Draumórar Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. ágúst 2016 07:00 Baráttan gegn verðtryggingunni er mjög sérstök því verðtryggingin er bara leið til þess að viðhalda raunvirði peninga. Hún er eitt mikilvægasta tækið til þess að gæta þess að þeir peningar sem eiga að tryggja gamla fólkinu áhyggjulaust ævikvöld verði ekki verðlausir þegar kemur að útgreiðslu lífeyris. Sérfræðingahópur ríkisstjórnarinnar um afnám verðtryggingar lagðist gegn fullu afnámi hennar. Í skýrslu hópsins frá janúar 2014 kemur fram að greining á efnahagslegum áhrifum banns við verðtryggðum neytendalánum bendi til þess að slíkt bann geti haft mjög neikvæð áhrif á hagkerfið til skamms tíma. Í skýrslunni segir: „Afnám verðtryggingar á einu bretti gerir heimilin berskjölduð fyrir bröttu vaxtahækkunarferli, þar sem ólíklegt er að í boði verði lán með föstum vöxtum til lengri tíma.“ Þessi í stað lagði hópurinn til að þetta yrði gert í áföngum. Ríkisstjórnin er að hrinda í framkvæmd einum áfanga núna með lagafrumvarpi sem á að draga úr vægi verðtryggingar. Í sinni einföldustu mynd snýst þetta bara um að stytta lánstíma verðtryggðra lána og skapa hvata fyrir lántakendur að taka frekar óverðtryggð lán. Óverðtryggðu lánin bera aftur á móti svimandi háa vexti, 7-8 prósent. Okkur Íslendingum hefur ekki tekist að stýra peningamálum vel með krónu. Haustið 2012 var verðgildi krónunnar einungis 0,05 prósent af því sem hún var fyrir gengisfellinguna árið 1922 þegar krónan varð sjálfstæður gjaldmiðill. Á þessum tíma rýrnaði krónan því um 99,95 prósent. Gagnvart neysluvörum og þjónustu hefur krónan rýrnað enn meir eða um 99,99 prósent. Saga hagstjórnar á 20. öld kennir okkur að verðtryggingin er nauðsynlegt stjórntæki til að gæta þess að eignir í íslenskum krónum haldi verðgildi sínu og hún er eiginlega eina leiðin til þess að gera langtíma lántökur mögulegar. Einu raunhæfu leiðirnar til að afnema verðtryggingu að fullu eru að taka upp annan gjaldmiðil eða banna hana með lögum. Það væri hægt að taka upp annan gjaldmiðil einhliða eða með því að tengjast myntsvæði. Hvorugur valkostur er fýsilegur eða raunhæfur í dag. Einhliða upptaka var slegin út af borðinu í skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum. Þá hefur skuldakreppan á evrusvæðinu afhjúpað alvarlega galla í myntsamstarfinu um evruna. Margir af virtustu hagfræðingum heims eru nú sammála um að evran í núverandi mynd hafi verið mistök. Brestir á evrusvæðinu og óvissa um framtíð myntsamstarfsins gerir það varla fýsilegt fyrir Íslendinga að stefna á upptöku evru. Ef við útrýmum verðtryggingunni með bannreglu í lögum þurfum við að sætta okkur við umhverfi svimandi hárra breytilegra vaxta. Nær útilokað er að fastir vextir til lengri tíma verði í boði. Að þessu sögðu er krónan það besta sem okkur býðst. Og á meðan við höfum krónuna þurfum við að sætta okkur við óhjákvæmilega fylgifiska hennar, háa vexti og verðtryggingu. Þess vegna er öll umræða um fullt afnám verðtryggingar í raun ekkert annað en draumórar og leiðir umræðuna frá þeim raunverulegu vandamálum sem þjóðin á við að glíma.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Baráttan gegn verðtryggingunni er mjög sérstök því verðtryggingin er bara leið til þess að viðhalda raunvirði peninga. Hún er eitt mikilvægasta tækið til þess að gæta þess að þeir peningar sem eiga að tryggja gamla fólkinu áhyggjulaust ævikvöld verði ekki verðlausir þegar kemur að útgreiðslu lífeyris. Sérfræðingahópur ríkisstjórnarinnar um afnám verðtryggingar lagðist gegn fullu afnámi hennar. Í skýrslu hópsins frá janúar 2014 kemur fram að greining á efnahagslegum áhrifum banns við verðtryggðum neytendalánum bendi til þess að slíkt bann geti haft mjög neikvæð áhrif á hagkerfið til skamms tíma. Í skýrslunni segir: „Afnám verðtryggingar á einu bretti gerir heimilin berskjölduð fyrir bröttu vaxtahækkunarferli, þar sem ólíklegt er að í boði verði lán með föstum vöxtum til lengri tíma.“ Þessi í stað lagði hópurinn til að þetta yrði gert í áföngum. Ríkisstjórnin er að hrinda í framkvæmd einum áfanga núna með lagafrumvarpi sem á að draga úr vægi verðtryggingar. Í sinni einföldustu mynd snýst þetta bara um að stytta lánstíma verðtryggðra lána og skapa hvata fyrir lántakendur að taka frekar óverðtryggð lán. Óverðtryggðu lánin bera aftur á móti svimandi háa vexti, 7-8 prósent. Okkur Íslendingum hefur ekki tekist að stýra peningamálum vel með krónu. Haustið 2012 var verðgildi krónunnar einungis 0,05 prósent af því sem hún var fyrir gengisfellinguna árið 1922 þegar krónan varð sjálfstæður gjaldmiðill. Á þessum tíma rýrnaði krónan því um 99,95 prósent. Gagnvart neysluvörum og þjónustu hefur krónan rýrnað enn meir eða um 99,99 prósent. Saga hagstjórnar á 20. öld kennir okkur að verðtryggingin er nauðsynlegt stjórntæki til að gæta þess að eignir í íslenskum krónum haldi verðgildi sínu og hún er eiginlega eina leiðin til þess að gera langtíma lántökur mögulegar. Einu raunhæfu leiðirnar til að afnema verðtryggingu að fullu eru að taka upp annan gjaldmiðil eða banna hana með lögum. Það væri hægt að taka upp annan gjaldmiðil einhliða eða með því að tengjast myntsvæði. Hvorugur valkostur er fýsilegur eða raunhæfur í dag. Einhliða upptaka var slegin út af borðinu í skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum. Þá hefur skuldakreppan á evrusvæðinu afhjúpað alvarlega galla í myntsamstarfinu um evruna. Margir af virtustu hagfræðingum heims eru nú sammála um að evran í núverandi mynd hafi verið mistök. Brestir á evrusvæðinu og óvissa um framtíð myntsamstarfsins gerir það varla fýsilegt fyrir Íslendinga að stefna á upptöku evru. Ef við útrýmum verðtryggingunni með bannreglu í lögum þurfum við að sætta okkur við umhverfi svimandi hárra breytilegra vaxta. Nær útilokað er að fastir vextir til lengri tíma verði í boði. Að þessu sögðu er krónan það besta sem okkur býðst. Og á meðan við höfum krónuna þurfum við að sætta okkur við óhjákvæmilega fylgifiska hennar, háa vexti og verðtryggingu. Þess vegna er öll umræða um fullt afnám verðtryggingar í raun ekkert annað en draumórar og leiðir umræðuna frá þeim raunverulegu vandamálum sem þjóðin á við að glíma.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst 2016
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun