Dekkjaþjófur varð undir bílnum og lést Finnur Thorlacius skrifar 3. ágúst 2016 10:41 Bíllinn sem þjófurinn ætlaði að stela dekkjunum undan var af gerðinni GMC Yukon. Það var ekki fögur aðkoman á bílasölu einni í Ohio í Bandaríkjunum um daginn en undir einum bílnum sem þar var til sölu lá maður sem greinilega hafði verið að stela dekkjum hans. Ekki vildi betur til en að tjakkur sá sem hann notaði við að nappa dekkjunum féll um koll og við það kramdist þjófurinn undir bílnum, en hann var jeppi af þyngri gerðinni. Þjófurinn hafði verið látinn í nokkurn tíma er hann loks fannst. Starfsmenn bílasölunnar sáu að þjófurinn, sem var 43 ára karlmaður, var búinn að fjarlægja eitt af dekkjum bílsins og hafði verið í óða önn að losa annað dekk þegar bíllinn hrundi á hann. Þetta óheppilega dauðsfall ætti að vera öðrum í sömu hugleiðingum lærdómur um rétt vinnubrögð. Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent
Það var ekki fögur aðkoman á bílasölu einni í Ohio í Bandaríkjunum um daginn en undir einum bílnum sem þar var til sölu lá maður sem greinilega hafði verið að stela dekkjum hans. Ekki vildi betur til en að tjakkur sá sem hann notaði við að nappa dekkjunum féll um koll og við það kramdist þjófurinn undir bílnum, en hann var jeppi af þyngri gerðinni. Þjófurinn hafði verið látinn í nokkurn tíma er hann loks fannst. Starfsmenn bílasölunnar sáu að þjófurinn, sem var 43 ára karlmaður, var búinn að fjarlægja eitt af dekkjum bílsins og hafði verið í óða önn að losa annað dekk þegar bíllinn hrundi á hann. Þetta óheppilega dauðsfall ætti að vera öðrum í sömu hugleiðingum lærdómur um rétt vinnubrögð.
Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent