Kynslóð föst í foreldrahúsum Hafliði Helgason skrifar 18. október 2016 07:00 Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað nokkuð um fasteignamarkaðinn og horfur á honum. Samtök iðnaðarins hafa að undanförnu vakið athygli á stöðu húsnæðismarkaðar og í gær kom út skýrsla um íbúðamarkaðinn hjá Íslandsbanka sem sagt er frá í blaðinu í dag. Enda þótt húsnæðisverð hafi hækkað mikið síðustu ár, eru enn ekki merki um að fasteignabóla hafi myndast að mati sérfræðinga. Það ber þó að hafa í huga að slíkar bólur hafa gjarnan þau einkenni að þá fyrst gera menn sér grein fyrir þeim þegar þær eru sprungnar. Megindrifkraftar fasteignaverðs eru kaupmáttur og aðgangur að lánsfé. Þar á eftir kemur svo framboð og eftirspurn. Byggingarkostnaður er svo sú breyta sem hefur áhrif á framboðshliðina með þeim hætti að ef verð fer undir byggingarkostnað, þá hætta menn að byggja. Þetta má glöggt sjá úti á landi þar sem lítil eftirspurn leiðir til verðs sem er langt undir byggingarkostnaði. Þar er því ekkert byggt, þrátt fyrir skort á húsnæði. Á höfuðborgarsvæðinu er verð hátt og hæst í 101 Reykjavík. Stefna borgaryfirvalda um þéttingu byggðar hefur fært áherslu frá ódýrari íbúðum í úthverfum í dýrar íbúðir í eða við miðborg. Þessi stefna hefur hentað eldra fólki sem minnkar við sig og selur einbýlishús og flytur miðsvæðis í fremur dýrar blokkaríbúðir. Vöxtur ferðaþjónustu hefur einnig þrýst upp verði miðsvæðis í borginni. Stefnan hefur valdið uppsöfnuðum vanda hjá ungu fólki sem hefur ekki efni á að kaupa slíkar íbúðir sem fyrstu íbúð. Vaxandi kaupmáttur og hátt atvinnustig ætti að gefa ungu fólki rými til að mynda nokkurt eigið fé til fyrstu kaupa. Í aðdraganda kosninga hafa stjórnmálaflokkarnir keppst við að leggja fram tillögur um hvernig eigi að auðvelda ungu fólki fyrstu íbúðarkaup. Allt er það væntanlega sett fram af góðum hug. Vandinn sem blasir við er að ef aðgengi að fjármunum er aukið án þess að til komi meira framboð af húsnæði, þá er einsýnt að það leiði til hækkunar húsnæðisverðs. Miðað við tölur frá Samtökum iðnaðarins, þá mun að óbreyttu áfram verða skortur á smærri íbúðum fyrir ungt fólk. Aðalástæða þess er að skortur er á lóðum til að mæta þessari þörf. Það stendur því upp á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og þá einkum Reykjavíkurborg að sveigja stefnu sína um þéttingu byggðar að því að auka framboð ódýrari kosta fyrir ungt fólk. Fyrirséð er að það verður tímabundið á kostnað þéttingu byggðar. Verði ekki brugðist við þessu er hætt við að býsna stór hópur ungs fólks verði innlyksa í foreldrahúsum langt fram á fullorðinsár. Það er engum hollt að fresta því langt fram eftir aldri að standa á eigin fótum.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað nokkuð um fasteignamarkaðinn og horfur á honum. Samtök iðnaðarins hafa að undanförnu vakið athygli á stöðu húsnæðismarkaðar og í gær kom út skýrsla um íbúðamarkaðinn hjá Íslandsbanka sem sagt er frá í blaðinu í dag. Enda þótt húsnæðisverð hafi hækkað mikið síðustu ár, eru enn ekki merki um að fasteignabóla hafi myndast að mati sérfræðinga. Það ber þó að hafa í huga að slíkar bólur hafa gjarnan þau einkenni að þá fyrst gera menn sér grein fyrir þeim þegar þær eru sprungnar. Megindrifkraftar fasteignaverðs eru kaupmáttur og aðgangur að lánsfé. Þar á eftir kemur svo framboð og eftirspurn. Byggingarkostnaður er svo sú breyta sem hefur áhrif á framboðshliðina með þeim hætti að ef verð fer undir byggingarkostnað, þá hætta menn að byggja. Þetta má glöggt sjá úti á landi þar sem lítil eftirspurn leiðir til verðs sem er langt undir byggingarkostnaði. Þar er því ekkert byggt, þrátt fyrir skort á húsnæði. Á höfuðborgarsvæðinu er verð hátt og hæst í 101 Reykjavík. Stefna borgaryfirvalda um þéttingu byggðar hefur fært áherslu frá ódýrari íbúðum í úthverfum í dýrar íbúðir í eða við miðborg. Þessi stefna hefur hentað eldra fólki sem minnkar við sig og selur einbýlishús og flytur miðsvæðis í fremur dýrar blokkaríbúðir. Vöxtur ferðaþjónustu hefur einnig þrýst upp verði miðsvæðis í borginni. Stefnan hefur valdið uppsöfnuðum vanda hjá ungu fólki sem hefur ekki efni á að kaupa slíkar íbúðir sem fyrstu íbúð. Vaxandi kaupmáttur og hátt atvinnustig ætti að gefa ungu fólki rými til að mynda nokkurt eigið fé til fyrstu kaupa. Í aðdraganda kosninga hafa stjórnmálaflokkarnir keppst við að leggja fram tillögur um hvernig eigi að auðvelda ungu fólki fyrstu íbúðarkaup. Allt er það væntanlega sett fram af góðum hug. Vandinn sem blasir við er að ef aðgengi að fjármunum er aukið án þess að til komi meira framboð af húsnæði, þá er einsýnt að það leiði til hækkunar húsnæðisverðs. Miðað við tölur frá Samtökum iðnaðarins, þá mun að óbreyttu áfram verða skortur á smærri íbúðum fyrir ungt fólk. Aðalástæða þess er að skortur er á lóðum til að mæta þessari þörf. Það stendur því upp á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og þá einkum Reykjavíkurborg að sveigja stefnu sína um þéttingu byggðar að því að auka framboð ódýrari kosta fyrir ungt fólk. Fyrirséð er að það verður tímabundið á kostnað þéttingu byggðar. Verði ekki brugðist við þessu er hætt við að býsna stór hópur ungs fólks verði innlyksa í foreldrahúsum langt fram á fullorðinsár. Það er engum hollt að fresta því langt fram eftir aldri að standa á eigin fótum.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun