Síðasti Holden bíll Ford framleiddur í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2016 15:23 Síðasti Holden Falcon bíllinn kominn af færibandinu. Mikil tímamót urðu í ástralskri bílaframleiðslu í dag þegar síðasti Holden bíllinn rann af færibandinu þar í landi og endar með því 91 árs bílaframleiðsla Ford í landinu, en Ford á Holden. Þessi bíll var 4.356.628 Holden bíllinn sem smíðaður var í Broadmeadows verksmiðju Holden sem opnaði árið 1959 og hefur því starfað óslitið í 57 ár. Aðallega hafa verið smíðaðar þar margar kynslóðir Holden Falcon bíla og því átti það vel við að síðasti bíllinn var einmitt af þeirri gerð. Segja má að endalok smíðinnar í Ástralíu sé vegna “World car”-stefnu Ford en þar sem Ástralía er fremur smár bílamarkaður gat Ford ekki réttlætt kostnaðinn við smíði bíls sem á svo til ekkert sameiginlegt með öðrum Ford bílum um allan heim og er aðeins seldur á þröngum bílamarkaði í Ástralíu. Það verður Ford Mondeo, smíðaður á Spáni, sem kemur til með að leysa Holden Falcon bílinn af hólmi í Ástralíu, en Mondeo er aðeins minni bíll en Falcon. Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent
Mikil tímamót urðu í ástralskri bílaframleiðslu í dag þegar síðasti Holden bíllinn rann af færibandinu þar í landi og endar með því 91 árs bílaframleiðsla Ford í landinu, en Ford á Holden. Þessi bíll var 4.356.628 Holden bíllinn sem smíðaður var í Broadmeadows verksmiðju Holden sem opnaði árið 1959 og hefur því starfað óslitið í 57 ár. Aðallega hafa verið smíðaðar þar margar kynslóðir Holden Falcon bíla og því átti það vel við að síðasti bíllinn var einmitt af þeirri gerð. Segja má að endalok smíðinnar í Ástralíu sé vegna “World car”-stefnu Ford en þar sem Ástralía er fremur smár bílamarkaður gat Ford ekki réttlætt kostnaðinn við smíði bíls sem á svo til ekkert sameiginlegt með öðrum Ford bílum um allan heim og er aðeins seldur á þröngum bílamarkaði í Ástralíu. Það verður Ford Mondeo, smíðaður á Spáni, sem kemur til með að leysa Holden Falcon bílinn af hólmi í Ástralíu, en Mondeo er aðeins minni bíll en Falcon.
Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent