Píratar vilja gjaldfrjálsar tannlækningar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2016 18:46 Píratar vilja niðurgreiða tannlækningar fyrir alla landsmenn með sama hætti og aðra heilbrigðisþjónustu. Sjúkratryggingar Íslands gera ráð fyrir að breytingin gæti kostað um 11 milljarða króna og vill þingmaður flokksins fjármagna þær með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Stefna Pírata er ákveðin í rafrænu kosningakerfi flokksins. Með samþykktinni sem samþykkt var í gærkvöldi álykta Píratar að tannheilsa sé órjúfanlegur þáttur af heilsu einstaklinga. Þá segir: „Með það að leiðarljósi skulu tannlækningar vera hluti af almennri heilbrigðisþjónustu og niðurgreiddar fyrir alla landsmenn með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta.“ Tillagan var samþykkt með 164 atkvæðum en tveir greiddu atkvæði á móti.Mjög auðvelt að ná í peninga Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, greiddi atkvæði með tillögunni og segir að þessi samþykkt auk samþykktar um gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu hafi fengið mestan stuðning allra í kosningakerfi flokksins. „Mér hefur alltaf fundist það stórkostlega skringilegt að munnurinn sé ekki hluti af líkamanum þegar kemur að heilbrigðisþjónustunni. Og mjög alvarlegt þegar að fólk til dæmis sem er með einhvers konar sjúkdóma sem að tengjast kjálkanum geta ekki fengið gjaldfrjálsa þjónustu,” segir Birgitta.Veistu hver kostnaðurinn við þessar breytingar er?„Ég hef ekki farið yfir það sjálf. En hérna, það er mjög auðvelt að ná í peninga til þess að koma til móts við þann kostnað,” segir Birgitta.Kostar ellefu milljarðaFréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands um hver kostnaður við þessa breytingu yrði. Þar kemur fram að Sjúkratryggingar taki þátt í tannlæknakostnaði barna og lífeyrisþega en stofnunin hafi ekki upplýsingar um kostnað við ótryggða einstaklinga. Hins vegar megi áætla gróflega heildarkostnað vegna tannlækninga allra Íslendinga. Meðalkostnaður á sjúkling fyrir þá sem Sjúkratryggingar greiða er um 54.000 krónur á ári. Í svari Sjúkratrygginga kemur fram að ef 80 prósent Íslendinga leituðu til tannlæknis á hverju ári og hver þeirra greiddi þá fjárhæð myndi það kosta um 14 milljarða króna. Í dag greiða Sjúkratryggingar um 2,8 milljarða fyrir tannlæknaþjónustu og þyrfti því að hækka fjárveitingu til málaflokksins um rúma 11 milljarða ef þessi breyting nær fram að ganga.Fjármagnað með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu Aðspurð hvernig flokkurinn vill fjármagna þessar breytingar nefnir Birgitta breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. „Við höfum lagt fram tillögur um fiskveiðistjórnunarkerfið, að því verði breytt þannig að fiskurinn fari á uppboð. Þar koma inn töluvert meiri fjármunir sem að má nota í þetta og ýmislegt annað sem að er aðkallandi að laga í samfélaginu okkar,” segir Birgitta.Var það kannað áður en þessi stefna var samþykkt hvað þetta myndi kosta? „Ég náttúrulega bjó ekki til þessa stefnu. Og mér finnst mjög líklegt að þeir sem að settu saman þessa stefnu hafi kannað það,” segir Birgitta. Alþingi Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira
Píratar vilja niðurgreiða tannlækningar fyrir alla landsmenn með sama hætti og aðra heilbrigðisþjónustu. Sjúkratryggingar Íslands gera ráð fyrir að breytingin gæti kostað um 11 milljarða króna og vill þingmaður flokksins fjármagna þær með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Stefna Pírata er ákveðin í rafrænu kosningakerfi flokksins. Með samþykktinni sem samþykkt var í gærkvöldi álykta Píratar að tannheilsa sé órjúfanlegur þáttur af heilsu einstaklinga. Þá segir: „Með það að leiðarljósi skulu tannlækningar vera hluti af almennri heilbrigðisþjónustu og niðurgreiddar fyrir alla landsmenn með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta.“ Tillagan var samþykkt með 164 atkvæðum en tveir greiddu atkvæði á móti.Mjög auðvelt að ná í peninga Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, greiddi atkvæði með tillögunni og segir að þessi samþykkt auk samþykktar um gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu hafi fengið mestan stuðning allra í kosningakerfi flokksins. „Mér hefur alltaf fundist það stórkostlega skringilegt að munnurinn sé ekki hluti af líkamanum þegar kemur að heilbrigðisþjónustunni. Og mjög alvarlegt þegar að fólk til dæmis sem er með einhvers konar sjúkdóma sem að tengjast kjálkanum geta ekki fengið gjaldfrjálsa þjónustu,” segir Birgitta.Veistu hver kostnaðurinn við þessar breytingar er?„Ég hef ekki farið yfir það sjálf. En hérna, það er mjög auðvelt að ná í peninga til þess að koma til móts við þann kostnað,” segir Birgitta.Kostar ellefu milljarðaFréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands um hver kostnaður við þessa breytingu yrði. Þar kemur fram að Sjúkratryggingar taki þátt í tannlæknakostnaði barna og lífeyrisþega en stofnunin hafi ekki upplýsingar um kostnað við ótryggða einstaklinga. Hins vegar megi áætla gróflega heildarkostnað vegna tannlækninga allra Íslendinga. Meðalkostnaður á sjúkling fyrir þá sem Sjúkratryggingar greiða er um 54.000 krónur á ári. Í svari Sjúkratrygginga kemur fram að ef 80 prósent Íslendinga leituðu til tannlæknis á hverju ári og hver þeirra greiddi þá fjárhæð myndi það kosta um 14 milljarða króna. Í dag greiða Sjúkratryggingar um 2,8 milljarða fyrir tannlæknaþjónustu og þyrfti því að hækka fjárveitingu til málaflokksins um rúma 11 milljarða ef þessi breyting nær fram að ganga.Fjármagnað með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu Aðspurð hvernig flokkurinn vill fjármagna þessar breytingar nefnir Birgitta breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. „Við höfum lagt fram tillögur um fiskveiðistjórnunarkerfið, að því verði breytt þannig að fiskurinn fari á uppboð. Þar koma inn töluvert meiri fjármunir sem að má nota í þetta og ýmislegt annað sem að er aðkallandi að laga í samfélaginu okkar,” segir Birgitta.Var það kannað áður en þessi stefna var samþykkt hvað þetta myndi kosta? „Ég náttúrulega bjó ekki til þessa stefnu. Og mér finnst mjög líklegt að þeir sem að settu saman þessa stefnu hafi kannað það,” segir Birgitta.
Alþingi Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira