Segir verslanir blekkja ferðamenn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. október 2016 20:00 Neytendasamtökunum hefur borist fjöldi kvartana og ábendinga um uppstillingar léttbjórs og áfengislauss víns í smávöruverslunum í miðbæ Reykjavíkur. Varaformaður samtakanna segir verslanir vera í blekkingaleik sem miði að því að selja ferðamönnum - sem ókunnugt er um íslenskar reglur um áfengi - áfengislaust vín. Neytendastofa telur ástæðu til að kanna málið. Áfengislausu víni og léttbjór er stillt upp á áberandi stöðum í nokkrum verslunum í miðbæ Reykjavíkur og telur Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, að verslanirnar séu að reyna að narra ferðamenn til að kaupa vöruna. „Við höfum líka fengið ábendingar frá íbúum í miðbænum sem þekkja þetta vel: þegar svekktir túristar koma glaðir út með kassa af léttvíni en það var kannski ekki alveg það sem þeir ætluðu að kaupa,“ segir Teitur. Hann segir að Neytendasamtökin hvetji fólk til að stunda heiðarlega viðskiptahætti og setja upp merkingar þess efnis að varan innihaldi ekki áfengi. Teitur sýndi fréttamanni hvernig léttbjór og áfengislausu víni er stillt upp í verslanir í miðbænum. Hann útbjó skilti og stillti því upp í einni versluninni. „Ég hef ákveðið að gefa þessari verslun þetta skilti og vona að það fái að standa hér sem lengst ,“ segir Teitur en upptöku af atvikinu má sjá í spilaranum hér að ofan. Í samtali við fréttastofu sagði formaður Neytendastofu að tilefni væri til að kanna málið og skoða hvort framsetning vörunnar sé með þeim hætti að það geti talist vera villandi viðskiptahættir samkvæmt lögum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Neytendasamtökunum hefur borist fjöldi kvartana og ábendinga um uppstillingar léttbjórs og áfengislauss víns í smávöruverslunum í miðbæ Reykjavíkur. Varaformaður samtakanna segir verslanir vera í blekkingaleik sem miði að því að selja ferðamönnum - sem ókunnugt er um íslenskar reglur um áfengi - áfengislaust vín. Neytendastofa telur ástæðu til að kanna málið. Áfengislausu víni og léttbjór er stillt upp á áberandi stöðum í nokkrum verslunum í miðbæ Reykjavíkur og telur Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, að verslanirnar séu að reyna að narra ferðamenn til að kaupa vöruna. „Við höfum líka fengið ábendingar frá íbúum í miðbænum sem þekkja þetta vel: þegar svekktir túristar koma glaðir út með kassa af léttvíni en það var kannski ekki alveg það sem þeir ætluðu að kaupa,“ segir Teitur. Hann segir að Neytendasamtökin hvetji fólk til að stunda heiðarlega viðskiptahætti og setja upp merkingar þess efnis að varan innihaldi ekki áfengi. Teitur sýndi fréttamanni hvernig léttbjór og áfengislausu víni er stillt upp í verslanir í miðbænum. Hann útbjó skilti og stillti því upp í einni versluninni. „Ég hef ákveðið að gefa þessari verslun þetta skilti og vona að það fái að standa hér sem lengst ,“ segir Teitur en upptöku af atvikinu má sjá í spilaranum hér að ofan. Í samtali við fréttastofu sagði formaður Neytendastofu að tilefni væri til að kanna málið og skoða hvort framsetning vörunnar sé með þeim hætti að það geti talist vera villandi viðskiptahættir samkvæmt lögum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira