Hefði þurft að undirbúa búvörusamninga betur Snærós Sindradóttir skrifar 16. september 2016 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson trúir því að fylgi Framsóknarflokksins taki kipp upp á við fyrir kosningar þegar málefni flokksins verða lögð á borðið. vísir/stefán Mér fannst svolítið erfitt að koma inn í þetta þegar það er búið að gera samninginn. Það eru hlutir sem ég hefði viljað leggja meiri eða annars konar áherslu á. Ég held til dæmis að það hefði þurft að vera meira samráð við stéttirnar af hálfu ríkisins. Hlusta aðeins meira,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um búvörusamninga. Breytingar á búvörulögum, sem eru forsenda búvörusamninga, voru samþykktar af nítján þingmönnum stjórnarflokkanna á Alþingi á þriðjudag. Samningarnir eru umdeildir og þeir hafa vakið hörð viðbrögð allt frá því að þeir voru lagðir fram. Gunnar Bragi varð landbúnaðarráðherra tíu dögum eftir að bændur samþykktu samningana. „Það hefði þurft að fara í meiri rannsóknir og útreikninga. Gera rannsóknir á áhrifum hans eftir því hvort sviðsmyndin verði svona eða svona. Ég sakna þess svolítið að það hafi ekki verið gert. Ég er ekki endilega að segja að það hefði skilað annars konar samningi en það hefði að minnsta kosti undirbyggt miklu betur umræðuna sem átti eftir að koma. Ég held það hefði mátt fara öðruvísi í þetta frá upphafi.“Stendur með samningnum Samningarnir fela í sér um fjórtán milljarða króna útgjöld á ári næstu tíu árin. Það er að meðaltali 700 milljóna króna hækkun frá núgildandi samningi. Þeir hafa verið gagnrýndir fyrir þennan mikla kostnað en einnig fyrir að gera ráð fyrir háum tollum á innfluttar landbúnaðarafurðir. „Það eru einhverjar þúsundir sem starfa í landbúnaði í dag. Aukinn innflutningur myndi fækka þeim störfum. Staðreyndin er sú að það er verið að niðurgreiða þessa vöru til neytenda líka. Ef við förum að flytja inn matvöru í stórum stíl, hvað gerist þá í sveitum landsins? Er það allt í lagi að byggð leggist af á stórum svæðum af því að þar er ekki hægt að reka landbúnað? Bændur eru að framleiða gæðavöru fyrir íslenska neytendur. Það má velta fyrir sér hvort íslenskir neytendur séu ekki bara tilbúnir að borga meira fyrir þessa frábæru vöru sem er að koma frá bændunum.“En er Framsóknarflokkurinn ekki bara of tengdur bændaforystunni til að geta staðið með neytendum? „Það er ekkert nýtt að Framsókn sé tengd bændum eða standi vörð um hag bænda. Við viljum meina að þetta fari saman. Með sterkum landbúnaði er í raun verið að gæta hagsmuna neytenda um leið. Það er verið að bjóða góða og heilnæma vöru sem er fátítt að menn noti lyf í og svo framvegis. Hver er hagur neytenda ef landbúnaður leggst af eða fer á fá stór bú? Er það þannig að menn vilji bara flytja inn erlendar afurðir? Þá þurfum við að eiga meiri gjaldeyri til að kaupa vörur til landsins. Verslun ræður þá meira framboði til neytenda og ræður verðinu algjörlega. Ég ætla að leyfa mér að vera hreinskilinn. Mér verður hálf óglatt þegar ég heyri talsmenn verslunarinnar tala fyrir hönd neytenda. Þar er enginn að hugsa um neitt nema eigin hag og að hámarka gróðann.“Gunnar Bragi Sveinsson segir betra að Framsóknarflokkurinn hafi umdeildan leiðtoga en leiðtoga sem ekki þorir að standa á sínu.vísir/stefánMS fær ekki að knésetja Örnu Mjólkursamsalan (MS) var á dögunum sektuð fyrir brot á samkeppnislögum fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Framkvæmdastjóri Örnu, sem framleiðir laktósafríar mjólkurvörur sem náð hafa vinsældum, sérstaklega í kjölfar samkeppnislagabrots MS, sagði í viðtali við Fréttablaðið að MS gæti drepið rekstur þeirra á nokkrum vikum. „Með því að vera með laktósafríar mjólkurvörur þá ertu með ákveðna sérstöðu sem þú getur byggt á. Þeir reyndar komu með sína léttmjólk um leið og þeir fréttu að við værum að fara af stað,“ sagði Hálfdán Óskarsson um viðskiptahætti MS. Gunnar Bragi segir vissar undanþágur MS frá samkeppnislögum nauðsynlegar. „Ef MS færi í slíkan leiðangur þá hugsa ég að meira að segja Framsóknarmenn væru til í að breyta lögum til að koma í veg fyrir slíkt. Því yrði aldrei leyft að gerast. Arna í Bolungarvík er frábært fyrirtæki sem kemur inn á markaðinn þar sem er autt rúm. Við þurfum að passa að fyrirtækið hafi svigrúm. En það verður líka að taka tillit til þess að MS hefur meiri ábyrgð og hlutverk en aðrir.“Gefa mönnum séns Á dögunum felldu stjórnarflokkarnir á þingi breytingartillögu stjórnarandstöðunnar um að ef bóndi gerist sekur um dýraníð þá falli styrkveitingar til hans frá ríkinu niður. Síðar var sett inn ákvæði sem gengur skemur en miðar við að hægt sé að fella út styrkgreiðslur fyrir það tiltekna dýr sem sætir illri meðferð. „Tillagan sem var felld í þinginu hefði þurft að vera betur unnin til þess að það væri hægt að samþykkja hana. Það er í gangi ákveðið regluverk sem gerir ráð fyrir að það sé tekið á einstaklingum sem fara svona með dýr, þeir fá áminningu og séns til að laga. En greiðslurnar eru meðal annars til að búa vel að dýrum. Ef maður er með jarðræktarstyrki og styrki til kúabúskapar, er þá rétt að taka þá af ef hann fer illa með sauðféð sitt? Mín skoðun er nei, en við skulum taka af manninum sauðféð þar til hann er búinn að laga það. Við megum ekki gleyma því að það eru margir þættir sem geta orsakað að farið sé illa með skepnur. Það geta verið andleg eða líkamleg veikindi sem koma skyndilega upp. Þá þurfum við að hafa svigrúm til að gefa fólki séns til að rétta úr kútnum.“Sigmundur áfram formaður Gunnar Bragi er líka þeirrar skoðunar að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, eigi skilið annan séns. Hann hætti eftirminnilega sem forsætisráðherra þegar upp komst um eign eiginkonu hans á aflandsfélaginu Wintris. „Sigmundur hefur gert mjög vel grein fyrir þessum fjármálum. Hefði hann getað haldið öðruvísi á málum í eftirleiknum af þessu? Alveg örugglega. En menn verða líka að horfa á raunveruleikann og hann er sá að Sigmundi hefur verið betur treyst en nokkrum öðrum fram að þessu til að leiða flokkinn og ríkisstjórn og þar með þjóðina í gegnum þessar hremmingar sem hafa dunið á okkur undanfarin ár.“ Gunnar hefur ekki áhyggjur af því að fylgið nái sér ekki á meðan Sigmundur er í forsvari fyrir flokkinn. „Í dag er Framsóknarflokkurinn búinn að vera meira og minna í kringum tíu prósentin. Munum það að þegar Sigmundur vék frá og fór í sitt leyfi datt það niður í sex eða sjö prósent en er komið aftur upp.“Er það þá ekki Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sem hefur byggt það upp aftur?„Eða að Sigmundur er kominn aftur.“ Sigurður Ingi hefur gefið það út að hann hyggist ekki bjóða sig fram sem varaformann Framsóknar ef ekki verður gerð breyting á forystu flokksins. Þar með hefur hann stillt upp valkosti á milli sín og Sigmundar Davíðs. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag styður Gunnar Bragi Sigmund sem formann flokksins. Það myndi þýða að Sigmundur væri forsætisráðherraefni Framsóknar í komandi kosningum.Finnst þér eðlilegt og viltu gjarnan að hann verði aftur forsætisráðherra? „Að sjálfsögðu. Undir stjórn Framsóknarflokksins hefur náðst þvílíkur árangur á þessu kjörtímabili. Auðvitað er það ekki bara honum að þakka en þú þarft sterkan leiðtoga sem getur sett málin á dagskrá. Öll þessi mál [andstaða við Icesave, leiðréttingin og barátta við kröfuhafa bankanna] hefur hann sett á dagskrá og enginn annar.“ Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist í júní aldrei hafa orðið vitni að viðlíka foringjadýrkun og viðgengist hjá fámennum hópi í Framsóknarflokknum og átti þá við gagnvart Sigmundi Davíð. Gunnar Bragi gefur ekki mikið fyrir þessi ummæli Höskuldar. „Ég veit ekki hvort ég á að segja nokkur orð um Höskuld Þórhallsson sem alltaf hefur tapað fyrir Sigmundi og mun gera það áfram. Það er engin persónudýrkun í Framsóknarflokknum. Við höfum hins vegar verið svo heppin í gegnum tíðina að vera yfirleitt með trausta leiðtoga. Það var engin persónudýrkun þegar Framsóknarmenn stóðu trekk í trekk upp og klöppuðu fyrir Steingrími Hermannssyni. Það sama má segja um Halldór Ásgrímsson heitinn. Báðir voru mjög flottir leiðtogar. Þetta er alveg eins í dag. Sigmundur er traustur leiðtogi en umdeildur. Það er ekki vinsælt að taka dæmi hér en var Davíð Oddsson einhvern tíma óumdeildur? Enginn annar hefur setið jafn lengi í stóli. Björt framtíð ákvað að vera óumdeildur flokkur og hvert er sá ágæti flokkur að fara? Þú þarft að þora að segja hlutina. Þarft að vera fylginn þér. Þú þarft ekki endilega að vera allra en þú þarft að trúa á þetta verkefni.“Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Mér fannst svolítið erfitt að koma inn í þetta þegar það er búið að gera samninginn. Það eru hlutir sem ég hefði viljað leggja meiri eða annars konar áherslu á. Ég held til dæmis að það hefði þurft að vera meira samráð við stéttirnar af hálfu ríkisins. Hlusta aðeins meira,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um búvörusamninga. Breytingar á búvörulögum, sem eru forsenda búvörusamninga, voru samþykktar af nítján þingmönnum stjórnarflokkanna á Alþingi á þriðjudag. Samningarnir eru umdeildir og þeir hafa vakið hörð viðbrögð allt frá því að þeir voru lagðir fram. Gunnar Bragi varð landbúnaðarráðherra tíu dögum eftir að bændur samþykktu samningana. „Það hefði þurft að fara í meiri rannsóknir og útreikninga. Gera rannsóknir á áhrifum hans eftir því hvort sviðsmyndin verði svona eða svona. Ég sakna þess svolítið að það hafi ekki verið gert. Ég er ekki endilega að segja að það hefði skilað annars konar samningi en það hefði að minnsta kosti undirbyggt miklu betur umræðuna sem átti eftir að koma. Ég held það hefði mátt fara öðruvísi í þetta frá upphafi.“Stendur með samningnum Samningarnir fela í sér um fjórtán milljarða króna útgjöld á ári næstu tíu árin. Það er að meðaltali 700 milljóna króna hækkun frá núgildandi samningi. Þeir hafa verið gagnrýndir fyrir þennan mikla kostnað en einnig fyrir að gera ráð fyrir háum tollum á innfluttar landbúnaðarafurðir. „Það eru einhverjar þúsundir sem starfa í landbúnaði í dag. Aukinn innflutningur myndi fækka þeim störfum. Staðreyndin er sú að það er verið að niðurgreiða þessa vöru til neytenda líka. Ef við förum að flytja inn matvöru í stórum stíl, hvað gerist þá í sveitum landsins? Er það allt í lagi að byggð leggist af á stórum svæðum af því að þar er ekki hægt að reka landbúnað? Bændur eru að framleiða gæðavöru fyrir íslenska neytendur. Það má velta fyrir sér hvort íslenskir neytendur séu ekki bara tilbúnir að borga meira fyrir þessa frábæru vöru sem er að koma frá bændunum.“En er Framsóknarflokkurinn ekki bara of tengdur bændaforystunni til að geta staðið með neytendum? „Það er ekkert nýtt að Framsókn sé tengd bændum eða standi vörð um hag bænda. Við viljum meina að þetta fari saman. Með sterkum landbúnaði er í raun verið að gæta hagsmuna neytenda um leið. Það er verið að bjóða góða og heilnæma vöru sem er fátítt að menn noti lyf í og svo framvegis. Hver er hagur neytenda ef landbúnaður leggst af eða fer á fá stór bú? Er það þannig að menn vilji bara flytja inn erlendar afurðir? Þá þurfum við að eiga meiri gjaldeyri til að kaupa vörur til landsins. Verslun ræður þá meira framboði til neytenda og ræður verðinu algjörlega. Ég ætla að leyfa mér að vera hreinskilinn. Mér verður hálf óglatt þegar ég heyri talsmenn verslunarinnar tala fyrir hönd neytenda. Þar er enginn að hugsa um neitt nema eigin hag og að hámarka gróðann.“Gunnar Bragi Sveinsson segir betra að Framsóknarflokkurinn hafi umdeildan leiðtoga en leiðtoga sem ekki þorir að standa á sínu.vísir/stefánMS fær ekki að knésetja Örnu Mjólkursamsalan (MS) var á dögunum sektuð fyrir brot á samkeppnislögum fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Framkvæmdastjóri Örnu, sem framleiðir laktósafríar mjólkurvörur sem náð hafa vinsældum, sérstaklega í kjölfar samkeppnislagabrots MS, sagði í viðtali við Fréttablaðið að MS gæti drepið rekstur þeirra á nokkrum vikum. „Með því að vera með laktósafríar mjólkurvörur þá ertu með ákveðna sérstöðu sem þú getur byggt á. Þeir reyndar komu með sína léttmjólk um leið og þeir fréttu að við værum að fara af stað,“ sagði Hálfdán Óskarsson um viðskiptahætti MS. Gunnar Bragi segir vissar undanþágur MS frá samkeppnislögum nauðsynlegar. „Ef MS færi í slíkan leiðangur þá hugsa ég að meira að segja Framsóknarmenn væru til í að breyta lögum til að koma í veg fyrir slíkt. Því yrði aldrei leyft að gerast. Arna í Bolungarvík er frábært fyrirtæki sem kemur inn á markaðinn þar sem er autt rúm. Við þurfum að passa að fyrirtækið hafi svigrúm. En það verður líka að taka tillit til þess að MS hefur meiri ábyrgð og hlutverk en aðrir.“Gefa mönnum séns Á dögunum felldu stjórnarflokkarnir á þingi breytingartillögu stjórnarandstöðunnar um að ef bóndi gerist sekur um dýraníð þá falli styrkveitingar til hans frá ríkinu niður. Síðar var sett inn ákvæði sem gengur skemur en miðar við að hægt sé að fella út styrkgreiðslur fyrir það tiltekna dýr sem sætir illri meðferð. „Tillagan sem var felld í þinginu hefði þurft að vera betur unnin til þess að það væri hægt að samþykkja hana. Það er í gangi ákveðið regluverk sem gerir ráð fyrir að það sé tekið á einstaklingum sem fara svona með dýr, þeir fá áminningu og séns til að laga. En greiðslurnar eru meðal annars til að búa vel að dýrum. Ef maður er með jarðræktarstyrki og styrki til kúabúskapar, er þá rétt að taka þá af ef hann fer illa með sauðféð sitt? Mín skoðun er nei, en við skulum taka af manninum sauðféð þar til hann er búinn að laga það. Við megum ekki gleyma því að það eru margir þættir sem geta orsakað að farið sé illa með skepnur. Það geta verið andleg eða líkamleg veikindi sem koma skyndilega upp. Þá þurfum við að hafa svigrúm til að gefa fólki séns til að rétta úr kútnum.“Sigmundur áfram formaður Gunnar Bragi er líka þeirrar skoðunar að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, eigi skilið annan séns. Hann hætti eftirminnilega sem forsætisráðherra þegar upp komst um eign eiginkonu hans á aflandsfélaginu Wintris. „Sigmundur hefur gert mjög vel grein fyrir þessum fjármálum. Hefði hann getað haldið öðruvísi á málum í eftirleiknum af þessu? Alveg örugglega. En menn verða líka að horfa á raunveruleikann og hann er sá að Sigmundi hefur verið betur treyst en nokkrum öðrum fram að þessu til að leiða flokkinn og ríkisstjórn og þar með þjóðina í gegnum þessar hremmingar sem hafa dunið á okkur undanfarin ár.“ Gunnar hefur ekki áhyggjur af því að fylgið nái sér ekki á meðan Sigmundur er í forsvari fyrir flokkinn. „Í dag er Framsóknarflokkurinn búinn að vera meira og minna í kringum tíu prósentin. Munum það að þegar Sigmundur vék frá og fór í sitt leyfi datt það niður í sex eða sjö prósent en er komið aftur upp.“Er það þá ekki Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sem hefur byggt það upp aftur?„Eða að Sigmundur er kominn aftur.“ Sigurður Ingi hefur gefið það út að hann hyggist ekki bjóða sig fram sem varaformann Framsóknar ef ekki verður gerð breyting á forystu flokksins. Þar með hefur hann stillt upp valkosti á milli sín og Sigmundar Davíðs. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag styður Gunnar Bragi Sigmund sem formann flokksins. Það myndi þýða að Sigmundur væri forsætisráðherraefni Framsóknar í komandi kosningum.Finnst þér eðlilegt og viltu gjarnan að hann verði aftur forsætisráðherra? „Að sjálfsögðu. Undir stjórn Framsóknarflokksins hefur náðst þvílíkur árangur á þessu kjörtímabili. Auðvitað er það ekki bara honum að þakka en þú þarft sterkan leiðtoga sem getur sett málin á dagskrá. Öll þessi mál [andstaða við Icesave, leiðréttingin og barátta við kröfuhafa bankanna] hefur hann sett á dagskrá og enginn annar.“ Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist í júní aldrei hafa orðið vitni að viðlíka foringjadýrkun og viðgengist hjá fámennum hópi í Framsóknarflokknum og átti þá við gagnvart Sigmundi Davíð. Gunnar Bragi gefur ekki mikið fyrir þessi ummæli Höskuldar. „Ég veit ekki hvort ég á að segja nokkur orð um Höskuld Þórhallsson sem alltaf hefur tapað fyrir Sigmundi og mun gera það áfram. Það er engin persónudýrkun í Framsóknarflokknum. Við höfum hins vegar verið svo heppin í gegnum tíðina að vera yfirleitt með trausta leiðtoga. Það var engin persónudýrkun þegar Framsóknarmenn stóðu trekk í trekk upp og klöppuðu fyrir Steingrími Hermannssyni. Það sama má segja um Halldór Ásgrímsson heitinn. Báðir voru mjög flottir leiðtogar. Þetta er alveg eins í dag. Sigmundur er traustur leiðtogi en umdeildur. Það er ekki vinsælt að taka dæmi hér en var Davíð Oddsson einhvern tíma óumdeildur? Enginn annar hefur setið jafn lengi í stóli. Björt framtíð ákvað að vera óumdeildur flokkur og hvert er sá ágæti flokkur að fara? Þú þarft að þora að segja hlutina. Þarft að vera fylginn þér. Þú þarft ekki endilega að vera allra en þú þarft að trúa á þetta verkefni.“Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira