Tólf fylgdarlaus börn á flótta til Íslands á árinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. október 2016 07:00 Bragi Guðbrandsson mynd/úr einkasafni Tólf fylgdarlausir flóttamenn á barnsaldri hafa komið hingað til lands það sem af er ári. Forstjóri Barnaverndarstofu segir misbrest í málefnum þeirra. Þrjú börn hafa þegar fengið vernd, einu var synjað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en mál átta eru óafgreidd. Tveir til viðbótar báru því við að vera á barnsaldri við komuna til landsins en reyndust vera fullorðnir. Í vafatilfellum er gerð aldursgreining með því að skoða tennur viðkomandi. „Þegar barn kemur fylgdarlaust til landsins og óskar eftir hæli ber Útlendingastofnun að tilkynna það til barnaverndar í því umdæmi þar sem barnið gefur sig fram,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. „Undir eðlilegum kringumstæðum færi barnið á móttökustöð en reyndin er að þau lenda yfirleitt strax hjá barnavernd,“ segir Bragi. Flest börnin gefa sig fram í Leifsstöð en dæmi eru um flóttabörn sem komu með Norrænu. Þá hafa börn gefið sig fram í Reykjavík. Börnin sem nú eru á landinu eru frá Albaníu, Alsír, Írak, Marokkó, Pakistan, Sómalíu og Sýrlandi. „Við höfum auglýst í tvígang á árinu eftir fósturfjölskyldum til að hýsa börn sem koma hingað einsömul og stefnum á að halda námskeið fyrir áhugasamar fjölskyldur,“ segir Bragi. Að sögn Braga þarf að sníða úrræði að hverjum einstaklingi. Þar tvinnist saman búseta, tómstundir og menntun. Stærstur tími barnaverndarnefndanna fer í að finna húsnæði fyrir börnin. „Það hefur ekki verið mikið skipulag á þessari þjónustu heilt yfir landið og misbrestur á þessu,“ segir Bragi. Því hafi Barnaverndarstofa beitt sér fyrir því að nýju útlendingalögin, sem taka gildi um áramótin, tryggi réttindagæslu þessa hóps. „Frá og með áramótum mun Barnaverndarstofa fara með yfirumsjón þess að hælisleitandi börn hljóti viðeigandi stuðning.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Gistiskýlið ekki mannsæmandi í lengri tíma Útlendingastofnun vinnur nú að því að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur á Krókhálsi en metfjöldi hælisumsókna á haustmánuðum hefur haft í för með sér að húsnæðisúrræði á vegum stofnunarinnar hafa verið fullnýtt undanfarnar vikur. Öryggisgæsla verður í húsnæðinu allan sólarhringinn. 4. október 2016 20:00 Vildu rukka hælisleitendur um hærri leigu Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir eru ósátt við leiguverð til útlendingastofnunar á Víðinesi. 15. október 2016 07:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Tólf fylgdarlausir flóttamenn á barnsaldri hafa komið hingað til lands það sem af er ári. Forstjóri Barnaverndarstofu segir misbrest í málefnum þeirra. Þrjú börn hafa þegar fengið vernd, einu var synjað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en mál átta eru óafgreidd. Tveir til viðbótar báru því við að vera á barnsaldri við komuna til landsins en reyndust vera fullorðnir. Í vafatilfellum er gerð aldursgreining með því að skoða tennur viðkomandi. „Þegar barn kemur fylgdarlaust til landsins og óskar eftir hæli ber Útlendingastofnun að tilkynna það til barnaverndar í því umdæmi þar sem barnið gefur sig fram,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. „Undir eðlilegum kringumstæðum færi barnið á móttökustöð en reyndin er að þau lenda yfirleitt strax hjá barnavernd,“ segir Bragi. Flest börnin gefa sig fram í Leifsstöð en dæmi eru um flóttabörn sem komu með Norrænu. Þá hafa börn gefið sig fram í Reykjavík. Börnin sem nú eru á landinu eru frá Albaníu, Alsír, Írak, Marokkó, Pakistan, Sómalíu og Sýrlandi. „Við höfum auglýst í tvígang á árinu eftir fósturfjölskyldum til að hýsa börn sem koma hingað einsömul og stefnum á að halda námskeið fyrir áhugasamar fjölskyldur,“ segir Bragi. Að sögn Braga þarf að sníða úrræði að hverjum einstaklingi. Þar tvinnist saman búseta, tómstundir og menntun. Stærstur tími barnaverndarnefndanna fer í að finna húsnæði fyrir börnin. „Það hefur ekki verið mikið skipulag á þessari þjónustu heilt yfir landið og misbrestur á þessu,“ segir Bragi. Því hafi Barnaverndarstofa beitt sér fyrir því að nýju útlendingalögin, sem taka gildi um áramótin, tryggi réttindagæslu þessa hóps. „Frá og með áramótum mun Barnaverndarstofa fara með yfirumsjón þess að hælisleitandi börn hljóti viðeigandi stuðning.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Gistiskýlið ekki mannsæmandi í lengri tíma Útlendingastofnun vinnur nú að því að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur á Krókhálsi en metfjöldi hælisumsókna á haustmánuðum hefur haft í för með sér að húsnæðisúrræði á vegum stofnunarinnar hafa verið fullnýtt undanfarnar vikur. Öryggisgæsla verður í húsnæðinu allan sólarhringinn. 4. október 2016 20:00 Vildu rukka hælisleitendur um hærri leigu Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir eru ósátt við leiguverð til útlendingastofnunar á Víðinesi. 15. október 2016 07:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46
Gistiskýlið ekki mannsæmandi í lengri tíma Útlendingastofnun vinnur nú að því að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur á Krókhálsi en metfjöldi hælisumsókna á haustmánuðum hefur haft í för með sér að húsnæðisúrræði á vegum stofnunarinnar hafa verið fullnýtt undanfarnar vikur. Öryggisgæsla verður í húsnæðinu allan sólarhringinn. 4. október 2016 20:00
Vildu rukka hælisleitendur um hærri leigu Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir eru ósátt við leiguverð til útlendingastofnunar á Víðinesi. 15. október 2016 07:00