Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Sveinn Arnarsson skrifar 24. september 2016 13:22 Sigurður Ingi segir ákvörðunin um að gefa kost á sér í formannsframboð hafa verið sér erfiða. Vísir/Jóhann K Jóhannsson Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segist hafa ákveðið að greina frá formannsframboði sínu til Framsóknarflokksins í gær til þess að ekki yrði óeðlileg spenna í loftinu á kjördæmaþingi flokksins í Suðurkjördæmi í dag. Þar gaf Sigurður Ingi kost á sér í fyrsta sæti listans og hlaut 100% atkvæða.Staða Sigmundar Davíðs innan Framsóknar virðist ekki eins traust og hann hefur sagt hana vera í viðtölum við fjölmiðla.VísirEr bjartsýnn á sigurSigurður Ingi segir þá ákvörðun að gefa kost á sér í formannssætið upp á móti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni hafa verið sér erfiða. „Það hefur ekki leynst neinum að það er ólga innan Framsóknarflokksins um forustuna og formanninn,” segir Sigurður Ingi. “Ég hef fundið það í samtölum að þrýstingur og áskoranir um að ég gefi kost á mér hafa aukist síðustu vikurnar. Mér fannst eðlilegast að hleypa þessari ólgu út með þeim lýðræðislega hætti að setja það í hendurnar á flokksmönnum á flokksþingi.“Miðað við það sem Sigmundur Davíð hefur sagt, ertu að ganga á bak orða þinna með því að bjóða þig fram gegn honum?„Alls ekki. Ég lagði mig satt best að segja mikið fram, allt frá því að þetta gerðist með viðtalið og Panamaskjölin í byrjun apríl og ég varð forsætisráðherra, að verja hann og skapa honum svigrúm og að koma í veg fyrir að það yrðu fylkingar innan Framsóknarflokksins. Það hefur gengið mjög vel eftir. Það var ekki sjálfgefið að það tækist að búa til þessa stöðu þar sem þingið og ríkisstjórnin hefur getað klárað mörg og mikilvæg mál sem skipta máli fyrir land og þjóð. Það er ljóst að á síðustu vikum hefur það kristallast að það er ekki samstaða innan flokksins um formanninn.“Hefur verið rætt um það við Sigmund Davíð að stíga til hliðar fyrir flokksþingið næstu helgi?„Ég veit ekkert um það. Ég tók mína ákvörðun í gær grundvallaða á því mati sem ég varð að meta miðað við áskoranir sem ég hef fengið.“Hvernig meturðu möguleika þína í formannsframboðinu næstu helgi?„Maður býður sig auðvitað ekki fram nema að maður telji að möguleikarnir séu góðir en það er hins vegar í höndum flokksmanna.“ Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Sigurður Ingi mættur á kjördæmisþing Framsóknarflokksins Þingið hefst klukkan ellefu og þar mun framboðslisti flokksins í kjördæminu vera staðfestur. 24. september 2016 11:05 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segist hafa ákveðið að greina frá formannsframboði sínu til Framsóknarflokksins í gær til þess að ekki yrði óeðlileg spenna í loftinu á kjördæmaþingi flokksins í Suðurkjördæmi í dag. Þar gaf Sigurður Ingi kost á sér í fyrsta sæti listans og hlaut 100% atkvæða.Staða Sigmundar Davíðs innan Framsóknar virðist ekki eins traust og hann hefur sagt hana vera í viðtölum við fjölmiðla.VísirEr bjartsýnn á sigurSigurður Ingi segir þá ákvörðun að gefa kost á sér í formannssætið upp á móti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni hafa verið sér erfiða. „Það hefur ekki leynst neinum að það er ólga innan Framsóknarflokksins um forustuna og formanninn,” segir Sigurður Ingi. “Ég hef fundið það í samtölum að þrýstingur og áskoranir um að ég gefi kost á mér hafa aukist síðustu vikurnar. Mér fannst eðlilegast að hleypa þessari ólgu út með þeim lýðræðislega hætti að setja það í hendurnar á flokksmönnum á flokksþingi.“Miðað við það sem Sigmundur Davíð hefur sagt, ertu að ganga á bak orða þinna með því að bjóða þig fram gegn honum?„Alls ekki. Ég lagði mig satt best að segja mikið fram, allt frá því að þetta gerðist með viðtalið og Panamaskjölin í byrjun apríl og ég varð forsætisráðherra, að verja hann og skapa honum svigrúm og að koma í veg fyrir að það yrðu fylkingar innan Framsóknarflokksins. Það hefur gengið mjög vel eftir. Það var ekki sjálfgefið að það tækist að búa til þessa stöðu þar sem þingið og ríkisstjórnin hefur getað klárað mörg og mikilvæg mál sem skipta máli fyrir land og þjóð. Það er ljóst að á síðustu vikum hefur það kristallast að það er ekki samstaða innan flokksins um formanninn.“Hefur verið rætt um það við Sigmund Davíð að stíga til hliðar fyrir flokksþingið næstu helgi?„Ég veit ekkert um það. Ég tók mína ákvörðun í gær grundvallaða á því mati sem ég varð að meta miðað við áskoranir sem ég hef fengið.“Hvernig meturðu möguleika þína í formannsframboðinu næstu helgi?„Maður býður sig auðvitað ekki fram nema að maður telji að möguleikarnir séu góðir en það er hins vegar í höndum flokksmanna.“
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Sigurður Ingi mættur á kjördæmisþing Framsóknarflokksins Þingið hefst klukkan ellefu og þar mun framboðslisti flokksins í kjördæminu vera staðfestur. 24. september 2016 11:05 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46
Sigurður Ingi mættur á kjördæmisþing Framsóknarflokksins Þingið hefst klukkan ellefu og þar mun framboðslisti flokksins í kjördæminu vera staðfestur. 24. september 2016 11:05
Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00
Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16