Ásgeir sækist eftir 4. sæti Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2016 12:41 Ásgeir Einarsson stjórnmálafræðingur. Ásgeir Einarsson stjórnmálafræðingur sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem fer fram þann 10. september næstkomandi. Í tilkynningu frá Ásgeiri segir að hann hafi verið virkur í SUS frá árinu 2012. „Ég er Hafnfirðingur, stjórnmálafræðingur að mennt og hef verið í kringum körfuboltahreyfinguna á Íslandi í áratug. Mér finnst vera kominn tími að ungt fólk láti til skara stríða og verða afl inn á sviði stjórnmálanna. Ástæður þess að ég býð mig fram eru meðal annars vilji minn til að halda áfram þeirri góðu vinnu sem ungir Sjálfstæðismenn náðu fram á síðasta landsfundi flokksins. Eins og margir vita þá voru ungir mjög áberandi á fundinum. Við mættum með vel undirbúnar tillögur sem aðrir landsfundagestir voru tilbúnir að samþykkja í flestum tilvikum. Ég býð mig fram í baráttu fyrir þessum málum. Þar má til dæmis telja upp vinnu um að taka upp nýjan gjaldmiðill. Með breytingum í þeim málum má færa rök fyrir meiri stöðugleika, lækkun vaxta, aukningu kaupmáttar, lægri kostnaðar við að lifa o.fl. Með upptöku annars gjaldmiðilis má þannig ná fram hærri launum og lánakjörum líkt og þekkist í öðrum löndum. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði einnig um að gera breytingar á rekstri Ríkisútvarpsins. Ég tel mikilvægt að endurskoða rekstur RÚV frá grunni. Fyrsta skref væri að taka RÚV af auglýsingamarkaði enda með óþolandi forskot á einkarekna fjölmiðla á þeim vettvangi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig lengi barist fyrir „litlum“ frelsismálum í gegnum tíðina. Þar má til dæmis nefna frjálst útvarp, afnám bjórbannsins o.fl. Ég vil auka verslunarfrelsi almennings með að afnema einokunarsölu ríkisins á áfengi. Ríkið gæti þar með farið að einbeita sér að þarfari hlutum en að standa í verslunarrekstri. Þá vil ég einnig berjast fyrir því að auðvelda ungu fólk að stíga inn á fasteignamarkaðinn með kaupum á sinni fyrstu eign. Það má gera með notkun séreignasparnaðar, einföldun byggingarreglugerðar og auknu framboði af ódýrum lóðum. Skattkerfið skal einfalda en með lækkun skatta þá eykst ráðstöfunarfé hvers og eins sem hann getur nýtt sér til sparnaðar og jafnvel notað þann pening til húsnæðiskaupa. Sjálfstæðisflokkurinn á að bera höfuðið hátt og leggja verk sín fram á borðið fyrir kjósendur. Enda frábær árangur sem náðst hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar. En alltaf má gera betur eins og fylgistölur sýna. Þess vegna tel ég að mikilvægt sé að Sjálfstæðisflokkurinn skapi sér sérstöðu sem eini hægri flokkur Íslands. En það þýðir að flokkurinn berjist af kappi fyrir frelsi einstaklingsins til orð og athafna. Hafni ríkisafskiptum í hinu daglega lífi hvers og eins borgara landsins. Og fylgja eftir þeim málum sem ég taldi upp hér að ofan. Þess vegna er að mínu mati komið að því að ungt fólk stígi fram á sjónarsviðið í stjórnmálum og sjái til að þessi góðu mál ásamt fleirum nái fram að ganga. Ég er tilbúinn í það og óska eftir stuðningi til þess,“ segir í tilkynningunni. Kosningar 2016 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Ásgeir Einarsson stjórnmálafræðingur sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem fer fram þann 10. september næstkomandi. Í tilkynningu frá Ásgeiri segir að hann hafi verið virkur í SUS frá árinu 2012. „Ég er Hafnfirðingur, stjórnmálafræðingur að mennt og hef verið í kringum körfuboltahreyfinguna á Íslandi í áratug. Mér finnst vera kominn tími að ungt fólk láti til skara stríða og verða afl inn á sviði stjórnmálanna. Ástæður þess að ég býð mig fram eru meðal annars vilji minn til að halda áfram þeirri góðu vinnu sem ungir Sjálfstæðismenn náðu fram á síðasta landsfundi flokksins. Eins og margir vita þá voru ungir mjög áberandi á fundinum. Við mættum með vel undirbúnar tillögur sem aðrir landsfundagestir voru tilbúnir að samþykkja í flestum tilvikum. Ég býð mig fram í baráttu fyrir þessum málum. Þar má til dæmis telja upp vinnu um að taka upp nýjan gjaldmiðill. Með breytingum í þeim málum má færa rök fyrir meiri stöðugleika, lækkun vaxta, aukningu kaupmáttar, lægri kostnaðar við að lifa o.fl. Með upptöku annars gjaldmiðilis má þannig ná fram hærri launum og lánakjörum líkt og þekkist í öðrum löndum. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði einnig um að gera breytingar á rekstri Ríkisútvarpsins. Ég tel mikilvægt að endurskoða rekstur RÚV frá grunni. Fyrsta skref væri að taka RÚV af auglýsingamarkaði enda með óþolandi forskot á einkarekna fjölmiðla á þeim vettvangi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig lengi barist fyrir „litlum“ frelsismálum í gegnum tíðina. Þar má til dæmis nefna frjálst útvarp, afnám bjórbannsins o.fl. Ég vil auka verslunarfrelsi almennings með að afnema einokunarsölu ríkisins á áfengi. Ríkið gæti þar með farið að einbeita sér að þarfari hlutum en að standa í verslunarrekstri. Þá vil ég einnig berjast fyrir því að auðvelda ungu fólk að stíga inn á fasteignamarkaðinn með kaupum á sinni fyrstu eign. Það má gera með notkun séreignasparnaðar, einföldun byggingarreglugerðar og auknu framboði af ódýrum lóðum. Skattkerfið skal einfalda en með lækkun skatta þá eykst ráðstöfunarfé hvers og eins sem hann getur nýtt sér til sparnaðar og jafnvel notað þann pening til húsnæðiskaupa. Sjálfstæðisflokkurinn á að bera höfuðið hátt og leggja verk sín fram á borðið fyrir kjósendur. Enda frábær árangur sem náðst hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar. En alltaf má gera betur eins og fylgistölur sýna. Þess vegna tel ég að mikilvægt sé að Sjálfstæðisflokkurinn skapi sér sérstöðu sem eini hægri flokkur Íslands. En það þýðir að flokkurinn berjist af kappi fyrir frelsi einstaklingsins til orð og athafna. Hafni ríkisafskiptum í hinu daglega lífi hvers og eins borgara landsins. Og fylgja eftir þeim málum sem ég taldi upp hér að ofan. Þess vegna er að mínu mati komið að því að ungt fólk stígi fram á sjónarsviðið í stjórnmálum og sjái til að þessi góðu mál ásamt fleirum nái fram að ganga. Ég er tilbúinn í það og óska eftir stuðningi til þess,“ segir í tilkynningunni.
Kosningar 2016 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent