Fyrningar- og uppboðsleið: Málamiðlun í kvótamálum Bolli Héðinsson og Þorkell Helgason skrifar 28. september 2016 07:00 Tilhögun á veiðigjaldi því sem útgerðinni ber að greiða til samfélagsins fyrir afnot af fiskistofnunum, sameign þjóðarinnar, er eitt þeirra meginmála sem kosið verður um í komandi þingkosningum. Stjórnkerfið sjálft, aflamarkskerfið, hefur reynst vel til að ná þeim markmiðum að tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofnanna og ná fram rekstrarlegri hagkvæmni. Samt er enn deilt. Ástæðan er sú að það eru a.m.k. tvö önnur meginmarkmið sem ekki hafa verið virt: Að allir hafi sem jöfnust tækifæri til þátttöku í fiskveiðunum og – umfram allt – að auðlindaarðurinn af nýtingu fiskimiðanna, þjóðareignarinnar, skili sér beint til samfélagsins. Sú breyting sem kallað er eftir þarf ekki og á ekki að valda kollsteypum eins og sumir óttast og aðrir hræða með. Farsæl leið þarf að uppfylla eftirtalin skilyrði: Breytingar hafi eðlilegan aðdraganda. Nýtt fyrirkomulag feli í sér vissa festu bæði fyrir sjávarútveginn og þjóðina. Með breyttu kerfi sé stuðlað að auknu aðgengi fyrir nýliða.Fullt gegnsæi í ráðstöfun aflaheimilda. Auðlindaarðurinn skili sér til þjóðarinnar.Útboð stuðlar að sátt Lengi, en þó ekki síst nú undanfarið, hafa margir bent á leið sem nær þessum markmiðum ef vel er að verki staðið. Hér skal þess freistað að draga saman meginatriði slíkrar málamiðlunarleiðar:Hægfara innköllun á núverandi aflahlutdeildum með hlutfallslegri skerðingu þeirra ár hvert. Skerðingarhlutfallið yrði pólitísk málamiðlun, en gæti t.d. verið á bilinu 10% til 20%. Það merkir að 80-90% eru kvaðalaust til ráðstöfunar frá fyrra ári til þess næsta. Núverandi handhafar kvótanna fá því rúma aðlögun. Sýna má fram á að þeir halda stórum hluta af núvirði alls auðlindaarðsins. Sú eftirgjöf er hluti málmiðlunarinnar.Uppboð á þeim kvótum sem þannig losna á hverju ári. Uppboðin þjóna tvíþættum tilgangi: Þeim að veita nýliðum aðgengi og að skila eðlilegum arði til eigandans, þjóðarinnar. Einfaldast er að hinar uppboðnu aflahlutdeildir lúti sömu skilyrðum og þær innkölluðu, þær skerðist með sama hætti. Við það skapast einsleitni í kerfinu, sem leiðir til festu og stöðugleika.Komið í veg fyrir samþjöppun kvóta og byggðaröskun. Þetta má gera með ýmsu móti, jafnvel að skerpa á þeim ákvæðum sem nú gilda og hafa ekki reynst sem skyldi. Útfærslan sjálf getur verið með ýmsu móti. Sem dæmi má nefna:Jaðarverð í uppboðunum. Gagnrýnt hefur verið að smáútgerðir kynnu að fara sér að voða með of háum tilboðum. Við þessu má sjá með því að verðið fyrir alla kvóta sem seldir eru á hverju uppboði sé jafnt því lægsta verði sem tekið er. (Færeyingar kalla þetta „lokuð“ uppboð sem hefur illu heilli verið misskilið hér því það er alls ekki lokað og allar færeyskar útgerðir hafa fengið að taka þátt í þeim útboðum sem þær kjósa.)Kvótar utan uppboða handa trilluköllum. Sagt er að þeir geti ekki staðið í því að taka þátt í uppboðum (enda þótt þeir séu seigir á fiskmörkuðum). Við þessu má sjá með því að taka frá vissan hluta sem þeir gætu keypt utan uppboða á markaðsverði.Festa með samningum. Allt fyrirkomulagið má, ef þurfa þykir, njörva niður í formi samninga milli stjórnvalda og þeirra sem hafa kvótana nú svo og þeirra sem kunna að afla þeirra á uppboðum. Sú leið málamiðlunar, sem hér er reifuð, uppfyllir fyrrgreind markmið um aðgengi nýliða og skil á arði til þjóðarinnar. Allir sitja við sama borð og fullt gagnsæi er tryggt. Hún felur ekki í sér neina kollsteypu heldur hægfara umskipti. Þá tekur hún þann kaleik frá stjórnmálamönnum að þurfa árlega að karpa um upphæð veiðigjalda. Útgerðin ákveður auðlindagreiðslurnar í reynd sjálf þegar hún tekur þátt í útboði veiðiheimildanna.Kjósendur krefjist skýrra svara Vitaskuld er aðferðin ekki gallalaus fremur en önnur mannanna verk. Verra er að hún hefur verið misskilin – viljandi eða óviljandi. Nefna má að gefið hefur verið í skyn að með fyrningum á kvótum sé verið að leggja sjávarútveginn niður skref fyrir skref, um 10-20% á ári þar til allt er í rúst. Svo er vitaskuld ekki. Allir kvótar munu ganga út og veiðar halda áfram ótrauðar þótt breytingar kunni að verða á því hverjir stunda atvinnuveginn, allt eins og gerist í öðrum atvinnugreinum. Meira en 80% þjóðarinnar vilja að ákvæði um þjóðareign á auðlindunum sé fest í stjórnarskrá, eins og fram kom í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Vitaskuld er þá ekki aðeins verið að tala um fagurgala til nota í hátíðarræðum heldur bitastæð ákvæði sem veiti þjóðinni í reynd eigendavald og þar með eðlilegt endurgjald. Í orði kveðnu virðast stjórnmálaflokkarnir allir þessa sama sinnis, en segjast sumir hverjir efast um leiðirnar. Af þeim flokkum sem munu bjóða fram í komandi kosningum verður að ætla að hið minnsta Björt framtíð, Píratar, Samfylkingin, Viðreisn og Vinstri-grænir, vilji að farin verði leið í anda þeirrar sem hér er reifuð. Vonandi bætast fleiri flokkar í hópinn. Krefjast verður skýrra svara svo að kjósendur kaupi ekki köttinn í sekknum við kjörborðið 29. október 2016.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Tilhögun á veiðigjaldi því sem útgerðinni ber að greiða til samfélagsins fyrir afnot af fiskistofnunum, sameign þjóðarinnar, er eitt þeirra meginmála sem kosið verður um í komandi þingkosningum. Stjórnkerfið sjálft, aflamarkskerfið, hefur reynst vel til að ná þeim markmiðum að tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofnanna og ná fram rekstrarlegri hagkvæmni. Samt er enn deilt. Ástæðan er sú að það eru a.m.k. tvö önnur meginmarkmið sem ekki hafa verið virt: Að allir hafi sem jöfnust tækifæri til þátttöku í fiskveiðunum og – umfram allt – að auðlindaarðurinn af nýtingu fiskimiðanna, þjóðareignarinnar, skili sér beint til samfélagsins. Sú breyting sem kallað er eftir þarf ekki og á ekki að valda kollsteypum eins og sumir óttast og aðrir hræða með. Farsæl leið þarf að uppfylla eftirtalin skilyrði: Breytingar hafi eðlilegan aðdraganda. Nýtt fyrirkomulag feli í sér vissa festu bæði fyrir sjávarútveginn og þjóðina. Með breyttu kerfi sé stuðlað að auknu aðgengi fyrir nýliða.Fullt gegnsæi í ráðstöfun aflaheimilda. Auðlindaarðurinn skili sér til þjóðarinnar.Útboð stuðlar að sátt Lengi, en þó ekki síst nú undanfarið, hafa margir bent á leið sem nær þessum markmiðum ef vel er að verki staðið. Hér skal þess freistað að draga saman meginatriði slíkrar málamiðlunarleiðar:Hægfara innköllun á núverandi aflahlutdeildum með hlutfallslegri skerðingu þeirra ár hvert. Skerðingarhlutfallið yrði pólitísk málamiðlun, en gæti t.d. verið á bilinu 10% til 20%. Það merkir að 80-90% eru kvaðalaust til ráðstöfunar frá fyrra ári til þess næsta. Núverandi handhafar kvótanna fá því rúma aðlögun. Sýna má fram á að þeir halda stórum hluta af núvirði alls auðlindaarðsins. Sú eftirgjöf er hluti málmiðlunarinnar.Uppboð á þeim kvótum sem þannig losna á hverju ári. Uppboðin þjóna tvíþættum tilgangi: Þeim að veita nýliðum aðgengi og að skila eðlilegum arði til eigandans, þjóðarinnar. Einfaldast er að hinar uppboðnu aflahlutdeildir lúti sömu skilyrðum og þær innkölluðu, þær skerðist með sama hætti. Við það skapast einsleitni í kerfinu, sem leiðir til festu og stöðugleika.Komið í veg fyrir samþjöppun kvóta og byggðaröskun. Þetta má gera með ýmsu móti, jafnvel að skerpa á þeim ákvæðum sem nú gilda og hafa ekki reynst sem skyldi. Útfærslan sjálf getur verið með ýmsu móti. Sem dæmi má nefna:Jaðarverð í uppboðunum. Gagnrýnt hefur verið að smáútgerðir kynnu að fara sér að voða með of háum tilboðum. Við þessu má sjá með því að verðið fyrir alla kvóta sem seldir eru á hverju uppboði sé jafnt því lægsta verði sem tekið er. (Færeyingar kalla þetta „lokuð“ uppboð sem hefur illu heilli verið misskilið hér því það er alls ekki lokað og allar færeyskar útgerðir hafa fengið að taka þátt í þeim útboðum sem þær kjósa.)Kvótar utan uppboða handa trilluköllum. Sagt er að þeir geti ekki staðið í því að taka þátt í uppboðum (enda þótt þeir séu seigir á fiskmörkuðum). Við þessu má sjá með því að taka frá vissan hluta sem þeir gætu keypt utan uppboða á markaðsverði.Festa með samningum. Allt fyrirkomulagið má, ef þurfa þykir, njörva niður í formi samninga milli stjórnvalda og þeirra sem hafa kvótana nú svo og þeirra sem kunna að afla þeirra á uppboðum. Sú leið málamiðlunar, sem hér er reifuð, uppfyllir fyrrgreind markmið um aðgengi nýliða og skil á arði til þjóðarinnar. Allir sitja við sama borð og fullt gagnsæi er tryggt. Hún felur ekki í sér neina kollsteypu heldur hægfara umskipti. Þá tekur hún þann kaleik frá stjórnmálamönnum að þurfa árlega að karpa um upphæð veiðigjalda. Útgerðin ákveður auðlindagreiðslurnar í reynd sjálf þegar hún tekur þátt í útboði veiðiheimildanna.Kjósendur krefjist skýrra svara Vitaskuld er aðferðin ekki gallalaus fremur en önnur mannanna verk. Verra er að hún hefur verið misskilin – viljandi eða óviljandi. Nefna má að gefið hefur verið í skyn að með fyrningum á kvótum sé verið að leggja sjávarútveginn niður skref fyrir skref, um 10-20% á ári þar til allt er í rúst. Svo er vitaskuld ekki. Allir kvótar munu ganga út og veiðar halda áfram ótrauðar þótt breytingar kunni að verða á því hverjir stunda atvinnuveginn, allt eins og gerist í öðrum atvinnugreinum. Meira en 80% þjóðarinnar vilja að ákvæði um þjóðareign á auðlindunum sé fest í stjórnarskrá, eins og fram kom í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Vitaskuld er þá ekki aðeins verið að tala um fagurgala til nota í hátíðarræðum heldur bitastæð ákvæði sem veiti þjóðinni í reynd eigendavald og þar með eðlilegt endurgjald. Í orði kveðnu virðast stjórnmálaflokkarnir allir þessa sama sinnis, en segjast sumir hverjir efast um leiðirnar. Af þeim flokkum sem munu bjóða fram í komandi kosningum verður að ætla að hið minnsta Björt framtíð, Píratar, Samfylkingin, Viðreisn og Vinstri-grænir, vilji að farin verði leið í anda þeirrar sem hér er reifuð. Vonandi bætast fleiri flokkar í hópinn. Krefjast verður skýrra svara svo að kjósendur kaupi ekki köttinn í sekknum við kjörborðið 29. október 2016.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun