raunverulegur árangur í þeim efnum næst vitaskuld ekki í ráðstefnusalnum í dagsbirtu heldur yfir mat, drykk og gleðskap þegar kvölda tekur. Íslendingar hafa á svona ráðstefnum orð á sér fyrir að standa flestum öðrum þjóðum framar í næturgleðinni og eru jafnan meðal vinsælustu spjall- og drykkjufélaga. Á þessari ráðstefnu varð undantekning á því. Króatísku gestgjafarnir og sendinefndin frá Serbíu voru nefnilega rúmlega jafnokar Íslendinganna. Þetta voru mestallt ungir menn. Af þeim geislaði hreysti, lífskraftur og karlmennska. Þeir vöktu lengst, drukku mest, hlógu hæst og voru líflegastir og skemmtilegastir af öllum. Ekki nóg með yfirburði þeirra að næturlagi heldur voru þeir líka mættir fyrstir manna í morgunmat alla daga og í ofanálag skínandi úthvíldir og ferskir eins og þeir væru að leika í Cheerios auglýsingu. Á meðan við hin drauguðumst með herkjum, verkjum og harmkvælum fram úr rúminu voru þeir tilbúnir í hvað sem er. Einn daginn var farið með fyrra fallinu í skoðunarferð. Rútuferðin var frekar erfið fyrir flesta ráðstefnugesti, sem vögguðu fram og til baka í sætum sínum í fullkominni sjálfsvorkunn. Ekki hjálpaði að Serbarnir og Króatarnir virtust algjörlega ónæmir fyrir þessum þjáningum. Þeir héldu áfram að hlæja hátt og syngja dátt á meðan flest okkar hinna börðumst við afleiðingar gærkvöldsins; veltiveik, þunn og þunglynd brunandi eftir holóttum og hlykkjóttum króatískum sveitavegum.Stutt frá heimsins vígaslóð Þegar við loksins stoppuðum var okkur hleypt út á lítið engi. Þar var okkur sagt að skoða nokkrar sundurskotnar byggingar, en níu árum fyrr lauk hörmulegu stríði milli Serba og Króata. Ferska loftið var kærkomið og ekki síður tækifærið til þess að rölta smá spöl frá hinum æpandi hressleika heimamanna. Þrátt fyrir heilsuleysið var ekki laust við að maður yrði snortinn af því að sjá það sem við blasti. Rústir húsanna voru alsettar litlum götum eftir byssukúlur og stórum götum eftir fallbyssuskot. Eyðileggingarmáttur stríðsins var áþreifanlegur, en samt einhvern veginn ótrúlega fjarlægur á þessum friðsæla sumardegi. Eftir að hafa rölt svolitla stund snéri ég aftur í átt að rútunni—aðeins tilbúnari til þess að takast á við daginn. Þá blasti við mér óvænt sjón. Allir ungu mennirnir frá Króatíu og Serbíu—þessar táknmyndir óheflaðrar karlmennsku og lífsþróttar—stóðu saman í hring eins og amerískt íþróttalið. Þeir höfðu vafið höndunum um axlir hver annars og stóðu eins þétt og þeir gátu. Þegar þeir losuðu takið á félögum sínum og snéru sér út úr hringnum og aftur inn í veröldina blöstu við tárvot og grátbólgin andlit. Á meðan ég hafði farið og skoðað hinar framandi og áhugaverðu menjar um löngu liðið stríð höfðu þessir ungu menn staðið saman og grátið yfir vinum, bræðrum, systrum og foreldrum sem höfðu barist, særst, fallið og drepið í stríðinu sem hafði mótað alla þeirra barnæsku. Þegar við komum aftur í rútuna var stemningin öðruvísi—í smá stund. Eftir nokkrar mínútur voru þeir allir farnir að tala, hlæja og syngja, eins og ekkert hefði í skorist. Við hin vorum líklega að einhverju leyti hætt að vorkenna sjálfum okkur og höfðum öðlast aðeins meiri skilning á því hvaða afleiðingar það hefur þegar samfélög hrynja raunverulega.Hrun og spilling Nú styttist í kosningar á Íslandi. Sumir flokkarnir leggja mikla áherslu á að þörf sé á algjörri uppstokkun á íslensku samfélagi. Hér varð nefnilega hrun er sagt—hér er spilling, misskipting og margvíslegt óréttlæti. En það sem við köllum hrun á Íslandi var auðvitað ekkert í líkingu við stríðsátök, hungursneyðir eða aðrar slíkar hörmungar. Það var nógu slæmt samt. Þótt það sé kannski full mikið að tala um allsherjarhrun; þá má með sanni segja að þjóðin hafi hlaupið svo hratt, að hún hrasaði og datt. Líklega situr fastast í okkur að sjálfsmyndin okkar hrundi; bæði margra einstaklinga og þjóðarsálarinnar. Mörgum finnst að þeir hafi verið hafðir að fífli og sumir (þar á meðal undirritaður) skammast sín fyrir að hafa bláeygir tekið þátt í—og leyft sér að trúa á—fjármálatöfrana sem áttu að gera stóran hluta þjóðarinnar að stóreignafólki. En nánari athugun leiðir þó í ljós að Íslendingar upplifðu það sama og aðrar þjóðir í kringum okkur. Það sem skildi okkur frá flestum var annars vegar að hér sárvantaði reynslu af alþjóðlegum bankaviðskiptum; og hins vegar að í krafti eigin gjaldmiðils tókst okkur að soga gríðarlegt magn peninga til landsins sem einhvern veginn þurftu að standa undir séríslensku vaxtastigi. Flest annað við bankahrunið á Íslandi er kunnugleg saga sem er þekkt víða um heim. En þetta hrun sjálfsmyndarinnar er álíka heimóttarlegt og drambið sem fylgdi vexti bankanna. Það er nefnilega alls ekki hægt að slá því föstu að Ísland sé fátækara heldur en það hefði verið ef bólan hefði aldrei þanist út og sprungið. Fiskurinn í sjónum yfirgaf okkur ekki og útlendingum er skítsama um hrunið. Ísland hefur aldrei verið vinsælla og líklega hefur orðið til umtalsverð gagnleg þekking á alþjóðlegum viðskiptum sem getur hjálpað til við verðmætasköpun í traustari rekstri.Ófullkomið en ekki alslæmt Bankahrunið og sú spilling sem er til staðar á Íslandi eru hvorki vísbendingar um að regluverk samfélagsins sé ónýtt eða að Íslendingar séu verri en annað fólk. Hvort tveggja er einfaldlega til marks um að Íslendingar eru ófullkomið fólk eins og allir jarðarbúar. Heitstrengingar sumra flokka fyrir kosningarnar eru því undarlegar. Þeir stjórnmálamenn sem lofa allsherjar kerfisbyltingum, uppstokkun á stjórnkerfi og réttarkerfinu, eru að leika sér að eldinum. Það að umturna Íslandi til að lagfæra þau viðráðanlegu vandamál sem við búum við er eins og að fara með sleggju um heimili sitt til þess að ráða niðurlögum músar. Vonandi munu þeir sem hljóta til þess umboð eftir næstu kosningar bera gæfu til þess að beina kröftum sínum og völdum til þess að gera skynsamlegar lagfæringar á samfélaginu í stað óþarfrar og glæfralegrar uppstokkunar. Þótt Ísland sé alls ekki fullkomið—þá er það langt frá því að vera alslæmt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun