Borgnesingar skoða ylströnd í Englendingavík Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. september 2016 07:00 Einar S. Valdimarsson í Englendingavík þar sem hugmyndin er að koma upp ylströnd með heitum pottum. Mynd/Magnús Kári Einarsson „Við erum að reyna að lífga þetta enn meira,“ segir Einar S. Valdimarsson sem óskar eftir samstarfi við Borgarbyggð um gerð ylstrandar í Englendingavík. Einar rekur þegar bæði veitingastað og heimagistingu í Englendingavík og hefur auk þess verið að gera þar upp annan húsakost, þar með talið pakkhús og gömlu kaupfélagsskrifstofurnar, til að víkka út starfsemina. Margir þekkja svæðið við Englendingavík, ekki síst barnafólk sem sótt hefur hinn vinsæla Bjössaróló sem orðinn er þekkt kennileiti í Borgarnesi. Einar segir víkina afar skjólsæla, sérstaklega í norðanátt. „Hér 150 metra frá var fólk á ungmennafélagsmóti um daginn norpandi á meðan það voru krakkar á sundskýlum hjá okkur. Þetta er bara náttúruperla, ekkert annað,“ útskýrir vertinn í víkinni. „Draumurinn hjá arkitektinum er að vera jafnvel með litla heita potta sem flæðir inn í. En enn þá eru þetta bara hugmyndir sem kviknuðu,“ segir Einar sem kveðst einnig líta til samstarfs við Orkuveituna varðandi heitu pottana og hugsanlega sturtuaðstöðu. „Þá er hugmyndin að lýsa upp klettavegg ofan við göngustíg sem liggur frá brúnni yfir í Brákarey og gera þetta svolítið flott. Þetta er spurning um að lífga aðeins upp á,“ segir Einar sem kveður ætlunina að fá listamann til að „finna og draga fram mannamyndir“ sem séu þar fyrir í klettunum. „Vandamálið í ferðaþjónustunni er að útlendingurinn þarf að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann þarf eitthvað öðruvísi og eitthvað sem er gaman að skoða,“ undirstrikar Einar. Ótaldar eru hugmyndir um að koma fyrir gömlum bát við steinbryggjuna til augnayndis og setja upp vefmyndavélar í Litlu-Brákarey sem er friðuð og Einar kveður vera mikla fuglaparadís. „Hugmyndin er að gera fólki kleift að sjá æðarfuglinn með ungana og að það geti fylgst með flóðinu og fjörunni. Ég held að ferðaþjónusta í Borgarnesi eigi vannýtt tækifæri í fuglunum og strandlengjunni almennt.“ Byggðarráð Borgarbyggðar segir þessar hugmyndir áhugaverðar og hefur sett þær í skoðun.Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuEinar S. Valdimarson við veitingahúsið Englendingavík.Mynd/Magnús Kári Einarsson Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
„Við erum að reyna að lífga þetta enn meira,“ segir Einar S. Valdimarsson sem óskar eftir samstarfi við Borgarbyggð um gerð ylstrandar í Englendingavík. Einar rekur þegar bæði veitingastað og heimagistingu í Englendingavík og hefur auk þess verið að gera þar upp annan húsakost, þar með talið pakkhús og gömlu kaupfélagsskrifstofurnar, til að víkka út starfsemina. Margir þekkja svæðið við Englendingavík, ekki síst barnafólk sem sótt hefur hinn vinsæla Bjössaróló sem orðinn er þekkt kennileiti í Borgarnesi. Einar segir víkina afar skjólsæla, sérstaklega í norðanátt. „Hér 150 metra frá var fólk á ungmennafélagsmóti um daginn norpandi á meðan það voru krakkar á sundskýlum hjá okkur. Þetta er bara náttúruperla, ekkert annað,“ útskýrir vertinn í víkinni. „Draumurinn hjá arkitektinum er að vera jafnvel með litla heita potta sem flæðir inn í. En enn þá eru þetta bara hugmyndir sem kviknuðu,“ segir Einar sem kveðst einnig líta til samstarfs við Orkuveituna varðandi heitu pottana og hugsanlega sturtuaðstöðu. „Þá er hugmyndin að lýsa upp klettavegg ofan við göngustíg sem liggur frá brúnni yfir í Brákarey og gera þetta svolítið flott. Þetta er spurning um að lífga aðeins upp á,“ segir Einar sem kveður ætlunina að fá listamann til að „finna og draga fram mannamyndir“ sem séu þar fyrir í klettunum. „Vandamálið í ferðaþjónustunni er að útlendingurinn þarf að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann þarf eitthvað öðruvísi og eitthvað sem er gaman að skoða,“ undirstrikar Einar. Ótaldar eru hugmyndir um að koma fyrir gömlum bát við steinbryggjuna til augnayndis og setja upp vefmyndavélar í Litlu-Brákarey sem er friðuð og Einar kveður vera mikla fuglaparadís. „Hugmyndin er að gera fólki kleift að sjá æðarfuglinn með ungana og að það geti fylgst með flóðinu og fjörunni. Ég held að ferðaþjónusta í Borgarnesi eigi vannýtt tækifæri í fuglunum og strandlengjunni almennt.“ Byggðarráð Borgarbyggðar segir þessar hugmyndir áhugaverðar og hefur sett þær í skoðun.Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuEinar S. Valdimarson við veitingahúsið Englendingavík.Mynd/Magnús Kári Einarsson
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira