Nýtt tímabil eftir fimmtugt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. september 2016 10:00 Anna Margrét og Jón standa á bak við ráðstefnuna ásamt fleirum. Þau skiptu bæði um störf á miðjum aldri. „Fólk um fimmtugt á um það bil 30 ár eftir af ævinni, að meðaltali, og lengst af við góða heilsu. Í flestum tilfellum er því ekkert að vanbúnaði að nýta hæfileika sína og þekkingu og kanna ný mið.“ Þetta segir Jón Björnsson sálfræðingur, einn þeirra sem standa að ráðstefnu í Ráðhúsi Reykjavíkur milli klukkan 13.30 og 16 í dag. Hún nefnist BALL í ráðhúsinu og snýst um þau tækifæri sem bætt heilsufar Vesturlandaþjóða og aukið langlífi hefur skapað. Þar er sem sagt ekki um ball að ræða í þeim skilningi sem við þekkjum best heldur er BALL skammstöfun á Be Active through Lifelong Learning eða „Verið virk og lærið svo lengi sem þið lifið“. Um alþjóðlegt verkefni er að ræða sem staðið hefur í þrjú ár. Jón telur sóun að nýta ekki starfskrafta fólks á ofanverðum aldri. „Það þarf að auðvelda fólki að endurskoða líf sitt á sextugsaldri svo það geti spurt sig, eins og það gerði milli fermingar og tvítugs, hvað ætla ég að verða? Þá getur tekið við nýtt tímabil og ekkert því til fyrirstöðu að starta nýjum ferli.“ Sjálfur sagði Jón upp góðri stöðu hjá Reykjavíkurborg þegar hann var 53 ára, hefur síðan ferðast, fengist við bókaskrif, kennslu og fararstjórn og haft gaman af. „Ég hef ekki haft eins miklar tekjur en ágæti tímans hefur bætt það upp,“ segir hann. Anna Margrét Guðjónsdóttir verður fundarstjóri ráðstefnunnar. Hún stofnaði fyrirtækið Evris þegar hún stóð á fimmtugu og það hefur leitt BALL-verkefnið sem teygir sig til Póllands og Spánar. „Það þarf að hugsa stöðu miðaldra fólks upp á nýtt því hún hefur breyst mjög mikið. Á því þarf að vekja athygli og ráðstefnan er skref í þá átt,“ segir Anna Margrét og tekur fram að starfsmannastjóri Landsvirkjunar muni kynna afstöðu sína til málefnisins. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. september 2016. Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
„Fólk um fimmtugt á um það bil 30 ár eftir af ævinni, að meðaltali, og lengst af við góða heilsu. Í flestum tilfellum er því ekkert að vanbúnaði að nýta hæfileika sína og þekkingu og kanna ný mið.“ Þetta segir Jón Björnsson sálfræðingur, einn þeirra sem standa að ráðstefnu í Ráðhúsi Reykjavíkur milli klukkan 13.30 og 16 í dag. Hún nefnist BALL í ráðhúsinu og snýst um þau tækifæri sem bætt heilsufar Vesturlandaþjóða og aukið langlífi hefur skapað. Þar er sem sagt ekki um ball að ræða í þeim skilningi sem við þekkjum best heldur er BALL skammstöfun á Be Active through Lifelong Learning eða „Verið virk og lærið svo lengi sem þið lifið“. Um alþjóðlegt verkefni er að ræða sem staðið hefur í þrjú ár. Jón telur sóun að nýta ekki starfskrafta fólks á ofanverðum aldri. „Það þarf að auðvelda fólki að endurskoða líf sitt á sextugsaldri svo það geti spurt sig, eins og það gerði milli fermingar og tvítugs, hvað ætla ég að verða? Þá getur tekið við nýtt tímabil og ekkert því til fyrirstöðu að starta nýjum ferli.“ Sjálfur sagði Jón upp góðri stöðu hjá Reykjavíkurborg þegar hann var 53 ára, hefur síðan ferðast, fengist við bókaskrif, kennslu og fararstjórn og haft gaman af. „Ég hef ekki haft eins miklar tekjur en ágæti tímans hefur bætt það upp,“ segir hann. Anna Margrét Guðjónsdóttir verður fundarstjóri ráðstefnunnar. Hún stofnaði fyrirtækið Evris þegar hún stóð á fimmtugu og það hefur leitt BALL-verkefnið sem teygir sig til Póllands og Spánar. „Það þarf að hugsa stöðu miðaldra fólks upp á nýtt því hún hefur breyst mjög mikið. Á því þarf að vekja athygli og ráðstefnan er skref í þá átt,“ segir Anna Margrét og tekur fram að starfsmannastjóri Landsvirkjunar muni kynna afstöðu sína til málefnisins. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. september 2016.
Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira