Mun færri lögreglumenn að störfum þrátt fyrir fólksfjölgun og ferðamannastraum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2016 15:30 Lögreglumönnum hefur fækkað til muna undanfarin níu ár. Vísir/Pjetur Lögreglumönnum hefur fækkað hjá flestum embættum lögreglunnar um landið frá árinu 2007. Í dag eru 629 lögreglumenn að störfum en fyrir níu árum síðan voru þeir 712. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um 25 þúsund og fjöldi ferðamanna sem hingað koma nær þrefaldast. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur um fjölda og starfssvið lögreglumanna. Sé horft til ferðamanna eru aðeins 0,5 lögreglumenn á hverja þúsund ferðamenn sem hingað koma til lands. Árið 2007 var sama hlutfall 1,5. Fjöldi erlendra ferðamanna jókst á Íslandi um 800 þúsund á árunum 2007–2015 en á sama tíma fækkaði lögreglumönnum um 78 eða tæplega ellefu prósent. Líkt og sjá má í töflunni hér að neðan hefur lögreglumönnum fækkað hjá öllum embættum lögreglumanna ef frá eru talin hjá Lögreglustjóranum á Vesturlandi og Lögreglustjóranum á Suðurlandi en hjá báðum embættum hafa þrír lögreglumenn bæst í hópinn frá árinu 2007.Mest er fækkunin hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögreglumönnum hefur fækkað úr 339 í 290 frá 2007. Sé litið til landsins alls eru nú 1,9 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en árið 2007 voru þeir 2,3. 293 lögreglumenn hafa látið af störfum á tímabilinu sem um ræðir. Þar af létu 97 af embætti vegna töku eftirlauna en 197 lögreglumenn létu af embætti af öðrum ástæðum. Á síðasta ári staðfesti Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri við Fréttablaðið að lögreglumenn við störf á Íslandi þurfi að vera 860 að lágmarki. Árin 2014 og 2015 var veitt aukalega 500 millj. kr. til að bæta úr veikleikum í starfsemi lögreglunnar en þrátt fyrir þetta er „lítið rekstrarlegt svigrúm verið fram að þessu til að takast á við þær áskoranir sem við blasa, svo sem vegna fjölda ferðamanna og aukinnar umferðar um landamæri og fjölgunar afbrota,“ líkt og segir í svari ráðherra.Sjá einnig:Manneklan birtist í fjölda vinnuslysa „Ár eftir ár telja lögreglumenn að botninum sé náð en samt dýpkar holan. Lögreglumönnum hefur fækkað verulega undanfarin ár,“ segir í ályktun þings Landssambands lögreglumanna sem haldið var síðastliðið vor en lögreglumenn hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum sínum vegna fækkunar lögreglumanna á landinu.Í ágúst síðastliðnum fór bíll í höfnina á Hvammstanga, með þeim afleiðingum að hálfsextugur maður lést. Lögreglumenn voru þá tvær klukkustundir á staðinn vegna þess að lögreglumenn á vakt voru á skotæfingu á Sauðárkróki. Pétur Björnsson, formaður Lögreglufélags Norðurlands vestra, sagði í vikunni að hvorki sé hægt að tryggja öryggi lögreglumanna né almennings líkt og staðan sé nú vegna niðurskurðar. Stundum sé einungis einn lögreglumaður á vakt í öllu umdæminu. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49 Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Lögreglumönnum hefur fækkað hjá flestum embættum lögreglunnar um landið frá árinu 2007. Í dag eru 629 lögreglumenn að störfum en fyrir níu árum síðan voru þeir 712. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um 25 þúsund og fjöldi ferðamanna sem hingað koma nær þrefaldast. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur um fjölda og starfssvið lögreglumanna. Sé horft til ferðamanna eru aðeins 0,5 lögreglumenn á hverja þúsund ferðamenn sem hingað koma til lands. Árið 2007 var sama hlutfall 1,5. Fjöldi erlendra ferðamanna jókst á Íslandi um 800 þúsund á árunum 2007–2015 en á sama tíma fækkaði lögreglumönnum um 78 eða tæplega ellefu prósent. Líkt og sjá má í töflunni hér að neðan hefur lögreglumönnum fækkað hjá öllum embættum lögreglumanna ef frá eru talin hjá Lögreglustjóranum á Vesturlandi og Lögreglustjóranum á Suðurlandi en hjá báðum embættum hafa þrír lögreglumenn bæst í hópinn frá árinu 2007.Mest er fækkunin hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögreglumönnum hefur fækkað úr 339 í 290 frá 2007. Sé litið til landsins alls eru nú 1,9 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en árið 2007 voru þeir 2,3. 293 lögreglumenn hafa látið af störfum á tímabilinu sem um ræðir. Þar af létu 97 af embætti vegna töku eftirlauna en 197 lögreglumenn létu af embætti af öðrum ástæðum. Á síðasta ári staðfesti Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri við Fréttablaðið að lögreglumenn við störf á Íslandi þurfi að vera 860 að lágmarki. Árin 2014 og 2015 var veitt aukalega 500 millj. kr. til að bæta úr veikleikum í starfsemi lögreglunnar en þrátt fyrir þetta er „lítið rekstrarlegt svigrúm verið fram að þessu til að takast á við þær áskoranir sem við blasa, svo sem vegna fjölda ferðamanna og aukinnar umferðar um landamæri og fjölgunar afbrota,“ líkt og segir í svari ráðherra.Sjá einnig:Manneklan birtist í fjölda vinnuslysa „Ár eftir ár telja lögreglumenn að botninum sé náð en samt dýpkar holan. Lögreglumönnum hefur fækkað verulega undanfarin ár,“ segir í ályktun þings Landssambands lögreglumanna sem haldið var síðastliðið vor en lögreglumenn hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum sínum vegna fækkunar lögreglumanna á landinu.Í ágúst síðastliðnum fór bíll í höfnina á Hvammstanga, með þeim afleiðingum að hálfsextugur maður lést. Lögreglumenn voru þá tvær klukkustundir á staðinn vegna þess að lögreglumenn á vakt voru á skotæfingu á Sauðárkróki. Pétur Björnsson, formaður Lögreglufélags Norðurlands vestra, sagði í vikunni að hvorki sé hægt að tryggja öryggi lögreglumanna né almennings líkt og staðan sé nú vegna niðurskurðar. Stundum sé einungis einn lögreglumaður á vakt í öllu umdæminu.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49 Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49
Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05