Forgangsröðunin og stöðugleikinn Ólafur Arnarson skrifar 21. september 2016 07:00 Við höfum aldrei haft það betra að sögn ráðamanna þjóðarinnar. Öguð og útsjónarsöm hagstjórn frá hruni hefur leitt til þess að aldrei hefur ríkið skuldað minna, aldrei hefur afgangur af ríkisrekstri verið meiri og aldrei hefur stöðugleikinn verið meiri. Mikið erum við nú heppin. Stjórnarandstaðan þakkar góðærið hetjudáðum fyrri ríkisstjórnar en ríkisstjórnin segir strik hafa verið dregið í sandinn með sinni eigin tilkomu. Mikið hljótum við Íslendingar að vera heppin þjóð. Einu gildir hvort við völd er norræn velferð eða þjóðræn framferð, ávallt erum við með bestu ríkisstjórn í heimi, sem setur grunnþarfir almennings í forgang. Allur heimurinn horfir öfundaraugum til landsins bláa. Hér ráða ríkjum kappar, sem standa óttalausir andspænis hótunum öflugra og ósvífinna útlendinga, berja sér á brjóst og nötra af sjálfsöryggi. Á öllum sviðum stöndum við framar þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. Grunnurinn að velferðinni er vitanlega ábyrg hagstjórn. Ríkissjóður hefur skilað gríðarlegum afgangi undanfarin ár. En þetta gerist ekki af sjálfu sér. Svona árangur næst ekki nema ráðamenn séu óragir við að taka erfiðar ákvarðanir og forgangsraða. Ísland er t.d. eina ríkið í Norður-Evrópu sem sýnir þá ráðdeild í ríkisrekstri að verja langt innan við tíu prósentum af landsframleiðslu til heilbrigðismála og fer það hlutfall hríðlækkandi. Þá hefur einnig tekist að halda lyfjakostnaði langt undir því sem tíðkast í öðrum löndum. Það þarf stjórnvisku og staðfestu til að standa gegn þrýstingi almennings og sjúklinga um fullan aðgang að lyfjum og læknismeðferð jafnt á síðari hluta árs sem þeim fyrri. Skýr framtíðarsýn birtist í því að bjóða alls ekki upp á nýjustu og dýrustu lyf og lækningatæki, sem gætu raskað forgangsröðun og stöðugleika ríkisrekstrarins.Aðdáunarverð staðfesta Ef öryrkjum og öldruðum er sýnd of mikil eftirlátsemi og linkind er hætt við að undirstöður hagkerfisins láti undan. Staðfesta ráðamanna gegn heimtufrekju þessara hópa og kröfum um afturvirkar leiðréttingar á skerðingum er því aðdáunarverð. Það þarf að standa í lappirnar gagnvart svona sérhagsmunaöflum. Í menntakerfinu hefur gengið hægar að ná tökum á útgjöldum. Nú hafa menn þó tekið sig saman og fækkað kennslustundum á framhaldsskólastigi og stytt námið um eitt ár. Svo er líka ágætt að hafa skólana bara opna hluta úr vetri. Þá er líka verið að taka á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Það gengur auðvitað ekki að þeir sem mennta sig mest fái mest út úr námslánakerfinu. Það mun hafa góð áhrif á þróun útgjalda til námslána að setja markaðsvexti á þau og láta vaxtatekjur sjóðsins standa að fullu undir námsstyrkjum, sem framvegis munu nýtast best þeim sem hafa vit á að búa heima hjá pabba og mömmu meðan á námi stendur og vinna á sumrin í fjölskyldufyrirtækinu. Þessi hópur hefur hingað til verið mjög afskiptur og ekki notið neinna sérréttinda í námslánakerfinu. Þá verður að hrósa ríkisstjórninni, verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum fyrir að koma á nýju vinnumarkaðsmódeli, sem kennt er við SALEK og stuðlar að stöðugleika og litlum launahækkunum. Það er að norrænni fyrirmynd. Auðvitað verður ekki á allt kosið og því neyðast menn til að festa launin dálítið neðarlega, alla vega hjá hinum launalægstu – en það er allt í lagi því meðallaun allra, þegar bankamenn og slitastjórnarfólk er reiknað með, eru bara alveg ágæt. Stöðugleikinn bara þolir ekki að allir geti lifað af sínum launum. Já, ef við ættum ekki svona framsýna og staðfasta ráðamenn er engin leið til að við gætum gefið stórútgerðinni stórlega niðurgreiddan aðgang að auðlindinni í hafinu. Og hvernig ættum við að hafa efni á að borga 14 milljarða á ári í milliliði í landbúnaði ef við stemmum ekki stigu við eyðslu í heilbrigðismál, menntamál, aldraða, öryrkja og þá launalægstu? Við verðum alltaf að hugsa um stöðugleikann.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun
Við höfum aldrei haft það betra að sögn ráðamanna þjóðarinnar. Öguð og útsjónarsöm hagstjórn frá hruni hefur leitt til þess að aldrei hefur ríkið skuldað minna, aldrei hefur afgangur af ríkisrekstri verið meiri og aldrei hefur stöðugleikinn verið meiri. Mikið erum við nú heppin. Stjórnarandstaðan þakkar góðærið hetjudáðum fyrri ríkisstjórnar en ríkisstjórnin segir strik hafa verið dregið í sandinn með sinni eigin tilkomu. Mikið hljótum við Íslendingar að vera heppin þjóð. Einu gildir hvort við völd er norræn velferð eða þjóðræn framferð, ávallt erum við með bestu ríkisstjórn í heimi, sem setur grunnþarfir almennings í forgang. Allur heimurinn horfir öfundaraugum til landsins bláa. Hér ráða ríkjum kappar, sem standa óttalausir andspænis hótunum öflugra og ósvífinna útlendinga, berja sér á brjóst og nötra af sjálfsöryggi. Á öllum sviðum stöndum við framar þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. Grunnurinn að velferðinni er vitanlega ábyrg hagstjórn. Ríkissjóður hefur skilað gríðarlegum afgangi undanfarin ár. En þetta gerist ekki af sjálfu sér. Svona árangur næst ekki nema ráðamenn séu óragir við að taka erfiðar ákvarðanir og forgangsraða. Ísland er t.d. eina ríkið í Norður-Evrópu sem sýnir þá ráðdeild í ríkisrekstri að verja langt innan við tíu prósentum af landsframleiðslu til heilbrigðismála og fer það hlutfall hríðlækkandi. Þá hefur einnig tekist að halda lyfjakostnaði langt undir því sem tíðkast í öðrum löndum. Það þarf stjórnvisku og staðfestu til að standa gegn þrýstingi almennings og sjúklinga um fullan aðgang að lyfjum og læknismeðferð jafnt á síðari hluta árs sem þeim fyrri. Skýr framtíðarsýn birtist í því að bjóða alls ekki upp á nýjustu og dýrustu lyf og lækningatæki, sem gætu raskað forgangsröðun og stöðugleika ríkisrekstrarins.Aðdáunarverð staðfesta Ef öryrkjum og öldruðum er sýnd of mikil eftirlátsemi og linkind er hætt við að undirstöður hagkerfisins láti undan. Staðfesta ráðamanna gegn heimtufrekju þessara hópa og kröfum um afturvirkar leiðréttingar á skerðingum er því aðdáunarverð. Það þarf að standa í lappirnar gagnvart svona sérhagsmunaöflum. Í menntakerfinu hefur gengið hægar að ná tökum á útgjöldum. Nú hafa menn þó tekið sig saman og fækkað kennslustundum á framhaldsskólastigi og stytt námið um eitt ár. Svo er líka ágætt að hafa skólana bara opna hluta úr vetri. Þá er líka verið að taka á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Það gengur auðvitað ekki að þeir sem mennta sig mest fái mest út úr námslánakerfinu. Það mun hafa góð áhrif á þróun útgjalda til námslána að setja markaðsvexti á þau og láta vaxtatekjur sjóðsins standa að fullu undir námsstyrkjum, sem framvegis munu nýtast best þeim sem hafa vit á að búa heima hjá pabba og mömmu meðan á námi stendur og vinna á sumrin í fjölskyldufyrirtækinu. Þessi hópur hefur hingað til verið mjög afskiptur og ekki notið neinna sérréttinda í námslánakerfinu. Þá verður að hrósa ríkisstjórninni, verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum fyrir að koma á nýju vinnumarkaðsmódeli, sem kennt er við SALEK og stuðlar að stöðugleika og litlum launahækkunum. Það er að norrænni fyrirmynd. Auðvitað verður ekki á allt kosið og því neyðast menn til að festa launin dálítið neðarlega, alla vega hjá hinum launalægstu – en það er allt í lagi því meðallaun allra, þegar bankamenn og slitastjórnarfólk er reiknað með, eru bara alveg ágæt. Stöðugleikinn bara þolir ekki að allir geti lifað af sínum launum. Já, ef við ættum ekki svona framsýna og staðfasta ráðamenn er engin leið til að við gætum gefið stórútgerðinni stórlega niðurgreiddan aðgang að auðlindinni í hafinu. Og hvernig ættum við að hafa efni á að borga 14 milljarða á ári í milliliði í landbúnaði ef við stemmum ekki stigu við eyðslu í heilbrigðismál, menntamál, aldraða, öryrkja og þá launalægstu? Við verðum alltaf að hugsa um stöðugleikann.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun