Hvernig sleppur maður ómeiddur úr þessu? Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2016 14:59 Næmt auga dugar ekki til að finna út hvaða bílgerð hér er um að ræða. Þetta brak var fyrir stuttu Ford Mustang en erfitt er að greina það nú. Ökumaður bílsins slapp, þótt ótrúlegt megi virðast, ómeiddur. Bíllinn endaði í mörgum pörtum og dreifðist um nærliggjandi svæði en ökumaðurinn fannst í einum hluta hans, en megnið af bílnum annarsstaðar. Hann sat þar spenntur í bílbeltið sitjandi í ökumannssætinu, en ef til vill örlítið skelkaður. Slysið átti sér stað í Seattle borg í Bandaríkjunum og sá sem ók bílnum hafði leigt hann af bílaleigu. Eitthvað hefur honum þótt gaman að aka bílnum hratt því hann var á 145 km hraða á svæði þar sem leyfður er 55 km hraði. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum og endaði hann á ljósastaur sem reif bílinn í tætlur. Ökumannsins bíður ákæra fyrir hraðakstur sinn og ekki er víst að tryggingar á bílaleigubílnum sáluga muni duga til að bæta fyrir bílinn eftir svo ógætilegan akstur. Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent
Þetta brak var fyrir stuttu Ford Mustang en erfitt er að greina það nú. Ökumaður bílsins slapp, þótt ótrúlegt megi virðast, ómeiddur. Bíllinn endaði í mörgum pörtum og dreifðist um nærliggjandi svæði en ökumaðurinn fannst í einum hluta hans, en megnið af bílnum annarsstaðar. Hann sat þar spenntur í bílbeltið sitjandi í ökumannssætinu, en ef til vill örlítið skelkaður. Slysið átti sér stað í Seattle borg í Bandaríkjunum og sá sem ók bílnum hafði leigt hann af bílaleigu. Eitthvað hefur honum þótt gaman að aka bílnum hratt því hann var á 145 km hraða á svæði þar sem leyfður er 55 km hraði. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum og endaði hann á ljósastaur sem reif bílinn í tætlur. Ökumannsins bíður ákæra fyrir hraðakstur sinn og ekki er víst að tryggingar á bílaleigubílnum sáluga muni duga til að bæta fyrir bílinn eftir svo ógætilegan akstur.
Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent