Er sami rassinn undir þeim öllum? Sigursteinn Másson skrifar 10. október 2016 10:00 Kommentakerfin eru kannski ekki bestu mælikvarðinn á þjóðarsálina en mælikvarði þó. Stuðningsmenn fráfarandi ríkisstjórnar keppast nú við að halda því fram að VG hafi snúið baki við velferðarmálunum eftir hrun og hafi því ekki efni á því að gagnrýna stjórnarflokkana nú. Skoðum þetta aðeins. Árið 2012 voru afleiðingar Hrunsins í algleymingi þótt aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur væru að byrja skila sér. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna hafði árið 2008 tekið við versta búi í sögu lýðveldisins þar sem möguleikinn á nýju gjaldþroti fjármálastofnana og ríkisins var raunverulegur. Við þessar fordæmalausu aðstæður tóku stjórnvöld þá djörfu ákvörðun að bæta hlutfallslega í útgjöld til almannatrygginga og skerða framlög til velferðarkerfisins minna en til allra annarra málaflokka. Árið 2012 námu útgjöld til heilbrigðismála 9% af landsframleiðslu. Á síðasta ári, í bullandi uppgangi, námu útgjöldin 8,7% af landsframleiðslu. Hugmyndafræði vinstri ríkisstjórnarinnar var sú að lyfta hinum fátækustu upp og láta það hafa forgang. Það var um leið ein mikilvægasta efnahagsaðgerðin því að þar með skapaðist aukinn kaupmáttur hjá þúsundum fólks sem skilaði sér inn í sárþjáð efnahagslíf. Vissulega hefði velferðarstjórnin viljað hækka bætur og lágmarkslaun mun meira en það sem var gert virkaði þó engu að síður og fyrir vikið mældist Ísland í lok stjórnarsamstarfsins með mesta jöfnuð allra OECD ríkja. Það var ekki lengi að breytast. Í upphafi árs 2013 sá loks til lands og nýtt tækifæri til sóknar í velferðarmálum á Íslandi skapaðist. En hvað gerðist þá? Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs beygði ekki aðeins af leið, hún tók 180 gráðu beygju inn á gamalkunna hraðbraut sérhagsmuna gömlu valdastéttarinnar. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar snéru að því að lækka og afnema skatta á þá 5% ríkustu meðal þjóðarinnar, auðlindagjöld voru lækkuð og meira að segja sykurskatturinn sem læknar og sérfræðingar í lýðheilsumálum lögðu áherslu á að yrði aukinn, hann var afnuminn með einu pennastriki. Þar með voru tekjustofnar til uppbyggingar velferðar markvisst skertir. En hafa fráfarandi ríkistjórnarflokkar ekki bara verið að búa í haginn fyrir stórsókn í velferðarmálum? Hve trúverðugt er það nú? Eins og áður segir var landið tekið að rísa fyrir kosningarnar 2013. Mikil aukning ferðamanna og makríll hjálpuðu þar til en einnig sársaukafullt aðhald í ríkisrekstri. Samkvæmt Hagstofunni hefur nær enginn vöxtur verið í sjávarútvegi eða iðnaði á allra síðustu árum þótt kvótagreifar hafi grætt 40 milljarða á síðasta ári. Hann er nær allur í ferðaþjónustu. Ekki geta Framsókn og Sjálfstæðisflokkur þakkað sér Eyjafjallajökulsgosið eða Inspired By Iceland átakið. Reyndar er það svo að ríkisstjórnin hefur aðallega flækst fyrir í málefnum ferðaþjónustunnar með stefnuleysi og misheppnuðum ákvörðunum. Það hefur allsstaðar sýnt sig að hægristefna í stjórnmálum miðar alltaf að því að skapa aðstæður fyrir einkarekstur. Þannig er það líka með velferðarkerfið. Með því að fjársvelta Landspítalann og heilsugæsluna verður krafan á einkarekstur háværari. Því velferðarslysi verður að forða. Þeim er best treystandi fyrir alvöru sókn í velferðarmálum með hag almennings að leiðarljósi sem hafa sýnt með framgöngu sinni að þau meina það sem þau segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Sigursteinn Másson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Kommentakerfin eru kannski ekki bestu mælikvarðinn á þjóðarsálina en mælikvarði þó. Stuðningsmenn fráfarandi ríkisstjórnar keppast nú við að halda því fram að VG hafi snúið baki við velferðarmálunum eftir hrun og hafi því ekki efni á því að gagnrýna stjórnarflokkana nú. Skoðum þetta aðeins. Árið 2012 voru afleiðingar Hrunsins í algleymingi þótt aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur væru að byrja skila sér. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna hafði árið 2008 tekið við versta búi í sögu lýðveldisins þar sem möguleikinn á nýju gjaldþroti fjármálastofnana og ríkisins var raunverulegur. Við þessar fordæmalausu aðstæður tóku stjórnvöld þá djörfu ákvörðun að bæta hlutfallslega í útgjöld til almannatrygginga og skerða framlög til velferðarkerfisins minna en til allra annarra málaflokka. Árið 2012 námu útgjöld til heilbrigðismála 9% af landsframleiðslu. Á síðasta ári, í bullandi uppgangi, námu útgjöldin 8,7% af landsframleiðslu. Hugmyndafræði vinstri ríkisstjórnarinnar var sú að lyfta hinum fátækustu upp og láta það hafa forgang. Það var um leið ein mikilvægasta efnahagsaðgerðin því að þar með skapaðist aukinn kaupmáttur hjá þúsundum fólks sem skilaði sér inn í sárþjáð efnahagslíf. Vissulega hefði velferðarstjórnin viljað hækka bætur og lágmarkslaun mun meira en það sem var gert virkaði þó engu að síður og fyrir vikið mældist Ísland í lok stjórnarsamstarfsins með mesta jöfnuð allra OECD ríkja. Það var ekki lengi að breytast. Í upphafi árs 2013 sá loks til lands og nýtt tækifæri til sóknar í velferðarmálum á Íslandi skapaðist. En hvað gerðist þá? Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs beygði ekki aðeins af leið, hún tók 180 gráðu beygju inn á gamalkunna hraðbraut sérhagsmuna gömlu valdastéttarinnar. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar snéru að því að lækka og afnema skatta á þá 5% ríkustu meðal þjóðarinnar, auðlindagjöld voru lækkuð og meira að segja sykurskatturinn sem læknar og sérfræðingar í lýðheilsumálum lögðu áherslu á að yrði aukinn, hann var afnuminn með einu pennastriki. Þar með voru tekjustofnar til uppbyggingar velferðar markvisst skertir. En hafa fráfarandi ríkistjórnarflokkar ekki bara verið að búa í haginn fyrir stórsókn í velferðarmálum? Hve trúverðugt er það nú? Eins og áður segir var landið tekið að rísa fyrir kosningarnar 2013. Mikil aukning ferðamanna og makríll hjálpuðu þar til en einnig sársaukafullt aðhald í ríkisrekstri. Samkvæmt Hagstofunni hefur nær enginn vöxtur verið í sjávarútvegi eða iðnaði á allra síðustu árum þótt kvótagreifar hafi grætt 40 milljarða á síðasta ári. Hann er nær allur í ferðaþjónustu. Ekki geta Framsókn og Sjálfstæðisflokkur þakkað sér Eyjafjallajökulsgosið eða Inspired By Iceland átakið. Reyndar er það svo að ríkisstjórnin hefur aðallega flækst fyrir í málefnum ferðaþjónustunnar með stefnuleysi og misheppnuðum ákvörðunum. Það hefur allsstaðar sýnt sig að hægristefna í stjórnmálum miðar alltaf að því að skapa aðstæður fyrir einkarekstur. Þannig er það líka með velferðarkerfið. Með því að fjársvelta Landspítalann og heilsugæsluna verður krafan á einkarekstur háværari. Því velferðarslysi verður að forða. Þeim er best treystandi fyrir alvöru sókn í velferðarmálum með hag almennings að leiðarljósi sem hafa sýnt með framgöngu sinni að þau meina það sem þau segja.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun