Audi hættir smíði R8 e-tron Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2016 09:36 Audi R8 e-tron. Samkvæmt fréttum frá Car and Driver hefur Audi hætt smíði Audi R8 e-tron rafmagnsbílsins. Aðeins voru smíðuð innan við 100 eintök af þessum bíl og voru öll þau eintök seld innan Evrópu og lang flest í Þýskalandi. Audi auglýsti aldrei þessa gerð bílsins og var raunverulega aldrei með hann til sölu til almennings, heldur voru ákveðin söluumboð sem fengu úthlutað þessum fáu eintökum, en þau höfðu þá þegar selt þau fyrirfram. Heyrst hefur að verð hvers eintaks hafi verið um 115 milljónir króna. Audi hafði sagst ætla að markaðssetja bílinn til almennings árið 2015 en það var svo aldrei gert. Audi R8 e-tron er með 456 hestafla rafmagnsdrifrás með 450 km drægni og þessi bíll fer sprettinn í hundraðið á 3,9 sekúndum. Audi hefur ekki enn gefið upp ástæðuna fyrir því að fyrirtækið hefur hætt smíði bílsins en gera má ráð fyrir því að þau fáu eintök sem smíðuð voru teljist til verðmætra söfnunareintaka nú. Hefðbundinn Audi R8 með brunavél lifir ennþá góðu lífi og má fá hann með 610 hestafla V10 vél. Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent
Samkvæmt fréttum frá Car and Driver hefur Audi hætt smíði Audi R8 e-tron rafmagnsbílsins. Aðeins voru smíðuð innan við 100 eintök af þessum bíl og voru öll þau eintök seld innan Evrópu og lang flest í Þýskalandi. Audi auglýsti aldrei þessa gerð bílsins og var raunverulega aldrei með hann til sölu til almennings, heldur voru ákveðin söluumboð sem fengu úthlutað þessum fáu eintökum, en þau höfðu þá þegar selt þau fyrirfram. Heyrst hefur að verð hvers eintaks hafi verið um 115 milljónir króna. Audi hafði sagst ætla að markaðssetja bílinn til almennings árið 2015 en það var svo aldrei gert. Audi R8 e-tron er með 456 hestafla rafmagnsdrifrás með 450 km drægni og þessi bíll fer sprettinn í hundraðið á 3,9 sekúndum. Audi hefur ekki enn gefið upp ástæðuna fyrir því að fyrirtækið hefur hætt smíði bílsins en gera má ráð fyrir því að þau fáu eintök sem smíðuð voru teljist til verðmætra söfnunareintaka nú. Hefðbundinn Audi R8 með brunavél lifir ennþá góðu lífi og má fá hann með 610 hestafla V10 vél.
Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent