Skoðun eða trúboð Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 19. ágúst 2016 00:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggjum af stöðu íslenskra fjölmiðla á Facebook-síðu sinni á dögunum. Hann hefur áhyggjur af því að fjölmiðla skorti stefnu, markmið eða skilaboð. Þeir hefðu því nánast ekki annan tilgang en að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Tilefni skrifa Bjarna er að í ritstjórnarskrifum Fréttablaðsins hafi undanfarið birst mismunandi skoðanir á framtíð Íslands í gjaldeyrismálum. Þennan blæbrigðamun túlkar Bjarni sem vísbendingu um að Fréttablaðið skorti „stefnu, markmið eða skilaboð“. Rétt er hjá Bjarna að starfsmenn Fréttablaðsins hafa ekki sérstök markmið í leiðaraskrifum. Við stundum ekki trúboð. Við lýsum okkar skoðunum undir fullu nafni og höfum frelsi til að tjá þær eftir því sem formið leyfir ef þær stríða ekki gegn almennum ritstjórnarlínum, meðal annars um athafnafrelsi einstaklinga og fyrirtækja. Línan útilokar til dæmis kynþáttaníð, en skoðanir á gjaldeyrismálum eru frjálsar. Þess vegna ber leiðarasíðan titilinn „Skoðun“. Það er fullkomlega eðlilegt að skoðanir sem birtast í leiðurum stangist á frá degi til dags. Hugsandi fólk kemst að niðurstöðu og myndar sér skoðun, en ekki dauðir hlutir eins og dagblöð – nema útgáfan þjóni duldum sérhagsmunum. Stundum skiptir fólk um skoðun. Bjarni gerði það í afstöðu sinni til Evrópusambandsins. Haustið 2008 vildi hann aðildarviðræður enda væri krónan „fjötur um fót“ Íslendinga. Ef sinnaskipti í stjórnmálum byggjast á nýjum upplýsingum og breyttum forsendum eru þau lofsverð. Ef þjónkun við sérhagsmuni ræður för eru sinnaskipti ámælisverð. Ummæli Bjarna benda til að hann sakni tíma flokksblaðanna þegar Morgunblaðið var í yfirburðastöðu, fór inn á flest heimili og hafði dagskrárvald stjórnmálanna í hendi sér. Það væri vissulega þægilegra fyrir Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn, en ekki gott fyrir þjóðlífið. Stundum saka pólitískir keppinautar Bjarna Fréttablaðið um að draga taum hans í ritstjórnarskrifum. Það er ekki rétt. En leiðarahöfundar hafa oft hrósað ráðherranum fyrir stjórn efnahagsmála. Hann fær hrós ef hann er talinn verðskulda hrósið. Ekki hefur Bjarni kvartað yfir því. Bjarni hlýtur að taka undir þá skoðun að frjáls skoðanaskipti séu mikilvæg þjóðlífinu þó að einstök skrif hugnist honum ekki. Vonandi fellur hann ekki í þá gryfju að gruna fjölmiðla sýknt og heilagt um að sitja um sig, eins og dæmi eru um. Fjölmiðlar eiga ekki að hafa markmið önnur en þau að segja fréttir og vera farvegur fyrir skoðanir og upplýsingar á ábyrgan og sanngjarnan hátt. Það er ekki keppikefli Fréttablaðsins að Ísland taki upp evru eða annan gjaldmiðil. Kannski hafa einhverjir leiðarahöfundar blaðsins þá skoðun, kannski ekki. Þeim er algerlega frjálst að tjá skoðunina á hvorn veginn sem er. Hvað sem Bjarni kann að hafa um málið að segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggjum af stöðu íslenskra fjölmiðla á Facebook-síðu sinni á dögunum. Hann hefur áhyggjur af því að fjölmiðla skorti stefnu, markmið eða skilaboð. Þeir hefðu því nánast ekki annan tilgang en að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Tilefni skrifa Bjarna er að í ritstjórnarskrifum Fréttablaðsins hafi undanfarið birst mismunandi skoðanir á framtíð Íslands í gjaldeyrismálum. Þennan blæbrigðamun túlkar Bjarni sem vísbendingu um að Fréttablaðið skorti „stefnu, markmið eða skilaboð“. Rétt er hjá Bjarna að starfsmenn Fréttablaðsins hafa ekki sérstök markmið í leiðaraskrifum. Við stundum ekki trúboð. Við lýsum okkar skoðunum undir fullu nafni og höfum frelsi til að tjá þær eftir því sem formið leyfir ef þær stríða ekki gegn almennum ritstjórnarlínum, meðal annars um athafnafrelsi einstaklinga og fyrirtækja. Línan útilokar til dæmis kynþáttaníð, en skoðanir á gjaldeyrismálum eru frjálsar. Þess vegna ber leiðarasíðan titilinn „Skoðun“. Það er fullkomlega eðlilegt að skoðanir sem birtast í leiðurum stangist á frá degi til dags. Hugsandi fólk kemst að niðurstöðu og myndar sér skoðun, en ekki dauðir hlutir eins og dagblöð – nema útgáfan þjóni duldum sérhagsmunum. Stundum skiptir fólk um skoðun. Bjarni gerði það í afstöðu sinni til Evrópusambandsins. Haustið 2008 vildi hann aðildarviðræður enda væri krónan „fjötur um fót“ Íslendinga. Ef sinnaskipti í stjórnmálum byggjast á nýjum upplýsingum og breyttum forsendum eru þau lofsverð. Ef þjónkun við sérhagsmuni ræður för eru sinnaskipti ámælisverð. Ummæli Bjarna benda til að hann sakni tíma flokksblaðanna þegar Morgunblaðið var í yfirburðastöðu, fór inn á flest heimili og hafði dagskrárvald stjórnmálanna í hendi sér. Það væri vissulega þægilegra fyrir Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn, en ekki gott fyrir þjóðlífið. Stundum saka pólitískir keppinautar Bjarna Fréttablaðið um að draga taum hans í ritstjórnarskrifum. Það er ekki rétt. En leiðarahöfundar hafa oft hrósað ráðherranum fyrir stjórn efnahagsmála. Hann fær hrós ef hann er talinn verðskulda hrósið. Ekki hefur Bjarni kvartað yfir því. Bjarni hlýtur að taka undir þá skoðun að frjáls skoðanaskipti séu mikilvæg þjóðlífinu þó að einstök skrif hugnist honum ekki. Vonandi fellur hann ekki í þá gryfju að gruna fjölmiðla sýknt og heilagt um að sitja um sig, eins og dæmi eru um. Fjölmiðlar eiga ekki að hafa markmið önnur en þau að segja fréttir og vera farvegur fyrir skoðanir og upplýsingar á ábyrgan og sanngjarnan hátt. Það er ekki keppikefli Fréttablaðsins að Ísland taki upp evru eða annan gjaldmiðil. Kannski hafa einhverjir leiðarahöfundar blaðsins þá skoðun, kannski ekki. Þeim er algerlega frjálst að tjá skoðunina á hvorn veginn sem er. Hvað sem Bjarni kann að hafa um málið að segja.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun