Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að bregðast við ásökunum um meint svindl Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2016 11:25 Málið verður ekki skoðað nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn framkvæmdastjóra flokksins. vísir/ernir Ekki verður brugðist við ásökunum um meint svindl í formannskjöri Framsóknarflokksins um liðna helgi nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn Einars Gunnars Einarssonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík, hefur fullyrt að svindlað hafi verið í formannskosningunni. Fulltrúar úr Reykjavík hafi ekki verið með kosningarétt, þrátt fyrir að hafa verið skráðir sem slíkir.Einar Gunnar Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, hvetur formann Framsóknarfélagsins að leggja fram beiðni.Einar Gunnar segist í samtali við Vísi ekki hafa fengið neina beiðni á borð til sín. Þá veit hann ekki hvort fótur sé fyrir ásökununum. „Það er langbest fyrir Svein að koma bara hingað til okkar á skrifstofuna og fara yfir þessi atriði sem hann telur þurfa að fara yfir. Það þarf að fá nákvæmlega hvaða nöfn það eru sem um ræðir og þá er hægt að fara yfir það,“ segir Einar. Meint svindl var rætt á framkvæmdastjórnarfundi flokksins í gær, að sögn Einars. Hann vill hins vegar ekki gefa upp hvað nákvæmlega var rætt. „Það er auðvitað bara eðlilegt að það fari fram umræða á milli fólks í flokknum.“ Sveinn Hjörtur sagðist í samtali við Vísi í gær ekki ætla að kæra kosninguna, en að hann vilji fá afsökunarbeiðni frá flokknum. Ekki náðist í Svein við vinnslu fréttarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sagðist aðspurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun ekki vilja ganga svo langt að segja að svindlað hafi verið í kosningunni. Hins vegar hafi hann séð heilu rúturnar koma að Háskólabíói, þar sem flokksþingið var haldið, og fjölda fólks sem hann hafi aldrei séð áður. „Til dæmis var furðu mörgu fólki vísað frá, fékk ekki að kjósa, jafnvel fólk sem búið var að innrita sig á þingið. Ég hef ekki alveg áttað mig á því, né aðrir, á hvaða forsendum það var gert,“ sagði Sigmundur Davíð. „Það voru ýmsir leikir leiknir á þessu þingi og í aðdraganda þess, ekki allir fallegir. Ég ætla ekki að fullyrða um það að menn hafi beinlínis svindlað í kosningum,“ sagði Sigmundur. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Ekki verður brugðist við ásökunum um meint svindl í formannskjöri Framsóknarflokksins um liðna helgi nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn Einars Gunnars Einarssonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík, hefur fullyrt að svindlað hafi verið í formannskosningunni. Fulltrúar úr Reykjavík hafi ekki verið með kosningarétt, þrátt fyrir að hafa verið skráðir sem slíkir.Einar Gunnar Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, hvetur formann Framsóknarfélagsins að leggja fram beiðni.Einar Gunnar segist í samtali við Vísi ekki hafa fengið neina beiðni á borð til sín. Þá veit hann ekki hvort fótur sé fyrir ásökununum. „Það er langbest fyrir Svein að koma bara hingað til okkar á skrifstofuna og fara yfir þessi atriði sem hann telur þurfa að fara yfir. Það þarf að fá nákvæmlega hvaða nöfn það eru sem um ræðir og þá er hægt að fara yfir það,“ segir Einar. Meint svindl var rætt á framkvæmdastjórnarfundi flokksins í gær, að sögn Einars. Hann vill hins vegar ekki gefa upp hvað nákvæmlega var rætt. „Það er auðvitað bara eðlilegt að það fari fram umræða á milli fólks í flokknum.“ Sveinn Hjörtur sagðist í samtali við Vísi í gær ekki ætla að kæra kosninguna, en að hann vilji fá afsökunarbeiðni frá flokknum. Ekki náðist í Svein við vinnslu fréttarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sagðist aðspurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun ekki vilja ganga svo langt að segja að svindlað hafi verið í kosningunni. Hins vegar hafi hann séð heilu rúturnar koma að Háskólabíói, þar sem flokksþingið var haldið, og fjölda fólks sem hann hafi aldrei séð áður. „Til dæmis var furðu mörgu fólki vísað frá, fékk ekki að kjósa, jafnvel fólk sem búið var að innrita sig á þingið. Ég hef ekki alveg áttað mig á því, né aðrir, á hvaða forsendum það var gert,“ sagði Sigmundur Davíð. „Það voru ýmsir leikir leiknir á þessu þingi og í aðdraganda þess, ekki allir fallegir. Ég ætla ekki að fullyrða um það að menn hafi beinlínis svindlað í kosningum,“ sagði Sigmundur.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00