Leikmenn HK biðjast afsökunar á að hafa pissað á fána Breiðabliks Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. september 2016 18:47 Afsökunarbeiðni leikmanna var tekin til greina. vísir/ernir Leikmenn HK eru búnir að biðja stjórn knattspyrnudeildar afsökunar á hegðun sinni á lokahófi fótboltans um helgina en þar var pissað á fána Breiðabliks. Vefsíðan 433.is greindi fyrst frá málinu í gær en þá kom ekki fram að um leikmenn liðsins væri að ræða. HK-ingar sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins en 433.is hélt svo áfram með málið í morgun og sýndi myndband af Bjarna Gunnarssyni, framherja HK, míga á Blikafánann. Atvikið átti sér stað eins og fram hefur komið á lokahófi knattspyrnudeildar en HK-liðið tapaði 7-2 fyrir Leikni frá Fáskrúðsfirði í lokaumferðinni á heimavelli sem varð til þess að Leiknismenn héldu sér uppi. „Leikmennirnir segjast taka sameiginlega ábyrgð á atvikinu, þeir muni draga af því lærdóm og taka afleiðingum gerða sinna,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan.Yfirlýsing tvö í heild sinni frá HK: „Stjórn knattspyrnudeildar HK hefur móttekið afsökunarbeiðni frá leikmönnum meistaraflokks félagsins vegna ósæmilegrar meðferðar á fána Breiðabliks fyrir utan Fagralund síðastliðið laugardagskvöld. Í afsökunarbeiðni leikmanna kemur m.a. fram að leikmenn harmi atvikið og biðjist innilega afsökunar á því. Þá kemur fram að leikmennirnir telji að hegðun af þessum toga sé ekki til eftirbreytni og samræmist hvorki siðareglum né íþróttamannlegri hegðun. Leikmennirnir segjast taka sameiginlega ábyrgð á atvikinu, þeir muni draga af því lærdóm og taka afleiðingum gerða sinna. Stjórn knattspyrnudeildar HK ítrekar hér með fyrir hönd félagsins afsökunarbeiðni til allra Blika sem birt var í gær og vonast til þess að geta átt áfram gott og uppbyggilegt samstarf við Breiðablik, svo sem verið hefur. Atvikið sem um ræðir er litið alvarlegum augum og hefur því verið vísað til umfjöllunar aganefndar í samræmi við lög HK. Virðingarfyllst, Stjórn knattspyrnudeildar HK“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn HK pissuðu á fána Breiðabliks: Atvikið fordæmt og harmað HK-ingar harma atvikið. 25. september 2016 20:45 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Leikmenn HK eru búnir að biðja stjórn knattspyrnudeildar afsökunar á hegðun sinni á lokahófi fótboltans um helgina en þar var pissað á fána Breiðabliks. Vefsíðan 433.is greindi fyrst frá málinu í gær en þá kom ekki fram að um leikmenn liðsins væri að ræða. HK-ingar sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins en 433.is hélt svo áfram með málið í morgun og sýndi myndband af Bjarna Gunnarssyni, framherja HK, míga á Blikafánann. Atvikið átti sér stað eins og fram hefur komið á lokahófi knattspyrnudeildar en HK-liðið tapaði 7-2 fyrir Leikni frá Fáskrúðsfirði í lokaumferðinni á heimavelli sem varð til þess að Leiknismenn héldu sér uppi. „Leikmennirnir segjast taka sameiginlega ábyrgð á atvikinu, þeir muni draga af því lærdóm og taka afleiðingum gerða sinna,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan.Yfirlýsing tvö í heild sinni frá HK: „Stjórn knattspyrnudeildar HK hefur móttekið afsökunarbeiðni frá leikmönnum meistaraflokks félagsins vegna ósæmilegrar meðferðar á fána Breiðabliks fyrir utan Fagralund síðastliðið laugardagskvöld. Í afsökunarbeiðni leikmanna kemur m.a. fram að leikmenn harmi atvikið og biðjist innilega afsökunar á því. Þá kemur fram að leikmennirnir telji að hegðun af þessum toga sé ekki til eftirbreytni og samræmist hvorki siðareglum né íþróttamannlegri hegðun. Leikmennirnir segjast taka sameiginlega ábyrgð á atvikinu, þeir muni draga af því lærdóm og taka afleiðingum gerða sinna. Stjórn knattspyrnudeildar HK ítrekar hér með fyrir hönd félagsins afsökunarbeiðni til allra Blika sem birt var í gær og vonast til þess að geta átt áfram gott og uppbyggilegt samstarf við Breiðablik, svo sem verið hefur. Atvikið sem um ræðir er litið alvarlegum augum og hefur því verið vísað til umfjöllunar aganefndar í samræmi við lög HK. Virðingarfyllst, Stjórn knattspyrnudeildar HK“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn HK pissuðu á fána Breiðabliks: Atvikið fordæmt og harmað HK-ingar harma atvikið. 25. september 2016 20:45 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Leikmenn HK pissuðu á fána Breiðabliks: Atvikið fordæmt og harmað HK-ingar harma atvikið. 25. september 2016 20:45