Fitusmánun eftir fegurðarsamkeppni Tara Margrét Vilhjálmsdóttir skrifar 28. október 2016 14:49 Pistilinn að neðan birti Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi MA og stjórnarmeðlimur í Samtökum um líkamsvirðingu, á Fésbókarsíðu Örnu Ýrar Jónsdóttur. Pistillinn var fjarlægður af síðu hennar en Tara Margrét birti hann á eigin síðu og er hann nú birtur í heild sinni á Vísi. Djöfull fannst mér þú töff þegar þú sagðir eiganda keppnarinnar að fara til fjandans og lést ekki bjóða þér þessa vitleysu. Það er afskaplega leiðinlegt að þú hafir lent í svona líkamssmánun og miðað við snöppin þín virðist það hafa haft valdið þér vanlíðan. Ég þekki það vel rétt eins og svo margir aðrir, að verða fyrir líkamssmánun sökkar! Í kjölfarið tók heimurinn við sér og þú hefur verið á allra vörum. Þú ert í viðtölum út um allt og fólk fær ekki nóg af þér. En það er eitt sem er mjög áberandi og þú hefur verið gagnrýnd fyrir það á samfélagsmiðlum. Það er að í staðinn fyrir að höndla þessa athygli með virðingu að þá detturðu í það að fitusmána og viðhalda staðalímyndum um feitt fólk. Þú nýtir stöðugt tækifærið til að minna okkur á að þú sért svo sannarlega ekki feit því að það væri væntanlega ljótt og ógeðslegt. Þú setur þig í afkáralegar stellingar fyrir myndatökur til að virka feit og setur upp ömurðarsvip, því að það er náttúrulega fátt ömurlegra í heiminum en að vera feitur. Umræðan í kringum þig er slík að þú sért alls ekki feit, þú sért svo falleg og heilbrigð. Eins og þetta séu andstæður og að það sé ómögulegt fyrir konur að vera feitar, fallegar og heilbrigðar á sama tíma. Svo er það að sjálfsögðu tal þitt um að líkami þinn sé fullkominn í þínu heimalandi. Líkami sem lítill minnihluti íslenskra kvenna hefur eða getur öðlast. Þetta er farið að virka á mig sem svo að þú haldir úti herferð fitusmánunar. Eins og þú hefðir getað notað tækifærið til að upphefja og valdefla konur af öllum stærðum og gerðum, að þá bara varðstu að detta í þessa gildru. Og það þrátt fyrir að þú hafir fengið þinn skerf að gagnrýni fyrir það, það er enginn að fara að segja mér að hún hafi farið framhjá þér. Þú heldur bara fitusmánun þinni áfram. Nú ætla ég að taka ráð frá sjálfri þér úr viðtali þínu við bleikt.is: „Konur sem fá að heyra að þær eru ekki nógu góðar eins og þær eru eiga að segja stopp og standa með sjálfri sér. Auðvitað er það erfitt fyrst en þegar uppi er staðið er það besta lækning fyrir sálina sem til er." Þetta er alveg rétt hjá þér Arna og þess vegna segi ég við þig: Hættu! Nú er nóg komið! Það er vel hægt að standa með sjálfum sér og líkama sínum án þess að draga heilan minnihlutahóp niður í svaðið. Feitir Íslendingar verða kerfisbundið fyrir fordómum og mismunun á grundvelli holdafars síns og það byggir á miklu leyti á staðalmyndunum sem þú hefur verið svo dugleg að halda á lofti undanfarna daga. Þú hefur beinlínis verið að vinna gegn líkamsvirðingarboðskapnum sem ég og fleira flott fólk hefur unnið sleitulaus að því að koma á framfæri undanfarin ár. Blóð, sviti og tár hefur farið í þá baráttu. Mig langar að biðja þig um að venda kvæði þínu í kross. Farðu eftir þínum eigin orðum: „Við erum allar sem betur fer mismunandi en eitt veit ég, að við erum allar fullkomnar á okkar eigin hátt.“ Það er ekki nóg að segja það bara einu sinni, þú verður að halda áfram að segja það og hegða þér í samræmi við orðin. Taktu þátt í líkamsvirðingarbaráttunni með okkur Arna, þú hefur alla burði til að vera öflug fyrirmynd. Ást og friður.Greinin birtist sem fyrr segir fyrst á Facebook-síðu Töru Margrétar og má sjá hér að neðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tara Margrét Vilhjálmsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Sjá meira
Pistilinn að neðan birti Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi MA og stjórnarmeðlimur í Samtökum um líkamsvirðingu, á Fésbókarsíðu Örnu Ýrar Jónsdóttur. Pistillinn var fjarlægður af síðu hennar en Tara Margrét birti hann á eigin síðu og er hann nú birtur í heild sinni á Vísi. Djöfull fannst mér þú töff þegar þú sagðir eiganda keppnarinnar að fara til fjandans og lést ekki bjóða þér þessa vitleysu. Það er afskaplega leiðinlegt að þú hafir lent í svona líkamssmánun og miðað við snöppin þín virðist það hafa haft valdið þér vanlíðan. Ég þekki það vel rétt eins og svo margir aðrir, að verða fyrir líkamssmánun sökkar! Í kjölfarið tók heimurinn við sér og þú hefur verið á allra vörum. Þú ert í viðtölum út um allt og fólk fær ekki nóg af þér. En það er eitt sem er mjög áberandi og þú hefur verið gagnrýnd fyrir það á samfélagsmiðlum. Það er að í staðinn fyrir að höndla þessa athygli með virðingu að þá detturðu í það að fitusmána og viðhalda staðalímyndum um feitt fólk. Þú nýtir stöðugt tækifærið til að minna okkur á að þú sért svo sannarlega ekki feit því að það væri væntanlega ljótt og ógeðslegt. Þú setur þig í afkáralegar stellingar fyrir myndatökur til að virka feit og setur upp ömurðarsvip, því að það er náttúrulega fátt ömurlegra í heiminum en að vera feitur. Umræðan í kringum þig er slík að þú sért alls ekki feit, þú sért svo falleg og heilbrigð. Eins og þetta séu andstæður og að það sé ómögulegt fyrir konur að vera feitar, fallegar og heilbrigðar á sama tíma. Svo er það að sjálfsögðu tal þitt um að líkami þinn sé fullkominn í þínu heimalandi. Líkami sem lítill minnihluti íslenskra kvenna hefur eða getur öðlast. Þetta er farið að virka á mig sem svo að þú haldir úti herferð fitusmánunar. Eins og þú hefðir getað notað tækifærið til að upphefja og valdefla konur af öllum stærðum og gerðum, að þá bara varðstu að detta í þessa gildru. Og það þrátt fyrir að þú hafir fengið þinn skerf að gagnrýni fyrir það, það er enginn að fara að segja mér að hún hafi farið framhjá þér. Þú heldur bara fitusmánun þinni áfram. Nú ætla ég að taka ráð frá sjálfri þér úr viðtali þínu við bleikt.is: „Konur sem fá að heyra að þær eru ekki nógu góðar eins og þær eru eiga að segja stopp og standa með sjálfri sér. Auðvitað er það erfitt fyrst en þegar uppi er staðið er það besta lækning fyrir sálina sem til er." Þetta er alveg rétt hjá þér Arna og þess vegna segi ég við þig: Hættu! Nú er nóg komið! Það er vel hægt að standa með sjálfum sér og líkama sínum án þess að draga heilan minnihlutahóp niður í svaðið. Feitir Íslendingar verða kerfisbundið fyrir fordómum og mismunun á grundvelli holdafars síns og það byggir á miklu leyti á staðalmyndunum sem þú hefur verið svo dugleg að halda á lofti undanfarna daga. Þú hefur beinlínis verið að vinna gegn líkamsvirðingarboðskapnum sem ég og fleira flott fólk hefur unnið sleitulaus að því að koma á framfæri undanfarin ár. Blóð, sviti og tár hefur farið í þá baráttu. Mig langar að biðja þig um að venda kvæði þínu í kross. Farðu eftir þínum eigin orðum: „Við erum allar sem betur fer mismunandi en eitt veit ég, að við erum allar fullkomnar á okkar eigin hátt.“ Það er ekki nóg að segja það bara einu sinni, þú verður að halda áfram að segja það og hegða þér í samræmi við orðin. Taktu þátt í líkamsvirðingarbaráttunni með okkur Arna, þú hefur alla burði til að vera öflug fyrirmynd. Ást og friður.Greinin birtist sem fyrr segir fyrst á Facebook-síðu Töru Margrétar og má sjá hér að neðan.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun