Veður gæti haft áhrif á úrslitin í kosningunum Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2016 07:00 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti kjörgögn til Dalvíkur í gær og flaug með þau áleiðis til Grímseyjar. Ófært hefur verið í eyna síðustu daga vegna veðurs. Mynd/Haukur Snorrason Veður gæti tafið talningu atkvæða í Norðausturkjördæmi en ætti ekki að hafa áhrif í öðrum kjördæmum. Ókyrrt loft í kvöld og fjallabylgjur gætu hamlað flugferðum milli Egilsstaða og Akureyrar og því gæti þurft að aka með kjörkassa frá Austurlandi til Akureyrar í nótt sem tefði talningu atkvæða. 1.302 Íslendingar bjóða fram í alþingiskosningunum í dag og eru rúmlega 246 þúsund manns á kjörskrá að þessu sinni. Stjórnmálafræðingar eru á einu máli um að kosningarnar í dag séu þær tvísýnustu í háa herrans tíð og engin leið að spá um úrslitin. Skoðanakannanir hafa gefið mismunandi niðurstöður. Því er líklegt að í vændum sé löng kosninganótt og erfiðar stjórnarmyndunarviðræður að loknum kosningum. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir kosningaveðrið í dag ekki vera mjög gott en þó skaplegt. „Í kortunum er stormur með talsverðri rigningu fyrst sunnan- og vestanlands. Svo dregur úr úrkomu og vindi upp úr hádegi en þá á eftir að versna norðan og austan til. Þar mun rigna með hvassviðri og leiðinlegu veðri,“ segir Birta Líf. „Ef ég ætti að ráðleggja kjósendum þá hentar fyrri partur dagsins fyrir íbúa á Norður- og Austurlandi en íbúar sunnan og vestan til ættu að kjósa seinni partinn.“Birta Líf KristinsdóttirGrétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir kjörsókn geta ráðið úrslitum í kosningunum í dag. „Það er þannig að ef unga fólkið fer ekki á kjörstað munu Píratar lækka flugið og gamalgrónu flokkarnir sem eldra fólkið kýs frekar vinna á. Það getur því ráðið miklu um kjörsókn unga fólksins,“ segir Grétar. Kjörsókn hefur farið dvínandi á Íslandi í síðustu fernum þingkosningum og vill Grétar ekki spá neinu um kjörsókn nú. „Þetta er rosalega tvísýnt og ekki hægt að spá um kjörsókn. Mun hún fara niður áfram eða mun þessi spenna valda því að smölun yrði meiri á kjörstað?“ Kjörkassar frá Austurlandi verða fluttir til Akureyrar þar sem talið er úr Norðausturkjördæmi. Birta Líf segir veðurspána ekki hliðholla flugsamgöngum. „Það eru nokkrir hlutir sem spila inn í. Við sjáum ókyrrð í lofti og fjallabylgjur sem eru óheppilegar fyrir farþegaflug en svo er spurning hvort þeir láti kjörkassana hafa það og fljúga með þá, það verður bara að koma í ljós. Hins vegar þyrfti í versta falli að aka með þá til Akureyrar,“ segir Birta Líf. Kosið í tvo dagaTrausti Jónsson veðurfræðingur man vel eftir alþingiskosningunum í desember árið 1979. Landskjörstjórn bað þá Veðurstofu Íslands um álit á því að kjósa ætti svo seint á árinu. „Á endanum var ákveðið að kjörstaðir yrðu opnir í tvo daga til að menn gætu kosið. Það gerði slæmt veður á þessum tíma en allt gekk þetta að óskum,“ segir Trausti. „Veturinn 1979 var óvenjuhlýr eins og októbermánuður í ár og því eru nokkur líkindi með þessari atburðarás hvað varðar veðrið. Einhverjir fjallvegir lokuðust á þessum tíma en við þurfum nú ekki að óttast það í þessum kosningum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Sjá meira
Veður gæti tafið talningu atkvæða í Norðausturkjördæmi en ætti ekki að hafa áhrif í öðrum kjördæmum. Ókyrrt loft í kvöld og fjallabylgjur gætu hamlað flugferðum milli Egilsstaða og Akureyrar og því gæti þurft að aka með kjörkassa frá Austurlandi til Akureyrar í nótt sem tefði talningu atkvæða. 1.302 Íslendingar bjóða fram í alþingiskosningunum í dag og eru rúmlega 246 þúsund manns á kjörskrá að þessu sinni. Stjórnmálafræðingar eru á einu máli um að kosningarnar í dag séu þær tvísýnustu í háa herrans tíð og engin leið að spá um úrslitin. Skoðanakannanir hafa gefið mismunandi niðurstöður. Því er líklegt að í vændum sé löng kosninganótt og erfiðar stjórnarmyndunarviðræður að loknum kosningum. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir kosningaveðrið í dag ekki vera mjög gott en þó skaplegt. „Í kortunum er stormur með talsverðri rigningu fyrst sunnan- og vestanlands. Svo dregur úr úrkomu og vindi upp úr hádegi en þá á eftir að versna norðan og austan til. Þar mun rigna með hvassviðri og leiðinlegu veðri,“ segir Birta Líf. „Ef ég ætti að ráðleggja kjósendum þá hentar fyrri partur dagsins fyrir íbúa á Norður- og Austurlandi en íbúar sunnan og vestan til ættu að kjósa seinni partinn.“Birta Líf KristinsdóttirGrétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir kjörsókn geta ráðið úrslitum í kosningunum í dag. „Það er þannig að ef unga fólkið fer ekki á kjörstað munu Píratar lækka flugið og gamalgrónu flokkarnir sem eldra fólkið kýs frekar vinna á. Það getur því ráðið miklu um kjörsókn unga fólksins,“ segir Grétar. Kjörsókn hefur farið dvínandi á Íslandi í síðustu fernum þingkosningum og vill Grétar ekki spá neinu um kjörsókn nú. „Þetta er rosalega tvísýnt og ekki hægt að spá um kjörsókn. Mun hún fara niður áfram eða mun þessi spenna valda því að smölun yrði meiri á kjörstað?“ Kjörkassar frá Austurlandi verða fluttir til Akureyrar þar sem talið er úr Norðausturkjördæmi. Birta Líf segir veðurspána ekki hliðholla flugsamgöngum. „Það eru nokkrir hlutir sem spila inn í. Við sjáum ókyrrð í lofti og fjallabylgjur sem eru óheppilegar fyrir farþegaflug en svo er spurning hvort þeir láti kjörkassana hafa það og fljúga með þá, það verður bara að koma í ljós. Hins vegar þyrfti í versta falli að aka með þá til Akureyrar,“ segir Birta Líf. Kosið í tvo dagaTrausti Jónsson veðurfræðingur man vel eftir alþingiskosningunum í desember árið 1979. Landskjörstjórn bað þá Veðurstofu Íslands um álit á því að kjósa ætti svo seint á árinu. „Á endanum var ákveðið að kjörstaðir yrðu opnir í tvo daga til að menn gætu kosið. Það gerði slæmt veður á þessum tíma en allt gekk þetta að óskum,“ segir Trausti. „Veturinn 1979 var óvenjuhlýr eins og októbermánuður í ár og því eru nokkur líkindi með þessari atburðarás hvað varðar veðrið. Einhverjir fjallvegir lokuðust á þessum tíma en við þurfum nú ekki að óttast það í þessum kosningum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Sjá meira