Með bestu strumpastrætóum Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2016 14:15 Álitlegur af fjölnotabíl að vera. Fjölnotabílar eða strumpastrætóar eins og þeir eru stundum kallaðir hafa fremur verið á undanhaldi í heiminum á síðustu árum og færri og færri slíkir bílar selst. Sumar slíkar bílgerðir hafa horfið á braut, en þær sem betur hafa selst, hafa lifað. Ein þeirra er Ford Galaxy, enda hefur hann ávallt fengið ágæta dóma. Nú er komin ný kynslóð af þessum fjölhæfa bíl. Það telst nánast íþróttagrein hjá bílablaðamönnum um allan heim að tala niður svona fjölnotabíla fyrir útlit sitt og aksturseiginleika. Erfitt getur reyndar reynst að hanna fallegan bíl sem verður þó að hafa hátt þak, er langur og með stórt farangursrými og yfirleitt ekki með neitt húdd. Ekki beint uppskrift af fegurð, en þó verður að segja að Ford lukkist þolanlega með þessari nýju kynslóð Galaxy. Merkilega góður akstursbíll þó stór sé Galaxy er 7 manna bíll þar sem frábærlega getur farið um alla farþegana, líka í öftustu sætaröðinni, en hátt þakið nær að aftasta punkti bílsins. Því er þessi bíll hentugur fyrir mjög stórar fjölskyldur, vinnustaði, eða sem bílaleigubílar sem eiga að rúma marga. Já, og líka sem leigubílar, þar sem 7 manna leigubílar eru vinsælir. Ford Galaxy er með sama undirvagni og bæði Ford S-Max og Mondeo, en allt eru þetta fyrir vikið góðir akstursbílar, með vel stillta fjöðrun og góða stýringu. En eðlilega er Galaxy með sín 1,7 tonn þeirra sístur, en góður samt. Í raun finnst ökumanni að hann sé að aka miklu minni bíl en Galaxy er, sem sannarlega er risastór bíll. Sérstaka athygli vakti hve léttilega hann fór yfir allar hraðahindranir og hreinlega át þær í leiðinni. Hann er reyndar einn þægilegasti bíll sem greinarritari hefur ekið yfir mýmargar hraðahindranir bæjarins. Ótrúlega eyðslugrannur með sín 1,7 tonn Í reynsluakstrinum var honum bæði ekið talsvert innanbæjar, en einnig uppí sveitir þar sem hann sýndi sitt best andlit sem góður ferðabíll sem ekkert finnst fyrir hraða á. Bílnum var ekið á fjórða hundrað kílómetra en samt voru yfir 700 kílómetrar eftir á mælinum og því má greinilega komast á bílnum yfir 1.000 kílómetra og er það ekki algengt. Þetta er til vitnis um það hve sparsamar dísilvélar má fá frá Ford. Vélin í reynsluakstursbílnum var 2,0 lítra og 150 hestafla TDCi dísilvél. Hún er með uppgefna 5,0 lítra eyðslu í blönduðum akstri frá framleiðanda og svei mér þá ef bíllinn hefur ekki bara gert svo vel eða betur en það. Galaxy má líka fá með 120 og 180 hestafla dísilvélum, en með þeirri öflugri er hann fjórhjóladrifinn en kostar líka 800.000 kr. meira en samskonar bíll með Titanium innréttingu og 150 hestafla vélinni. Galaxy kostar frá 5.590.000 kr. en þá er hann með 120 hestafla vélinni og Trend innréttingunni. Frábær kostur fyrir rétta markhópinn Ford hefur tekist frábærlega til við hljóðeinangrun Galaxy og fyrst heyrist eitthvað í vindi ef mjög hratt er farið, en hljóð frá vegi er svo til ekkert. Innrétting bílsins er nokkuð vel úr garði gerð og praktísk. Það er helst að setja megi útá efnisnotkun, sem er ekki ríkuleg en örugglega sterk. Það er líklega einmitt það sem eigendur Galaxy helst óska sér, þ.e. margra barna mömmur, vinnuveitendur og leigubílstjórar. Sjaldséður er mikill íburður í svona bílum almennt. Allt er mjög rúmt í Galaxy og bæði fótarými og höfuðrými frábært í annarri og þriðju röð bílsins og samt er farangursrýmið dágott. Ford Galaxy á nokkra samkeppnisbíla, en stendur sterkt meðal þeirra. Ford Galaxy keppir við Citroën C4 Grand Picasso, VW Touran og Renault Grand Scenic mynda helstu samkeppnina, ásamt Ford S-Max sem er þó minni bíll. Galaxy er afar fjölhæfur og stór bíll með merkilega góða aksturseiginleika.Kostir: Farþega- og flutningsrými, aksturseiginleikar, eyðslaÓkostir: Ytra útlit, látlaus innrétting, vantar USB-tengi afturí 2,0 l. dísilvél, 150 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 5,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 129 g/km CO2 Hröðun: 10,9 sek. Hámarkshraði: 210 km/klst Verð frá: 5.590.000 kr. Umboð: BrimborgFord Galaxy er mjög stór bíll og rúmur.Hrikalega stórt flutningsrými er í Galaxy.Einföld og stílhrein innræétting og allt á réttum stað.Smekklegur að innan og þar fer vel um farþega og hugsað fyrir flestu. Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent
Fjölnotabílar eða strumpastrætóar eins og þeir eru stundum kallaðir hafa fremur verið á undanhaldi í heiminum á síðustu árum og færri og færri slíkir bílar selst. Sumar slíkar bílgerðir hafa horfið á braut, en þær sem betur hafa selst, hafa lifað. Ein þeirra er Ford Galaxy, enda hefur hann ávallt fengið ágæta dóma. Nú er komin ný kynslóð af þessum fjölhæfa bíl. Það telst nánast íþróttagrein hjá bílablaðamönnum um allan heim að tala niður svona fjölnotabíla fyrir útlit sitt og aksturseiginleika. Erfitt getur reyndar reynst að hanna fallegan bíl sem verður þó að hafa hátt þak, er langur og með stórt farangursrými og yfirleitt ekki með neitt húdd. Ekki beint uppskrift af fegurð, en þó verður að segja að Ford lukkist þolanlega með þessari nýju kynslóð Galaxy. Merkilega góður akstursbíll þó stór sé Galaxy er 7 manna bíll þar sem frábærlega getur farið um alla farþegana, líka í öftustu sætaröðinni, en hátt þakið nær að aftasta punkti bílsins. Því er þessi bíll hentugur fyrir mjög stórar fjölskyldur, vinnustaði, eða sem bílaleigubílar sem eiga að rúma marga. Já, og líka sem leigubílar, þar sem 7 manna leigubílar eru vinsælir. Ford Galaxy er með sama undirvagni og bæði Ford S-Max og Mondeo, en allt eru þetta fyrir vikið góðir akstursbílar, með vel stillta fjöðrun og góða stýringu. En eðlilega er Galaxy með sín 1,7 tonn þeirra sístur, en góður samt. Í raun finnst ökumanni að hann sé að aka miklu minni bíl en Galaxy er, sem sannarlega er risastór bíll. Sérstaka athygli vakti hve léttilega hann fór yfir allar hraðahindranir og hreinlega át þær í leiðinni. Hann er reyndar einn þægilegasti bíll sem greinarritari hefur ekið yfir mýmargar hraðahindranir bæjarins. Ótrúlega eyðslugrannur með sín 1,7 tonn Í reynsluakstrinum var honum bæði ekið talsvert innanbæjar, en einnig uppí sveitir þar sem hann sýndi sitt best andlit sem góður ferðabíll sem ekkert finnst fyrir hraða á. Bílnum var ekið á fjórða hundrað kílómetra en samt voru yfir 700 kílómetrar eftir á mælinum og því má greinilega komast á bílnum yfir 1.000 kílómetra og er það ekki algengt. Þetta er til vitnis um það hve sparsamar dísilvélar má fá frá Ford. Vélin í reynsluakstursbílnum var 2,0 lítra og 150 hestafla TDCi dísilvél. Hún er með uppgefna 5,0 lítra eyðslu í blönduðum akstri frá framleiðanda og svei mér þá ef bíllinn hefur ekki bara gert svo vel eða betur en það. Galaxy má líka fá með 120 og 180 hestafla dísilvélum, en með þeirri öflugri er hann fjórhjóladrifinn en kostar líka 800.000 kr. meira en samskonar bíll með Titanium innréttingu og 150 hestafla vélinni. Galaxy kostar frá 5.590.000 kr. en þá er hann með 120 hestafla vélinni og Trend innréttingunni. Frábær kostur fyrir rétta markhópinn Ford hefur tekist frábærlega til við hljóðeinangrun Galaxy og fyrst heyrist eitthvað í vindi ef mjög hratt er farið, en hljóð frá vegi er svo til ekkert. Innrétting bílsins er nokkuð vel úr garði gerð og praktísk. Það er helst að setja megi útá efnisnotkun, sem er ekki ríkuleg en örugglega sterk. Það er líklega einmitt það sem eigendur Galaxy helst óska sér, þ.e. margra barna mömmur, vinnuveitendur og leigubílstjórar. Sjaldséður er mikill íburður í svona bílum almennt. Allt er mjög rúmt í Galaxy og bæði fótarými og höfuðrými frábært í annarri og þriðju röð bílsins og samt er farangursrýmið dágott. Ford Galaxy á nokkra samkeppnisbíla, en stendur sterkt meðal þeirra. Ford Galaxy keppir við Citroën C4 Grand Picasso, VW Touran og Renault Grand Scenic mynda helstu samkeppnina, ásamt Ford S-Max sem er þó minni bíll. Galaxy er afar fjölhæfur og stór bíll með merkilega góða aksturseiginleika.Kostir: Farþega- og flutningsrými, aksturseiginleikar, eyðslaÓkostir: Ytra útlit, látlaus innrétting, vantar USB-tengi afturí 2,0 l. dísilvél, 150 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 5,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 129 g/km CO2 Hröðun: 10,9 sek. Hámarkshraði: 210 km/klst Verð frá: 5.590.000 kr. Umboð: BrimborgFord Galaxy er mjög stór bíll og rúmur.Hrikalega stórt flutningsrými er í Galaxy.Einföld og stílhrein innræétting og allt á réttum stað.Smekklegur að innan og þar fer vel um farþega og hugsað fyrir flestu.
Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent