Bjarni vildi breytingar á lista á elleftu stundu Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. október 2016 07:00 Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Kraganum kom saman í Valhöll í fyrradag þar sem endanleg ákvörðun um framboðslista var tekin. vísir/eyþór Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hafði ákveðið á fundi á miðvikudaginn að leggja til við kjördæmaráð að röð efstu manna yrði óbreytt frá niðurstöðum prófkjörsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að vegna eindregins vilja Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, hafi röð efstu manna hins vegar verið breytt. Eins og fram hefur komið var ákveðið á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í fyrrakvöld að Bryndís Haraldsdóttir skipaði annað sæti lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að breyting í þessa veru hafi verið rædd innan kjörnefndarinnar. Vegna andstöðu þeirra sem voru kjörnir í sæti fyrir ofan Bryndísi í prófkjörinu ákvað nefndin að gera ekki breytingu. Skömmu áður en fundur kjördæmaráðsins hófst á fimmtudagskvöldið gerði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, kjörnefndinni síðan ljóst að hann teldi nauðsynlegt að röð manna á listanum breyttist og Bryndís yrði sett í annað sætið. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að Bjarni hafi rökstutt kröfu sína með því að vísa í skoðanakannanir og lýst ótta sínum yfir því að með óbreyttum lista myndi fylgi flokksins meðal kvenna hrynja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu kjörnefndarmenn hafa litið svo á að með því að hafna kröfu Bjarna væru þeir að lýsa yfir vantrausti á formann flokksins. Var því ákveðið að fara að tillögunni. Bryndís Haraldsdóttir sagði sjálf í samtali við Vísi í gær að sú breyting sem gerð var á listanum í gær hafi verið mjög óvænt. Hú segist sjálf ekki hafa gert kröfu um að vera færð ofar. Bryndís neitar því ekki að það hafi verið skiptar skoðanir um þá breytingu sem var gerð. „Það var mjög eindregin kosning með þessu en auðvitað skiptist fólk á skoðunum um málið. En formaður flokksins talaði líka mjög fyrir þessari breytingu.“ Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm menn kjörna í Suðvesturkjördæmi í kosningum 2013. Eftir breytingarnar sem gerðar voru í fyrrakvöld er Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður í fimmta sæti listans, en náði fjórða sætinu í prófkjöri. Hann var hvergi banginn þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. „Ég ætla að fá sex inn,“ sagði Vilhjálmur. Spurður hvort breytingin hafi komið honum á óvart, segist hann ekki hafa orðið hissa. „Ég er aldrei hissa í lífinu maður á aldrei að vera hissa,“ sagði Vilhjálmur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hafði ákveðið á fundi á miðvikudaginn að leggja til við kjördæmaráð að röð efstu manna yrði óbreytt frá niðurstöðum prófkjörsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að vegna eindregins vilja Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, hafi röð efstu manna hins vegar verið breytt. Eins og fram hefur komið var ákveðið á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í fyrrakvöld að Bryndís Haraldsdóttir skipaði annað sæti lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að breyting í þessa veru hafi verið rædd innan kjörnefndarinnar. Vegna andstöðu þeirra sem voru kjörnir í sæti fyrir ofan Bryndísi í prófkjörinu ákvað nefndin að gera ekki breytingu. Skömmu áður en fundur kjördæmaráðsins hófst á fimmtudagskvöldið gerði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, kjörnefndinni síðan ljóst að hann teldi nauðsynlegt að röð manna á listanum breyttist og Bryndís yrði sett í annað sætið. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að Bjarni hafi rökstutt kröfu sína með því að vísa í skoðanakannanir og lýst ótta sínum yfir því að með óbreyttum lista myndi fylgi flokksins meðal kvenna hrynja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu kjörnefndarmenn hafa litið svo á að með því að hafna kröfu Bjarna væru þeir að lýsa yfir vantrausti á formann flokksins. Var því ákveðið að fara að tillögunni. Bryndís Haraldsdóttir sagði sjálf í samtali við Vísi í gær að sú breyting sem gerð var á listanum í gær hafi verið mjög óvænt. Hú segist sjálf ekki hafa gert kröfu um að vera færð ofar. Bryndís neitar því ekki að það hafi verið skiptar skoðanir um þá breytingu sem var gerð. „Það var mjög eindregin kosning með þessu en auðvitað skiptist fólk á skoðunum um málið. En formaður flokksins talaði líka mjög fyrir þessari breytingu.“ Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm menn kjörna í Suðvesturkjördæmi í kosningum 2013. Eftir breytingarnar sem gerðar voru í fyrrakvöld er Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður í fimmta sæti listans, en náði fjórða sætinu í prófkjöri. Hann var hvergi banginn þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. „Ég ætla að fá sex inn,“ sagði Vilhjálmur. Spurður hvort breytingin hafi komið honum á óvart, segist hann ekki hafa orðið hissa. „Ég er aldrei hissa í lífinu maður á aldrei að vera hissa,“ sagði Vilhjálmur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira