Stirt milli formanns og forsætisráðherra Sveinn Arnarsson skrifar 12. september 2016 06:30 Vaktaskipti urðu í forsætisráðuneytinu í apríl. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mun ekki setjast í stjórn með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni eftir landsþing flokksins þann 1. október. Sigurður sagði trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og stjórnar flokksins undanfarið og því gæti hann ekki setið í óbreyttri stjórn. Heimildir Fréttablaðsins herma að samskipti þeirra séu stirð og að stuðningsmenn forsætisráðherra séu allt eins undirbúnir því að hann fari í formannsframboð. Í samtölum við miðstjórnarfulltrúa Framsóknarflokksins eftir fundinn hefur komið fram að landsþingið í október verði ekki kurteisissamkoma. Þar mun verða tekist á um framtíð flokksins. Nokkrir þingmenn sem fréttastofa heyrði í eftir fundinn vilja komast í kosningabaráttu og tala þá um sigra síðustu ára og góða málefnastöðu en efast um að þau mál komist að með Wintris-mál forsætisráðherra á bakinu. Fjölmargir hafa á síðustu dögum og vikum hvatt forsætisráðherra til þess að bjóða sig fram sem formann flokksins. Sveinbjörn Eyjólfsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar og núverandi forstöðumaður á Hvanneyri, steig í pontu á miðstjórnarfundi og lýsti yfir framboði. „Það er mjög mikilvægt að Framsóknarmenn fái að kjósa um formannsembættið í flokknum,“ segir Sveinbjörn. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, sagði í viðtali við Þórhildi Þorkelsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar að forsætisráðherra hefði þurft að sitja undir reiðilestri formanns flokksins. Margir hafa sagt það ekki vera sannleikanum samkvæmt. Jón Pétursson, formaður Framsóknarfélagsins í Mosfellsbæ, segir orð Höskuldar vera lygi. „Ég var viðstaddur og veit nákvæmlega hvað fór fram. Ef eitthvað er þá var mikill vilji Sigmundar til að leita sátta við Sigurð Inga. Það er þyngra en tárum taki að samband þeirra sé stirt því þeir eru báðir sterkir stjórnmálamenn,“ segir Jón. Sigmundur Davíð tjáir sig ekki um hvað gerðist undir lok fundarins. Ekki náðist í Sigurð Inga sem er í opinberri heimsókn í Danmörku.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kveðst aldrei áður hafa fundið fyrir jafn sterkum stuðningi og velvild frá almenningi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur líkur á að ríkið tak yfir Arion banka. Hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 4. september 2016 13:09 Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mun ekki setjast í stjórn með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni eftir landsþing flokksins þann 1. október. Sigurður sagði trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og stjórnar flokksins undanfarið og því gæti hann ekki setið í óbreyttri stjórn. Heimildir Fréttablaðsins herma að samskipti þeirra séu stirð og að stuðningsmenn forsætisráðherra séu allt eins undirbúnir því að hann fari í formannsframboð. Í samtölum við miðstjórnarfulltrúa Framsóknarflokksins eftir fundinn hefur komið fram að landsþingið í október verði ekki kurteisissamkoma. Þar mun verða tekist á um framtíð flokksins. Nokkrir þingmenn sem fréttastofa heyrði í eftir fundinn vilja komast í kosningabaráttu og tala þá um sigra síðustu ára og góða málefnastöðu en efast um að þau mál komist að með Wintris-mál forsætisráðherra á bakinu. Fjölmargir hafa á síðustu dögum og vikum hvatt forsætisráðherra til þess að bjóða sig fram sem formann flokksins. Sveinbjörn Eyjólfsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar og núverandi forstöðumaður á Hvanneyri, steig í pontu á miðstjórnarfundi og lýsti yfir framboði. „Það er mjög mikilvægt að Framsóknarmenn fái að kjósa um formannsembættið í flokknum,“ segir Sveinbjörn. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, sagði í viðtali við Þórhildi Þorkelsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar að forsætisráðherra hefði þurft að sitja undir reiðilestri formanns flokksins. Margir hafa sagt það ekki vera sannleikanum samkvæmt. Jón Pétursson, formaður Framsóknarfélagsins í Mosfellsbæ, segir orð Höskuldar vera lygi. „Ég var viðstaddur og veit nákvæmlega hvað fór fram. Ef eitthvað er þá var mikill vilji Sigmundar til að leita sátta við Sigurð Inga. Það er þyngra en tárum taki að samband þeirra sé stirt því þeir eru báðir sterkir stjórnmálamenn,“ segir Jón. Sigmundur Davíð tjáir sig ekki um hvað gerðist undir lok fundarins. Ekki náðist í Sigurð Inga sem er í opinberri heimsókn í Danmörku.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kveðst aldrei áður hafa fundið fyrir jafn sterkum stuðningi og velvild frá almenningi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur líkur á að ríkið tak yfir Arion banka. Hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 4. september 2016 13:09 Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Kveðst aldrei áður hafa fundið fyrir jafn sterkum stuðningi og velvild frá almenningi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur líkur á að ríkið tak yfir Arion banka. Hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 4. september 2016 13:09
Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42
Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03