Markmiðið er að lina þjáningar fíkla Snærós Sindradóttir skrifar 2. september 2016 07:00 Það hefur verið mér hjartans mál lengi að koma þessum málum á annan stað. Við munum öll eftir yfirlýsingunni um fíkniefnalaust Ísland árið 2000 en síðan eru liðin mörg ár og við erum engu nær þessu markmiði,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Á þriðjudag kom út skýrsla starfshóps sem ráðherrann skipaði um leiðir til að draga úr skaðlegum áhrifum vímuefnaneyslu í íslensku samfélagi. Kristján kom starfshópnum af stað og vildi að litið yrði til reynslu landa af því að falla frá refsistefnu í tengslum við ólögleg vímuefni. „Ég hallast að því að þeir sem glíma við fíkn í áfengi eða vímuefni séu ekki glæpamenn. Þetta eru sjúklingar og í flestum tilfellum skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins sem við þurfum að annast um og reyna að leita leiða til að hlúa betur að.“Stutt en ákveðin skref Tillögur starfshópsins eru í nokkrum liðum en fyrst ber að nefna tillögu um afnám fangelsisrefsinga fyrir vörslu á minniháttar skömmtum af fíkniefnum. Enn væri þó hægt að refsa fyrir vörslu neysluskammta með sektum og þannig hefur lagaframkvæmdin raunar verið síðastliðin ár. Munu fíklarnir þá finna einhvern mun? „Það má alltaf deila um það hversu langt á að ganga. Ég get sagt þér að þegar ég sem heilbrigðisráðherra viðraði þetta í janúar 2014 og sagði að ég vildi fara að fikra okkur frá þessari refsistefnu, þá voru viðbrögðin með ýmsum hætti. Það var þó nokkur hópur sem hafði hátt og þótti þessi afstaða mín ærið skringileg svo ekki sé meira sagt. En vissulega voru aðrir hópar sem fögnuðu því að við værum tilbúin að ræða nýja nálgun á þetta. Ég hef verið þeirrar skoðunar að breytingar á framkvæmd þessarar löggjafar þurfi að taka í hægum, stórum en öruggum skrefum. Við munum aldrei geta tekið einhver risastökk og umbylt bæði framkvæmd og ekki síður hugsuninni um þessi mál. Ef þetta gengur eftir er verið að staðfesta praxísinn. En það eru líka önnur atriði sem snúa að því að taka ákveðin brot gegn fíkniefnalöggjöfinni úr því ferli að lögbrjóturinn lendi á sakaskrá.“ Kristján segir að meginmarkmið sitt með tillögunum sé einmitt að breyta hugmyndum fólks um fíknivanda. „Ég vil reyna að koma því fyrst inn í umræðuna og síðan inn í hugsunina hjá fólki, þegar það leiðir hugann að þessum vágesti sem ofnotkun fíkniefna er, að það beri að nálgast það sem heilbrigðisvandamál. Nálgast þetta á þeim grunni að fólkið sem glímir við þennan vanda hafi nákvæmlega sömu réttindi til lífs og lífsgæða. Þessi viðhorfsbreyting sem ég tel að þurfi að eiga sér stað hefur sem betur fer smátt og smátt eignast fleiri fylgjendur.“Neyslurými minnka skaðann Tillögur starfshópsins snúa einnig að úrræðum en ekki endilega lagabókstafnum. Þannig leggur hópurinn til að aðgengi að hreinum sprautum verði í boði og kannað verði hver þörfin sé fyrir örugg neyslurými þar sem sprautufíklar geta neytt fíkniefna í næði. Yrðu þá bara skýli í miðbænum þar sem fólk gæti sprautað sig? „Eins absúrd og það hljómar þá er þetta í raun þannig. Ég hitti eitt sinn manneskju í Danmörku sem starfrækti svona neyslurými og þekkir vel þá veröld í Kaupmannahöfn. Hún þreyttist ekki á að lýsa því fyrir mér hversu gríðarlega mikil breyting þetta var fyrir fíklana. Að komast í þetta örugga umhverfi og svala sinni fíkn. Í svona smáu samfélagi eins og okkar þá kann að vera miklu flóknara að koma þessu af stað heldur en í stærri samfélögum, en við eigum hikstalaust að skoða hvort við getum komið svona upp. Ég segi að allt sem getur hjálpað okkur við að lina þjáningar þessa fólks eigum við að skoða fordómalaust.“ Fulltrúi ríkislögreglustjóra í starfshópnum lýsti áhyggjum af því að ákveðnar lagabreytingar sem lagðar eru til muni gera sölu fíkniefna auðveldari og fjölga sölumönnum. „Ég held að nefndin hafi farið út og suður um kima þessarar veraldar og rætt sig niður að einhverri sameiginlegri sýn til þessara málefna. Ég efast ekki um að lögreglan hefur áhuga á því að gera sem best í þessum málaflokki og rökstyður áhyggjur sínar með því að þessi breyting geti leitt til einhverra breytinga á þessum markaði með fíkniefni. En meirihluti starfshópsins er, sem betur fer í mínum huga, mjög eindregið þeirrar skoðunar að við verðum að breyta um kúrs. Við verðum að breyta um starfshætti og ég kýs að líta svo á að lögreglan taki undir það því hún gerir í raun ekki neinar athugasemdir við stærstan hluta þeirra tillagna sem þarna eru gerðar.“Gjaldfrjáls heilsugæsla ólíkleg Tillögurnar taka líka til þess að heilsugæla verði gjaldfrjáls fyrir heimilislausa og jaðarhópa með mikinn fíknivanda. Í dag fá öryrkjar afslátt af komugjöldum á heilsugæslu. Það leiðir eðlilega til þeirrar spurningar hvort heilsugæsla og heilbrigðisþjónusta geti jafnvel með öllu orðið gjaldfrjáls almenningi. „Það er alveg möguleiki að gera það en til þess þarf alveg ótrúlega mikla fjármuni til viðbótar. Við erum að horfa á að útgjöld heimilanna í heilbrigðiskostnaði eru um 18% af kostnaðinum. Þessi fjárhæð er í kringum þrjátíu milljarða króna og það er jákvætt að setja sér það markmið að lækka þann kostnað. En ég hef hvergi séð það í þeim gagnabrunni sem að mér hefur verið borinn við vinnslu þessa máls, að það sé einhvers staðar í nágrannalöndum okkar eða veröldinni þannig að heimilin beri engan kostnað af heilbrigðisútgjöldum. Þessi þjónusta er svo fjölbreytt að þú verður að geta haft einhverja verðstýringu til þess að stýra notkun á heilbrigðisþjónustu. Þetta er mjög göfugt markmið að sjá fyrir sér og sjálfsagt að stefna í þessa veru en það mun taka okkur langan tíma.“Landlæknir vopnalaus Í sumar voru kynnt áform hollensks fyrirtækis um að byggja sjúkrahús í Mosfellsbæ og það látið í veðri vaka að samningar hefðu náðst með heilbrigðisráðuneytinu. Mynd sem sýndi einn forsprakka verkefnisins funda með Kristjáni Þór þótti staðfesta þetta og upp gaus töluverð reiði í samfélaginu. „Umræðan fór alveg á flug út af þessari mynd um að ég væri byrjaður að ljúga. Það var alveg með ólíkindum að fylgjast með þessu.“ En stendur til að leyfa einkaaðilum að byggja sjúkrahús? „Það er ekkert inni á okkar borði. Ég er ekki með eina einustu beiðni um slíkt.“ Mættu einkaaðilar byggja hér sjúkrahús samkvæmt íslenskum lögum? „Já, örugglega. En það eru ákveðin lög og regluverk í landinu sem kveður á um það með hvaða hætti það er gert. Ég varð var við það í umræðunni um þennan fyrirhugaða spítala í Mosfellsbæ að Landlæknisembættið taldi sig ekki hafa fullar heimildir til að bregðast við því sem embættið taldi ógna íslensku heilbrigðiskerfi og þjónustu við Íslendinga. Þess vegna setti ég af stað vinnu á milli ráðuneytisins og Landlæknisembættisins um að skoða það.“Gæti unnið til vinstri Kjörtímabilið hefur verið skrautlegt að mati Kristjáns. Í lok júlí hafði Kjarninn það eftir Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata, Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, og Oddnýju Harðardóttur, formanni Samfylkingar, að útilokað væri að starfa með Sjálfstæðisflokki eftir kosningar. „Ég kýs að horfa til þessara yfirlýsinga þannig að þær hafi verið sagðar í hita leiksins. Ég hef heyrt í þingmönnum eins af þessum flokkum sem hafa sagt að þetta hafi ekki einu sinni verið rætt í þingflokki viðkomandi stjórnmálaafls. Þannig að það eru skiptar skoðanir um þessa afstöðu. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að ganga eigi óbundinn til kosninga og treysti mér til að vinna með flokkum til vinstri jafnt sem miðjuflokkum. Það eru bara málefnin sem eiga að ráða hverju sinni.“ Kjörtímabilið hafi verið þroskandi. Svona á þann veg að það sem ekki drepi mann styrki mann. „Þetta hefur verið mjög áhugavert svo ekki sé meira sagt. Það sem gerir þetta skemmtilegt í mínum huga er að heilbrigðisþjónustan snertir hverja einustu sál í þessu landi. Ég hef sagt það áður að þú fæðist inn í þetta kerfi og deyrð í því líka og átt svo í viðskiptum við það allan tímann á milli.“Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Það hefur verið mér hjartans mál lengi að koma þessum málum á annan stað. Við munum öll eftir yfirlýsingunni um fíkniefnalaust Ísland árið 2000 en síðan eru liðin mörg ár og við erum engu nær þessu markmiði,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Á þriðjudag kom út skýrsla starfshóps sem ráðherrann skipaði um leiðir til að draga úr skaðlegum áhrifum vímuefnaneyslu í íslensku samfélagi. Kristján kom starfshópnum af stað og vildi að litið yrði til reynslu landa af því að falla frá refsistefnu í tengslum við ólögleg vímuefni. „Ég hallast að því að þeir sem glíma við fíkn í áfengi eða vímuefni séu ekki glæpamenn. Þetta eru sjúklingar og í flestum tilfellum skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins sem við þurfum að annast um og reyna að leita leiða til að hlúa betur að.“Stutt en ákveðin skref Tillögur starfshópsins eru í nokkrum liðum en fyrst ber að nefna tillögu um afnám fangelsisrefsinga fyrir vörslu á minniháttar skömmtum af fíkniefnum. Enn væri þó hægt að refsa fyrir vörslu neysluskammta með sektum og þannig hefur lagaframkvæmdin raunar verið síðastliðin ár. Munu fíklarnir þá finna einhvern mun? „Það má alltaf deila um það hversu langt á að ganga. Ég get sagt þér að þegar ég sem heilbrigðisráðherra viðraði þetta í janúar 2014 og sagði að ég vildi fara að fikra okkur frá þessari refsistefnu, þá voru viðbrögðin með ýmsum hætti. Það var þó nokkur hópur sem hafði hátt og þótti þessi afstaða mín ærið skringileg svo ekki sé meira sagt. En vissulega voru aðrir hópar sem fögnuðu því að við værum tilbúin að ræða nýja nálgun á þetta. Ég hef verið þeirrar skoðunar að breytingar á framkvæmd þessarar löggjafar þurfi að taka í hægum, stórum en öruggum skrefum. Við munum aldrei geta tekið einhver risastökk og umbylt bæði framkvæmd og ekki síður hugsuninni um þessi mál. Ef þetta gengur eftir er verið að staðfesta praxísinn. En það eru líka önnur atriði sem snúa að því að taka ákveðin brot gegn fíkniefnalöggjöfinni úr því ferli að lögbrjóturinn lendi á sakaskrá.“ Kristján segir að meginmarkmið sitt með tillögunum sé einmitt að breyta hugmyndum fólks um fíknivanda. „Ég vil reyna að koma því fyrst inn í umræðuna og síðan inn í hugsunina hjá fólki, þegar það leiðir hugann að þessum vágesti sem ofnotkun fíkniefna er, að það beri að nálgast það sem heilbrigðisvandamál. Nálgast þetta á þeim grunni að fólkið sem glímir við þennan vanda hafi nákvæmlega sömu réttindi til lífs og lífsgæða. Þessi viðhorfsbreyting sem ég tel að þurfi að eiga sér stað hefur sem betur fer smátt og smátt eignast fleiri fylgjendur.“Neyslurými minnka skaðann Tillögur starfshópsins snúa einnig að úrræðum en ekki endilega lagabókstafnum. Þannig leggur hópurinn til að aðgengi að hreinum sprautum verði í boði og kannað verði hver þörfin sé fyrir örugg neyslurými þar sem sprautufíklar geta neytt fíkniefna í næði. Yrðu þá bara skýli í miðbænum þar sem fólk gæti sprautað sig? „Eins absúrd og það hljómar þá er þetta í raun þannig. Ég hitti eitt sinn manneskju í Danmörku sem starfrækti svona neyslurými og þekkir vel þá veröld í Kaupmannahöfn. Hún þreyttist ekki á að lýsa því fyrir mér hversu gríðarlega mikil breyting þetta var fyrir fíklana. Að komast í þetta örugga umhverfi og svala sinni fíkn. Í svona smáu samfélagi eins og okkar þá kann að vera miklu flóknara að koma þessu af stað heldur en í stærri samfélögum, en við eigum hikstalaust að skoða hvort við getum komið svona upp. Ég segi að allt sem getur hjálpað okkur við að lina þjáningar þessa fólks eigum við að skoða fordómalaust.“ Fulltrúi ríkislögreglustjóra í starfshópnum lýsti áhyggjum af því að ákveðnar lagabreytingar sem lagðar eru til muni gera sölu fíkniefna auðveldari og fjölga sölumönnum. „Ég held að nefndin hafi farið út og suður um kima þessarar veraldar og rætt sig niður að einhverri sameiginlegri sýn til þessara málefna. Ég efast ekki um að lögreglan hefur áhuga á því að gera sem best í þessum málaflokki og rökstyður áhyggjur sínar með því að þessi breyting geti leitt til einhverra breytinga á þessum markaði með fíkniefni. En meirihluti starfshópsins er, sem betur fer í mínum huga, mjög eindregið þeirrar skoðunar að við verðum að breyta um kúrs. Við verðum að breyta um starfshætti og ég kýs að líta svo á að lögreglan taki undir það því hún gerir í raun ekki neinar athugasemdir við stærstan hluta þeirra tillagna sem þarna eru gerðar.“Gjaldfrjáls heilsugæsla ólíkleg Tillögurnar taka líka til þess að heilsugæla verði gjaldfrjáls fyrir heimilislausa og jaðarhópa með mikinn fíknivanda. Í dag fá öryrkjar afslátt af komugjöldum á heilsugæslu. Það leiðir eðlilega til þeirrar spurningar hvort heilsugæsla og heilbrigðisþjónusta geti jafnvel með öllu orðið gjaldfrjáls almenningi. „Það er alveg möguleiki að gera það en til þess þarf alveg ótrúlega mikla fjármuni til viðbótar. Við erum að horfa á að útgjöld heimilanna í heilbrigðiskostnaði eru um 18% af kostnaðinum. Þessi fjárhæð er í kringum þrjátíu milljarða króna og það er jákvætt að setja sér það markmið að lækka þann kostnað. En ég hef hvergi séð það í þeim gagnabrunni sem að mér hefur verið borinn við vinnslu þessa máls, að það sé einhvers staðar í nágrannalöndum okkar eða veröldinni þannig að heimilin beri engan kostnað af heilbrigðisútgjöldum. Þessi þjónusta er svo fjölbreytt að þú verður að geta haft einhverja verðstýringu til þess að stýra notkun á heilbrigðisþjónustu. Þetta er mjög göfugt markmið að sjá fyrir sér og sjálfsagt að stefna í þessa veru en það mun taka okkur langan tíma.“Landlæknir vopnalaus Í sumar voru kynnt áform hollensks fyrirtækis um að byggja sjúkrahús í Mosfellsbæ og það látið í veðri vaka að samningar hefðu náðst með heilbrigðisráðuneytinu. Mynd sem sýndi einn forsprakka verkefnisins funda með Kristjáni Þór þótti staðfesta þetta og upp gaus töluverð reiði í samfélaginu. „Umræðan fór alveg á flug út af þessari mynd um að ég væri byrjaður að ljúga. Það var alveg með ólíkindum að fylgjast með þessu.“ En stendur til að leyfa einkaaðilum að byggja sjúkrahús? „Það er ekkert inni á okkar borði. Ég er ekki með eina einustu beiðni um slíkt.“ Mættu einkaaðilar byggja hér sjúkrahús samkvæmt íslenskum lögum? „Já, örugglega. En það eru ákveðin lög og regluverk í landinu sem kveður á um það með hvaða hætti það er gert. Ég varð var við það í umræðunni um þennan fyrirhugaða spítala í Mosfellsbæ að Landlæknisembættið taldi sig ekki hafa fullar heimildir til að bregðast við því sem embættið taldi ógna íslensku heilbrigðiskerfi og þjónustu við Íslendinga. Þess vegna setti ég af stað vinnu á milli ráðuneytisins og Landlæknisembættisins um að skoða það.“Gæti unnið til vinstri Kjörtímabilið hefur verið skrautlegt að mati Kristjáns. Í lok júlí hafði Kjarninn það eftir Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata, Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, og Oddnýju Harðardóttur, formanni Samfylkingar, að útilokað væri að starfa með Sjálfstæðisflokki eftir kosningar. „Ég kýs að horfa til þessara yfirlýsinga þannig að þær hafi verið sagðar í hita leiksins. Ég hef heyrt í þingmönnum eins af þessum flokkum sem hafa sagt að þetta hafi ekki einu sinni verið rætt í þingflokki viðkomandi stjórnmálaafls. Þannig að það eru skiptar skoðanir um þessa afstöðu. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að ganga eigi óbundinn til kosninga og treysti mér til að vinna með flokkum til vinstri jafnt sem miðjuflokkum. Það eru bara málefnin sem eiga að ráða hverju sinni.“ Kjörtímabilið hafi verið þroskandi. Svona á þann veg að það sem ekki drepi mann styrki mann. „Þetta hefur verið mjög áhugavert svo ekki sé meira sagt. Það sem gerir þetta skemmtilegt í mínum huga er að heilbrigðisþjónustan snertir hverja einustu sál í þessu landi. Ég hef sagt það áður að þú fæðist inn í þetta kerfi og deyrð í því líka og átt svo í viðskiptum við það allan tímann á milli.“Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira