Kjörsókn í prófkjöri bendir til dræmrar kjörsóknar í haust Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. september 2016 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, Ólöf Nordal, Sigríður Anderson, Brynjar Níelsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir voru í efstu fimm sætunum í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík í gær. Vísir Það er viðbúið að kosningaþátttaka í Alþingiskosningunum í haust verði með versta móti. Þetta segir Grétar Þór Eysteinsson prófessor við Háskólann á Akureyri. Tvö prófkjör Sjálfstæðisflokksins fóru fram um helgina. Í sameiginlegu prófkjöri fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö lentu Ólöf Nordal og Guðlaugur Þór Þórðarson í efstu tveimur sætunum og í Norðvesturkjördæmi bar þingmaðurinn Haraldur Benediktsson sigur úr býtum. Athygli vekur að þátttaka í báðum prófkjörum dregst mjög saman frá fyrri árum. 1.516 greiddu atkvæði í Norðvestur, samanborið við rúmlega 2.700 fyrir þingkosningarnar 2009, og í Reykjavík kusu 3.430. Þetta er versta kjörsókn í prófkjöri flokksins í Reykjavík frá upphafi. Til samanburðar kusu ríflega tvöfalt fleiri í prófkjöri flokksins í nóvember 2012.„Það sem af er undirbúningi þessara kosninga þá hefur kjörsókn verið dræm hjá þeim flokkum sem valið hafa prófkjörsleiðina,“ segir Grétar og bendir í því samhengi á prófkjör Pírata. Þar tóku 1.319 þátt og kjörsókn var í kringum 35 prósent. „Verði kjörsókn sambærileg í prófkjörum annarra flokka gefur það vísbendingar um að kjörsókn verði með allra versta móti í þingkosningunum sjálfum. Þetta er þróun sem hefur verið í gangi frá hruni og forvitnilegt að sjá hvort haldi áfram.“ Grétar telur að minnkandi stjórnmálaáhugi fólks í bland við minnkandi traust á stjórnmálamönnum hafi þessar afleiðingar. Hann telur ósennilegt að tímasetningin prófkjöranna og kosninganna hafi áhrif í þessu samhengi. „Það er mögulegt að tilkoma Viðreisnar hafi haft sitt að segja en ég tel ekki að hún skýri allt saman.“ Líkt og áður segir varð Ólöf Nordal, varaformaður flokksins, efst í prófkjörinu en hún hlaut 61 prósent atkvæða í fyrsta sætið. Það er tíu prósentustigum minna en Hanna Birna Kristjánsdóttir hlaut í prófkjörinu 2012 en örlítið meira en Illugi Gunnarsson árið 2009. „Það kemur ekki á óvart að Guðlaugur Þór klípi nokkur prósent af fyrsta sætinu. Sem stendur á Sjálfstæðisflokkurinn engan afgerandi leiðtoga í borginni og sextíu prósent því í raun ásættanlegt,“ segir Grétar Þór. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðvestur X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Það er viðbúið að kosningaþátttaka í Alþingiskosningunum í haust verði með versta móti. Þetta segir Grétar Þór Eysteinsson prófessor við Háskólann á Akureyri. Tvö prófkjör Sjálfstæðisflokksins fóru fram um helgina. Í sameiginlegu prófkjöri fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö lentu Ólöf Nordal og Guðlaugur Þór Þórðarson í efstu tveimur sætunum og í Norðvesturkjördæmi bar þingmaðurinn Haraldur Benediktsson sigur úr býtum. Athygli vekur að þátttaka í báðum prófkjörum dregst mjög saman frá fyrri árum. 1.516 greiddu atkvæði í Norðvestur, samanborið við rúmlega 2.700 fyrir þingkosningarnar 2009, og í Reykjavík kusu 3.430. Þetta er versta kjörsókn í prófkjöri flokksins í Reykjavík frá upphafi. Til samanburðar kusu ríflega tvöfalt fleiri í prófkjöri flokksins í nóvember 2012.„Það sem af er undirbúningi þessara kosninga þá hefur kjörsókn verið dræm hjá þeim flokkum sem valið hafa prófkjörsleiðina,“ segir Grétar og bendir í því samhengi á prófkjör Pírata. Þar tóku 1.319 þátt og kjörsókn var í kringum 35 prósent. „Verði kjörsókn sambærileg í prófkjörum annarra flokka gefur það vísbendingar um að kjörsókn verði með allra versta móti í þingkosningunum sjálfum. Þetta er þróun sem hefur verið í gangi frá hruni og forvitnilegt að sjá hvort haldi áfram.“ Grétar telur að minnkandi stjórnmálaáhugi fólks í bland við minnkandi traust á stjórnmálamönnum hafi þessar afleiðingar. Hann telur ósennilegt að tímasetningin prófkjöranna og kosninganna hafi áhrif í þessu samhengi. „Það er mögulegt að tilkoma Viðreisnar hafi haft sitt að segja en ég tel ekki að hún skýri allt saman.“ Líkt og áður segir varð Ólöf Nordal, varaformaður flokksins, efst í prófkjörinu en hún hlaut 61 prósent atkvæða í fyrsta sætið. Það er tíu prósentustigum minna en Hanna Birna Kristjánsdóttir hlaut í prófkjörinu 2012 en örlítið meira en Illugi Gunnarsson árið 2009. „Það kemur ekki á óvart að Guðlaugur Þór klípi nokkur prósent af fyrsta sætinu. Sem stendur á Sjálfstæðisflokkurinn engan afgerandi leiðtoga í borginni og sextíu prósent því í raun ásættanlegt,“ segir Grétar Þór. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðvestur X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent