Forseti Alþingis: Óvissan um þinglok er óviðunandi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2016 12:02 Einar K Guðfinnsson, forseti Alþingis. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir þá óvissu sem nú sé uppi varðandi þinglok óviðunandi. Hann segir ríkisstjórnina verða að komast að niðurstöðu, en einungis tuttugu og fjórir dagar eru til kosninga. „Forseti hefur átt samtöl við ríkisstjórnarflokkana, gert þeim grein fyrir stöðunni, og vill ítreka þá skoðun sína að forseti telur mjög brýnt að fundur eigi sér stað hjá forystumönnum stjórnarflokkanna til þess að komast að einhverri niðurstöðu í þessu máli. Forseti telur að sú óvissa sem núna er uppi sé óviðunandi,” sagði Einar K. á þingfundi í morgun. Stjórnarandstaðan hefur ítrekað kallað eftir svörum um þinglok, og gagnrýndi hún svarleysið harðlega. „Mér finnst það leitt ef meirihlutinn ætlar að bregðast því trausti sem við höfum lagt á hann að ljúka hérna málum þannig að það sé einhver bragur af og að stefna þinginu í þetta óefni,” sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, tók í svipaðan streng og sakaði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um svik. „Við erum löngu komin fram yfir þann tíma sem ætlunin var að ljúka á. Loforð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, um að stytta þetta kjörtímabil um eitt þing er þegar svikið. Við hljótum að spyrja virðulegan forseta hvort það hafi eitthvað gerst í millitíðinni sem okkur er ekki kunnugt um. Hefur eitthvað komið fram af hálfu stjórnarmeirihlutans hver sé fyrirætlun hans með þessu fundarhaldi eða hvað það er sem hann vill?” sagði Helgi Hjörvar .Forseti Alþingis svaraði spurningu hans neitandi. Kosningar 2016 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir þá óvissu sem nú sé uppi varðandi þinglok óviðunandi. Hann segir ríkisstjórnina verða að komast að niðurstöðu, en einungis tuttugu og fjórir dagar eru til kosninga. „Forseti hefur átt samtöl við ríkisstjórnarflokkana, gert þeim grein fyrir stöðunni, og vill ítreka þá skoðun sína að forseti telur mjög brýnt að fundur eigi sér stað hjá forystumönnum stjórnarflokkanna til þess að komast að einhverri niðurstöðu í þessu máli. Forseti telur að sú óvissa sem núna er uppi sé óviðunandi,” sagði Einar K. á þingfundi í morgun. Stjórnarandstaðan hefur ítrekað kallað eftir svörum um þinglok, og gagnrýndi hún svarleysið harðlega. „Mér finnst það leitt ef meirihlutinn ætlar að bregðast því trausti sem við höfum lagt á hann að ljúka hérna málum þannig að það sé einhver bragur af og að stefna þinginu í þetta óefni,” sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, tók í svipaðan streng og sakaði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um svik. „Við erum löngu komin fram yfir þann tíma sem ætlunin var að ljúka á. Loforð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, um að stytta þetta kjörtímabil um eitt þing er þegar svikið. Við hljótum að spyrja virðulegan forseta hvort það hafi eitthvað gerst í millitíðinni sem okkur er ekki kunnugt um. Hefur eitthvað komið fram af hálfu stjórnarmeirihlutans hver sé fyrirætlun hans með þessu fundarhaldi eða hvað það er sem hann vill?” sagði Helgi Hjörvar .Forseti Alþingis svaraði spurningu hans neitandi.
Kosningar 2016 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira