Sonia Rykiel er látin Ritstjórn skrifar 25. ágúst 2016 10:45 Soniu verður sárt saknað úr tískuheiminum. Myndir/Getty Franski fatahönnuðurinn Sonia Rykiel er látin, 86 ára að aldri. Hún hefur þjáðst af Parkingsons sjúkdóminum í fjölda ára. Dóttir hennar, Nathalie Rykiel, greindi frá þessu núna í morgun. Árið 2012 tilkynnti hún fjölmiðlum að hún hafi þjáðst af Parkinsons sjúkdómnum í 15 ár. Hún hafi reynt eftir bestu getu að halda sjúkdómnum leyndum en þegar erfitt var orðið að fela kvilla hans sagði hún fjölskyldu og vinum frá honum. Rendur og sterkir litir voru nokkur af einkennismerkjum Soniu.Sonia fæddist árið 1930 í París. Fjölskylda hennar var af efri stéttinni en foreldrar hennar voru rússneskir gyðingar. Hún hóf tískuferilinn aðeins 17 ára gömul þegar hún klæddi gínur í gluggunum á vefnaðarverslun í París. Hún giftist Sam Rykiel árið 1953 en hann rak tískuverslun. Það var í þeirri verslun sem að hún byrjaði að selja sínar fyrstu peysur. Sonia hefur oft verið kölluð drottning prjónaflíkanna. Ein af fyrstu frægu viðskiptavinum hennar var engin önnur en leikkonan Audrey Hepburn. Hún mætti í verslunina sem eiginmaður Rykiel rak og keypti peysurnar hennar Soniu í öllum litum, eða 14 stykki. Röndóttar peysur eru eitt af því sem Sonia kom á kortið. Eitt þekktasta og klassískasta trend dagsins í dag.Sonia hélt áfram að vaxa og dafna innan tískubransans. Merkið hennar er í dag með virtari evrópsku merkjunum og er selt í öllum helstu tískuverslunum heims. Hún sagði hinsvegar af sér sem yfirhönnuður síns eigin merkis árið 1995 en þá tók dóttir hennar, Nathalie Rykiel, við ásamt því að gerast forstjóri. Hún hélt þeirri stöðu til ársins 2014 en þá tók Julie de Libran við sem yfirhönnuður. Nathalie starfar þó enn sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu. Sonia, ásamt dóttur sinni Nathalie. Þær unnu mikið saman í gegnum árin.Andlát Soniu er mikill missir fyrir tískubransann en hún á heiðurinn af mörgum trendum sem eru talin klassísk og tímalaus í dag. Ásamt því að vera drottning prjónanna og hafa verið vinsæl fyrir fallegu peysurnar sínar þá kom hún einnig röndunum á kortið. Línurnar hennar voru ávallt litríkar með sterkum litum. Stórglæsileg og sjarmerandi kona sem verður sárt saknað. Mest lesið Breska prinsessan framan á Vogue Glamour Nýtt íslenskt sundfatamerki leggur áherslu á umhverfisvæna framleiðslu Glamour Þessi snillingur er 45 ára í dag Glamour Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour Málum augun rauð Glamour Strákarnir okkar lesa líka Glamour Glamour Naomi Campell klæðist loðkápu þrátt fyrir loforð um annað Glamour Scarlett Johansson að skilja við eiginmann sinn? Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Sendir öflug skilaboð með útsaumi Glamour
Franski fatahönnuðurinn Sonia Rykiel er látin, 86 ára að aldri. Hún hefur þjáðst af Parkingsons sjúkdóminum í fjölda ára. Dóttir hennar, Nathalie Rykiel, greindi frá þessu núna í morgun. Árið 2012 tilkynnti hún fjölmiðlum að hún hafi þjáðst af Parkinsons sjúkdómnum í 15 ár. Hún hafi reynt eftir bestu getu að halda sjúkdómnum leyndum en þegar erfitt var orðið að fela kvilla hans sagði hún fjölskyldu og vinum frá honum. Rendur og sterkir litir voru nokkur af einkennismerkjum Soniu.Sonia fæddist árið 1930 í París. Fjölskylda hennar var af efri stéttinni en foreldrar hennar voru rússneskir gyðingar. Hún hóf tískuferilinn aðeins 17 ára gömul þegar hún klæddi gínur í gluggunum á vefnaðarverslun í París. Hún giftist Sam Rykiel árið 1953 en hann rak tískuverslun. Það var í þeirri verslun sem að hún byrjaði að selja sínar fyrstu peysur. Sonia hefur oft verið kölluð drottning prjónaflíkanna. Ein af fyrstu frægu viðskiptavinum hennar var engin önnur en leikkonan Audrey Hepburn. Hún mætti í verslunina sem eiginmaður Rykiel rak og keypti peysurnar hennar Soniu í öllum litum, eða 14 stykki. Röndóttar peysur eru eitt af því sem Sonia kom á kortið. Eitt þekktasta og klassískasta trend dagsins í dag.Sonia hélt áfram að vaxa og dafna innan tískubransans. Merkið hennar er í dag með virtari evrópsku merkjunum og er selt í öllum helstu tískuverslunum heims. Hún sagði hinsvegar af sér sem yfirhönnuður síns eigin merkis árið 1995 en þá tók dóttir hennar, Nathalie Rykiel, við ásamt því að gerast forstjóri. Hún hélt þeirri stöðu til ársins 2014 en þá tók Julie de Libran við sem yfirhönnuður. Nathalie starfar þó enn sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu. Sonia, ásamt dóttur sinni Nathalie. Þær unnu mikið saman í gegnum árin.Andlát Soniu er mikill missir fyrir tískubransann en hún á heiðurinn af mörgum trendum sem eru talin klassísk og tímalaus í dag. Ásamt því að vera drottning prjónanna og hafa verið vinsæl fyrir fallegu peysurnar sínar þá kom hún einnig röndunum á kortið. Línurnar hennar voru ávallt litríkar með sterkum litum. Stórglæsileg og sjarmerandi kona sem verður sárt saknað.
Mest lesið Breska prinsessan framan á Vogue Glamour Nýtt íslenskt sundfatamerki leggur áherslu á umhverfisvæna framleiðslu Glamour Þessi snillingur er 45 ára í dag Glamour Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour Málum augun rauð Glamour Strákarnir okkar lesa líka Glamour Glamour Naomi Campell klæðist loðkápu þrátt fyrir loforð um annað Glamour Scarlett Johansson að skilja við eiginmann sinn? Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Sendir öflug skilaboð með útsaumi Glamour