Yngsti þingmaðurinn hættir á þingi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. ágúst 2016 11:55 Yngsti þingmaðurinn í sögu íslenska lýðveldisins kveðjur stjórnmálin eftir komandi kosningar. Vísir/GVA Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, sækist ekki eftir sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi kosningar. Þetta kemur fram á Facebooksíðu hennar. Jóhanna María hyggst setjast á skólabekk í Háskólanum á Bifröst og leggja nám á Miðlun og almannatengsl. Jóhanna María var aðeins 21 árs gömul þegar hún tók sæti á Alþingi árið 2013 og var þá yngsti þingmaður í sögu íslenska lýðveldisins. „Að fá tækifæri til að marka stefnu innan lands og utan þess, þetta er eitthvað sem mig óraði ekki fyrir þegar ég tók fjórða sæti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu kosningar 21 árs gömul,” segir Jóhanna meðal annars. Jóhanna segist hafa verið heppin með samstarfsfólk og að hún voni að þau mál sem hún hefur komið að eigi eftir að sanna sig sem góðar ákvarðanir. Þá vonar Jóhanna María að seta hennar á þingi hafi opnað dyr fyrir ungt fólk í pólitík og að eitt af fjórum efstu sætum á listum Framsóknarflokksins verði skipað ungu fólki. „Að þessu sögðu þá gef ég það hér með út að ég mun ekki sækjast aftur eftir sæti á lista fyrir komandi kosningar. Á sama tíma vona ég að eitt af fjórum efstu sætunum á lista hjá Framsóknarflokkinum í hverju kjördæmi verði skipað ungum einstakling. Ég veit að einstaklingarnir og áhuginn eru til staðar.” Stöðuuppfærslu Jóhönnu Maríu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Kæru félagar.Fyrir þremur árum tók ég sæti á Alþingi Íslendinga. Það var fyrir tilstilli kosningasigurs Framsóknarflokksins, sigurs sem hefði ekki náðs ef ekki væri fyrir allt það frábæra, duglega og hugmyndaríka fólk sem er í flokkinum. Á þessum þremur árum hef ég kynnst fólkinu í flokkinum betur og veit alveg fyrir víst að ég tók rétta ákvörðun þegar ég skráði mig í Framsóknarflokkinn fyrir aðeins um 4 árum.Í starfi mínu á Alþingi hef ég fengið mörg og margvísleg verkefni. Ég hef setið í allsherjar- og menntamálanefnd sem og Norðurlandaráði auk undirnefnda og starfshópa sem snúa að hinum ýmsu málefnum. Reynslan sem ég hef fengið á þessum tíma er ómetanleg. Að fá tækifæri til að marka stefnu innan lands og utan þess, þetta er eitthvað sem mig óraði ekki fyrir þegar ég tók fjórða sæti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu kosningar 21 árs gömul.Ég hef hitt fólk sem hefur gefið mér mikið, kynnst hinum ýmsu félagssamtökum og störfum sem ég vissi ekki að væru til en vinna svo ótrúlega mikilvægt starf. Það er til svo mikið af fólki sem brennur fyrir ákveðnum málefnum. Ég hef setið fundi þar sem hefur verið alvara og gleði, hlegið og grátið.Þetta starf hefur gefið mér mikið og ég var mjög ánægð þegar fyrsta þingsályktunartillaga mín um eflingu náms í mjólkurfræði var samþykkt síðasta vor, en hún er fyrsta skrefið til verndar iðngreinum á Íslandi sem eiga undir högg að sækja vegna þess að ekki er hægt að kenna þær hérlendis. Ég vona að annað sem ég hef komið að eigi eftir að sanna sig sem góðar ákvarðanir.Ég tel mig hafa verið heppna með samstarfsfólk, í öllum flokkum. Það voru margir sem hjálpuðu mér að læra inn á allt þegar ég tók sæti á Alþingi. En ég hef lík þurft að kveðja tvo góða menn á þessu tímabili og minningin um þá fylgir mér.Alþingi er vinnustaður eins og hver annar, þó er margt sem maður skilur ekki fyrr en maður er sjálfur komin hérna inn. Það fer enginn á þing til að græða (enda til margar aðferðir sem gefa meira og eru auðveldir en þingmennska), allir eru hérna af hugsjón, stundum ná þær saman á milli flokka og þá er oft að það gerist eitthvað frábært. Rökræðan er helsta verkfærið á þessum vinnustað, það er það sem þið fáið að sjá á sjónvarpsskjánum, ræðustóll Alþingis er staðurinn fyrir rökræðuna. En þó að tekist sé á þá getum við sem einstaklingar unnið og talað saman eftir það.Vonandi hefur vegferð mín opnað möguleikann fyrir ungt fólk, að bjóða sig fram, að flokkar gefi þeim tækifæri, þau taki virkan þátt í kosningabaráttu og mögulega komist á þing. Það vantar alltaf fulltrúa þeirra sem yngri eru á Alþingi. Konur og karla.Að þessu sögðu þá gef ég það hér með út að ég mun ekki sækjast aftur eftir sæti á lista fyrir komandi kosningar. Á sama tíma vona ég að eitt af fjórum efstu sætunum á lista hjá Framsóknarflokkinum í hverju kjördæmi verði skipað ungum einstakling. Ég veit að einstaklingarnir og áhuginn eru til staðar.Sjálf ætla ég að loknu þessu kjörtímabili að halda áfram námi við Háskólann á Bifröst þar sem ég legg stund á Miðlun og almannatengsl. Fjölskylda mín hefur stutt við bakið á mér 120% allan tímann, þó hafa þau stundum saknað mín þegar mest er að gera og því miður stundum orðið útundan þegar skyldan hefur kallað. Ég gæti ekki beðið um betra bakland. Það sem er verst og best við að taka sæti sem þingmaður er að þú kemst að því hverjir raunverulegir vinir þínir eru. Þakklæti er mér efst í huga til þeirra vina minna sem hafa ekki látið stöðu mína breyta neinu og fylgt mér þessi ár í starfi. Stundum veitt mér ráðgjöf og hugmyndir ásamt því að halda gleðinni og styrkja vináttuna.Á hverjum degi tekur maður rétta ákvarðanir og rangar, það eina sem þú þarft að vera viss um í lok dags er að hafa tekið fleiri réttar.Ef það er eitthvað sem ég hefði viljað breyta þá er það að hafa haft meiri tíma fyrir kjördæmið mitt þegar að önnur þingstörf tóku yfir. Þó hef ég alltaf reynt að vera aðgengileg og þakka góð ráð, skilaboð og samstarf sem að því snýr.En það er ennþá tími þar til ég vík af þessum vettvangi. Starf þingmannsins er fjölbreytilegt. Núna er að vinna vel þessa síðustu mánuði til að geta gengið sátt frá borði. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, sækist ekki eftir sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi kosningar. Þetta kemur fram á Facebooksíðu hennar. Jóhanna María hyggst setjast á skólabekk í Háskólanum á Bifröst og leggja nám á Miðlun og almannatengsl. Jóhanna María var aðeins 21 árs gömul þegar hún tók sæti á Alþingi árið 2013 og var þá yngsti þingmaður í sögu íslenska lýðveldisins. „Að fá tækifæri til að marka stefnu innan lands og utan þess, þetta er eitthvað sem mig óraði ekki fyrir þegar ég tók fjórða sæti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu kosningar 21 árs gömul,” segir Jóhanna meðal annars. Jóhanna segist hafa verið heppin með samstarfsfólk og að hún voni að þau mál sem hún hefur komið að eigi eftir að sanna sig sem góðar ákvarðanir. Þá vonar Jóhanna María að seta hennar á þingi hafi opnað dyr fyrir ungt fólk í pólitík og að eitt af fjórum efstu sætum á listum Framsóknarflokksins verði skipað ungu fólki. „Að þessu sögðu þá gef ég það hér með út að ég mun ekki sækjast aftur eftir sæti á lista fyrir komandi kosningar. Á sama tíma vona ég að eitt af fjórum efstu sætunum á lista hjá Framsóknarflokkinum í hverju kjördæmi verði skipað ungum einstakling. Ég veit að einstaklingarnir og áhuginn eru til staðar.” Stöðuuppfærslu Jóhönnu Maríu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Kæru félagar.Fyrir þremur árum tók ég sæti á Alþingi Íslendinga. Það var fyrir tilstilli kosningasigurs Framsóknarflokksins, sigurs sem hefði ekki náðs ef ekki væri fyrir allt það frábæra, duglega og hugmyndaríka fólk sem er í flokkinum. Á þessum þremur árum hef ég kynnst fólkinu í flokkinum betur og veit alveg fyrir víst að ég tók rétta ákvörðun þegar ég skráði mig í Framsóknarflokkinn fyrir aðeins um 4 árum.Í starfi mínu á Alþingi hef ég fengið mörg og margvísleg verkefni. Ég hef setið í allsherjar- og menntamálanefnd sem og Norðurlandaráði auk undirnefnda og starfshópa sem snúa að hinum ýmsu málefnum. Reynslan sem ég hef fengið á þessum tíma er ómetanleg. Að fá tækifæri til að marka stefnu innan lands og utan þess, þetta er eitthvað sem mig óraði ekki fyrir þegar ég tók fjórða sæti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu kosningar 21 árs gömul.Ég hef hitt fólk sem hefur gefið mér mikið, kynnst hinum ýmsu félagssamtökum og störfum sem ég vissi ekki að væru til en vinna svo ótrúlega mikilvægt starf. Það er til svo mikið af fólki sem brennur fyrir ákveðnum málefnum. Ég hef setið fundi þar sem hefur verið alvara og gleði, hlegið og grátið.Þetta starf hefur gefið mér mikið og ég var mjög ánægð þegar fyrsta þingsályktunartillaga mín um eflingu náms í mjólkurfræði var samþykkt síðasta vor, en hún er fyrsta skrefið til verndar iðngreinum á Íslandi sem eiga undir högg að sækja vegna þess að ekki er hægt að kenna þær hérlendis. Ég vona að annað sem ég hef komið að eigi eftir að sanna sig sem góðar ákvarðanir.Ég tel mig hafa verið heppna með samstarfsfólk, í öllum flokkum. Það voru margir sem hjálpuðu mér að læra inn á allt þegar ég tók sæti á Alþingi. En ég hef lík þurft að kveðja tvo góða menn á þessu tímabili og minningin um þá fylgir mér.Alþingi er vinnustaður eins og hver annar, þó er margt sem maður skilur ekki fyrr en maður er sjálfur komin hérna inn. Það fer enginn á þing til að græða (enda til margar aðferðir sem gefa meira og eru auðveldir en þingmennska), allir eru hérna af hugsjón, stundum ná þær saman á milli flokka og þá er oft að það gerist eitthvað frábært. Rökræðan er helsta verkfærið á þessum vinnustað, það er það sem þið fáið að sjá á sjónvarpsskjánum, ræðustóll Alþingis er staðurinn fyrir rökræðuna. En þó að tekist sé á þá getum við sem einstaklingar unnið og talað saman eftir það.Vonandi hefur vegferð mín opnað möguleikann fyrir ungt fólk, að bjóða sig fram, að flokkar gefi þeim tækifæri, þau taki virkan þátt í kosningabaráttu og mögulega komist á þing. Það vantar alltaf fulltrúa þeirra sem yngri eru á Alþingi. Konur og karla.Að þessu sögðu þá gef ég það hér með út að ég mun ekki sækjast aftur eftir sæti á lista fyrir komandi kosningar. Á sama tíma vona ég að eitt af fjórum efstu sætunum á lista hjá Framsóknarflokkinum í hverju kjördæmi verði skipað ungum einstakling. Ég veit að einstaklingarnir og áhuginn eru til staðar.Sjálf ætla ég að loknu þessu kjörtímabili að halda áfram námi við Háskólann á Bifröst þar sem ég legg stund á Miðlun og almannatengsl. Fjölskylda mín hefur stutt við bakið á mér 120% allan tímann, þó hafa þau stundum saknað mín þegar mest er að gera og því miður stundum orðið útundan þegar skyldan hefur kallað. Ég gæti ekki beðið um betra bakland. Það sem er verst og best við að taka sæti sem þingmaður er að þú kemst að því hverjir raunverulegir vinir þínir eru. Þakklæti er mér efst í huga til þeirra vina minna sem hafa ekki látið stöðu mína breyta neinu og fylgt mér þessi ár í starfi. Stundum veitt mér ráðgjöf og hugmyndir ásamt því að halda gleðinni og styrkja vináttuna.Á hverjum degi tekur maður rétta ákvarðanir og rangar, það eina sem þú þarft að vera viss um í lok dags er að hafa tekið fleiri réttar.Ef það er eitthvað sem ég hefði viljað breyta þá er það að hafa haft meiri tíma fyrir kjördæmið mitt þegar að önnur þingstörf tóku yfir. Þó hef ég alltaf reynt að vera aðgengileg og þakka góð ráð, skilaboð og samstarf sem að því snýr.En það er ennþá tími þar til ég vík af þessum vettvangi. Starf þingmannsins er fjölbreytilegt. Núna er að vinna vel þessa síðustu mánuði til að geta gengið sátt frá borði.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira