Tregur stuðningur minn við vaxtalækkunina Lars Christensen skrifar 31. ágúst 2016 22:43 Það er ekkert leyndarmál að ég hef verið mjög gagnrýninn á stjórnun peningamálastefnunnar víða um heim og síðan 2010-11 hef ég verið sérstaklega gagnrýninn á að Seðlabanki Evrópu hafi haft of mikla aðhaldsstefnu í peningamálum og almennt hef ég verið þeirrar skoðunar að peningamálastefnan bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum hafi verið of aðhaldssöm frekar en að hún hafi verið of lausbeisluð. En í tilfelli Íslands hef ég haft aðeins aðra skoðun. Þannig tel ég að Seðlabanki Íslands hafi gert þetta nokkurn veginn rétt undir stjórn Más Guðmundssonar og í fyrra studdi ég stýrivaxtahækkanir Seðlabankans því ég var eindregið þeirrar skoðunar að peningamálastefnan væri orðin of slök. En núna? Í síðustu viku kom Seðlabankinn á óvart og lækkaði lykilvexti sína um 0,5 prósentustig niður í 5,25%. Ég verð að viðurkenna að ég sá þetta ekki fyrir og ég er ekki ákafur stuðningsmaður vaxtalækkunarinnar. Að því sögðu þá hafa uppáhaldsvísar mínir varðandi peningamálastefnuna verið að færast í rétta átt, svo ég viðurkenni að minnsta kosti að dyrnar hafi opnast í hálfa gátt fyrir vaxtalækkun.Vaxtalækkun er í lagi, en hún kemur of fljóttAlmennt séð vil ég líta á tvenns konar hagvísa þegar ég met peningamálastefnu. Í fyrsta lagi markaðsvísa – einkum verðbólguvæntingar – og í öðru lagi peningavísa. Ef við byrjum á verðbólguvæntingum þá er ljóst að bæði verðbólguvæntingarnar, sem við sjáum í könnun Seðlabankans á meðal markaðsaðila, og á skuldabréfamörkuðunum, hafa hækkað og eru langt yfir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans og það er einnig ljóst að markaðsaðilarnir líta ekki á verðbólgumarkmið Seðlabankans sem fyllilega trúverðugt. Hins vegar hafa verðbólguvæntingar (bæði væntingar í könnun og á mörkuðum) undanfarið nálgast 2,5%. Við erum ekki öll komin þangað enn þá, en tilhneigingin hefur verið skýr. Þetta gerir aðhaldssama peningamálastefnu síður nauðsynlega. Ef við snúum okkur að peningavísunum þá lít ég fyrst og fremst á aukið peningaframboð og hækkandi nafnvirði vergrar landsframleiðslu (VLF), sem við getum litið á sem eftirspurn í hagkerfinu sem Seðlabankinn stjórnar. Almennt hafa varla komið nein viðvörunarmerki vegna aukins peningaframboðs, en ef við lítum á nafnvirði VLF er ekki eins ljóst að aukin lausatök á peningamálastefnunni eigi rétt á sér einmitt núna. Ég hef lengi haldið því fram að síðan Már Guðmundsson varð seðlabankastjóri hafi Seðlabankinn haldið vexti nafnvirðis VLF við 4,5%, sem tryggir 2,5% verðbólgu ef vöxtur VFL að raunvirði er í kringum 2%. Það er hins vegar ljóst að síðan 2014 hefur nafnvirði VLF vaxið hlutfallslega hraðar en þetta sjálfgefna markmið og nafnvirði VLF er í dag vel yfir því sem virðist réttlætanlegt fyrir peningalegan stöðugleika. Það er rétt að hægt hefur verulega á vexti nafnvirðis VFL á síðustu tveim ársfjórðungum, en nafnvirði VFL er greinilega enn á mjög háu stigi og Seðlabankinn ætti ekki að hunsa það. Að öllu samanlögðu er ég ekki ákafur stuðningsmaður vaxtalækkunarinnar og ég myndi sannarlega vara við frekari slökun á peningamálastefnunni. Við viljum ekki endurtaka mistök fortíðarinnar, en ef Már hefði getað sannfært mig um að þetta yrði síðasta vaxtalækkunin á meðan verðbólguvæntingar eru yfir 2,5% þá hefði hann kannski getað fengið mig til að greiða vaxtalækkun atkvæði mitt ef ég hefði verið í peningastefnunefndinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Það er ekkert leyndarmál að ég hef verið mjög gagnrýninn á stjórnun peningamálastefnunnar víða um heim og síðan 2010-11 hef ég verið sérstaklega gagnrýninn á að Seðlabanki Evrópu hafi haft of mikla aðhaldsstefnu í peningamálum og almennt hef ég verið þeirrar skoðunar að peningamálastefnan bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum hafi verið of aðhaldssöm frekar en að hún hafi verið of lausbeisluð. En í tilfelli Íslands hef ég haft aðeins aðra skoðun. Þannig tel ég að Seðlabanki Íslands hafi gert þetta nokkurn veginn rétt undir stjórn Más Guðmundssonar og í fyrra studdi ég stýrivaxtahækkanir Seðlabankans því ég var eindregið þeirrar skoðunar að peningamálastefnan væri orðin of slök. En núna? Í síðustu viku kom Seðlabankinn á óvart og lækkaði lykilvexti sína um 0,5 prósentustig niður í 5,25%. Ég verð að viðurkenna að ég sá þetta ekki fyrir og ég er ekki ákafur stuðningsmaður vaxtalækkunarinnar. Að því sögðu þá hafa uppáhaldsvísar mínir varðandi peningamálastefnuna verið að færast í rétta átt, svo ég viðurkenni að minnsta kosti að dyrnar hafi opnast í hálfa gátt fyrir vaxtalækkun.Vaxtalækkun er í lagi, en hún kemur of fljóttAlmennt séð vil ég líta á tvenns konar hagvísa þegar ég met peningamálastefnu. Í fyrsta lagi markaðsvísa – einkum verðbólguvæntingar – og í öðru lagi peningavísa. Ef við byrjum á verðbólguvæntingum þá er ljóst að bæði verðbólguvæntingarnar, sem við sjáum í könnun Seðlabankans á meðal markaðsaðila, og á skuldabréfamörkuðunum, hafa hækkað og eru langt yfir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans og það er einnig ljóst að markaðsaðilarnir líta ekki á verðbólgumarkmið Seðlabankans sem fyllilega trúverðugt. Hins vegar hafa verðbólguvæntingar (bæði væntingar í könnun og á mörkuðum) undanfarið nálgast 2,5%. Við erum ekki öll komin þangað enn þá, en tilhneigingin hefur verið skýr. Þetta gerir aðhaldssama peningamálastefnu síður nauðsynlega. Ef við snúum okkur að peningavísunum þá lít ég fyrst og fremst á aukið peningaframboð og hækkandi nafnvirði vergrar landsframleiðslu (VLF), sem við getum litið á sem eftirspurn í hagkerfinu sem Seðlabankinn stjórnar. Almennt hafa varla komið nein viðvörunarmerki vegna aukins peningaframboðs, en ef við lítum á nafnvirði VLF er ekki eins ljóst að aukin lausatök á peningamálastefnunni eigi rétt á sér einmitt núna. Ég hef lengi haldið því fram að síðan Már Guðmundsson varð seðlabankastjóri hafi Seðlabankinn haldið vexti nafnvirðis VLF við 4,5%, sem tryggir 2,5% verðbólgu ef vöxtur VFL að raunvirði er í kringum 2%. Það er hins vegar ljóst að síðan 2014 hefur nafnvirði VLF vaxið hlutfallslega hraðar en þetta sjálfgefna markmið og nafnvirði VLF er í dag vel yfir því sem virðist réttlætanlegt fyrir peningalegan stöðugleika. Það er rétt að hægt hefur verulega á vexti nafnvirðis VFL á síðustu tveim ársfjórðungum, en nafnvirði VFL er greinilega enn á mjög háu stigi og Seðlabankinn ætti ekki að hunsa það. Að öllu samanlögðu er ég ekki ákafur stuðningsmaður vaxtalækkunarinnar og ég myndi sannarlega vara við frekari slökun á peningamálastefnunni. Við viljum ekki endurtaka mistök fortíðarinnar, en ef Már hefði getað sannfært mig um að þetta yrði síðasta vaxtalækkunin á meðan verðbólguvæntingar eru yfir 2,5% þá hefði hann kannski getað fengið mig til að greiða vaxtalækkun atkvæði mitt ef ég hefði verið í peningastefnunefndinni.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun